Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2021, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.01.2021, Blaðsíða 31
 S K I N FA X I 31 Sveinn Þorgeirsson hélt í apríl fjölmennan fyrirlestur um íþróttaæfingar barna. Hann segir að aðferðir til að þjálfa og ná árangri hjá fullorðnum séu vel þekktar, en varast beri að nota þær á börn. Sveinn segir að það sé greinilegt að fólk hafi mikinn áhuga á íþróttaþjálfun barna og ung- menna. „Þótt það sé gaman fyrir foreldra að horfa á börn sín standa sig vel í samanburði við jafnaldra þeirra þá þarf að hafa í huga að árangur á unga aldri er ekki trygging fyrir því að starfið sé unnið með hagsmuni barnsins til lengri tíma litið. Við þjálfun einstaklingsins þarf ávallt að setja þarfir barnsins í fyrsta sæti,“ segir Sveinn Þorgeirsson, íþróttafræðingur og sérfræðingur við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Sveinn var með erindi í netstreymi á þriðju- dagsfyrirlestri Háskólans í Reykjavík og Vísis um miðjan apríl. Þar leitaðist hann við að svara spurningunni hvort íþróttir barna séu orðnar að keppni fullorðinna. Fyrirlesturinn vakti mikla athygli og horfðu rúmlega 500 manns á hann í beinni útsendingu. Fleiri hafa horft síðan þá og eru áhorfin nú orðin fast að 3.000 talsins. Sveinn segir það hafa komið skemmtilega á óvart. Hann hefur haldið mörg erindi í gegn- um tíðina, oftast í öðrum af tveimur stóru söl- unum í Háskólanum í Reykjavík. Þeir taka 200 manns í sæti og ljóst er að Sveinn hefði fyllt þá báða hefði erindið verið haldið á staðnum með aðgengi áheyrenda. „Þetta er langfjölmennasta erindið sem ég hef verið með. Umræðuefnið dregur að og reglulega kemur ákall um að við í íþróttahreyf- ingunni ræðum um það hvert við, þjálfarar og foreldrar barna, stefnum með þjálfun barna,“ segir Sveinn og bendir á að hægt sé að grípa til ýmissa ráða til að ná skjótum sjáanlegum árangri. Auðvelt að grípa til skyndilausna „Það er mjög auðvelt að falla í þá freistni að grípa til skyndilausna því að margir vilja sjá árangur eins fljótt og hægt er. En fjölbreytni í þjálfun skilar þvert á móti besta árangrinum, til lengri tíma litið. Árangurinn kemur hægt á meðan sérhæfing og miklar æfingar í einni íþrótt snemma skila árangri fljótt. Það er auð- vitað mikilvægt að minna á það öðru hverju. Það eru ekki eins spennandi skilaboð að segja að fjölbreytni skipti máli,“ segir Sveinn og rifjar upp að til sé uppskrift til að koma ungum börnum í fremstu röð. Hún eigi í raun við um alla. „Galdurinn felst í því að æfa mjög mikið og af miklum ákafa. Þá mun árangurinn auð- vitað ekki láta á sér standa og börn, sem má segja að séu byrjendur, sigla fram úr jafnöldr- um sínum. En þá er líka mjög hætt við að iðk- endur hætti þegar æfingarnar eru orðnar leiðinlegar og of árangursmiðaðar. Þvert á móti eiga krakkar rétt á því að æfingar séu skemmtilegar og fjölbreyttar til að kveikja og viðhalda áhuga þeirra. Það er mikilvægt að íþróttir séu leikur á meðan við erum börn. Sérhæfingin og áherslan á sigur í keppni má koma síðar. Við verðum að standa við það ef við ætlum að halda börnum í íþróttum. Ég trúi því að það sé rétta meðalið,“ segir Sveinn. Krakkar eiga rétt á því að æfingar séu fjölbreyttar og skemmtilegar Sveinn Þorgeirsson íþróttafræðingur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.