Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2021, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.01.2021, Blaðsíða 36
36 S K I N FA X I U ngmennafélagsandinn umlykur verkefnið Allir með sem hef- ur verið unnið að í Reykjanesbæ frá því árið 2020. Að verkefn- inu koma Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag, og Ungmenna- félag Njarðvíkur. Uppskeruhátíð verkefnisins var haldin í mars sl. Þá var þeim sem tengjast verkefninu boðið að fræðast um stöðu þess og því sem fram undan væri. Á meðal þeirra sem mættu voru forsvarsfólk UMFÍ og sambandsaðilanna beggja sem koma að innleiðingu Allir með í Reykjanesbæ, styrktaraðilar verkefnisins, hugmyndasmiðir og fleiri. Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála í Reykjanesbæ, segir að ungmennafélagin í bænum leiði starfið þar. Þau hafi útbúið kynningarefni um það skipulagða tómstunda- og æskulýðs- starf barna og ungmenna sem íþróttafélögin bjóða upp á, í samstarfi við markaðsfyrirtækið Alpa Agency. Hlutverk UMFÍ felst m.a. í því að kosta þjálfun, fræðslu og menntun þjálfara innan aðildarfélaga Umf. Njarðvíkur og Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, í tengslum við verkefnið, ásamt ráðgjafarfyrirtækinu KVAN. Á meðal annarra stuðningsaðila eru embætti landlæknis og félagsmálaráðuneytið. Hilma kynnti verkefnið og sagði að lykilhlutverk þess væru tvö. Hið fyrra væri þátttakan og í því fælist að laða börn til þess að taka þátt í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Megináhersla, hvað það varðar, væri að stuðla að jöfnum tækifærum allra til þátttöku. „Við leggjum sérstaka áherslu á að ná til barna af erlendum upp- runa og til barna sem taka ekki nú þegar þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Við trúum því að þarna skipti hin félagslega virkni öllu máli,“ sagði Hilma og benti á að margir íbúar í Reykjanesbæ hafi fengið fræðslu um verkefnið. Fleiri slík erindi séu á dagskrá á næstunni. Þá sé búið að taka saman ýmiss konar tölfræðiupplýsingar um nýtingu styrkja í barnastarfi, þátttöku barna í skipulögðu starfi og kostnað við þátttöku þeirra. Hitt lykilhlutverk verkefnisins væri að koma því til skila að tilheyra umhverfi sínu, að finna að við séum hluti af hópi. Þegar að því kemur fá allir kennarar á miðstigi stuðning í félagsfærnistyrkingu, tvær 90 mínútna vinnustofur. Ein vinnustofa hefur þegar verið haldin. Hilma sagði margt fram undan, þar á meðal skipulagning stórrar tómstundamessu í lok ágúst þar sem allt tómstundastarf í sveitarfélag- inu verður kynnt. Allir með í Reykjanesbæ Ungmennafélagsandinn er leiðarljósið í stóru forvarnaverkefni Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála í Reykjanesbæ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.