Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2021, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.01.2021, Blaðsíða 32
32 S K I N FA X I Gleðin er mikilvæg á öllum íþróttaæfingum. Körfuboltaþjálfarinn og fyrirlesarinn Pálmar Ragnarsson svarar nokkrum spurningum um það hvernig þjálfarar geta stutt betur við iðkendur. Hvernig geta þjálfarar glatt iðkendur sína? Þeir geta lagt höfuðáherslu á að taka vel á móti ungmennum þegar þau mæta á æfingar. Passa upp á að börnunum líði eins og þau séu mikilvægur hluti af liðinu og að þau mæti og taki þátt. Þjálfarar geta líka hjálpað ungmennum til að finna og setja sér markmið í íþróttinni sem verður til þess að þau finna meiri tilgang í því að taka þátt og leggja sig fram. Þeir þurfa að vinna reglulega í því að viðhalda áhuga á íþróttinni með því að segja spennandi íþróttasögur, mæta á leiki eldri flokka og kynna börnin fyrir flottum fyrirmyndum í íþróttinni. Einnig er gott að fá foreldra með sér í lið og taka höndum saman til að koma í veg fyrir brottfall. Hvað geta þjálfarar gert til að fjölga iðkendum? Fyrsta upplifun ungmenna af íþróttaæfingum hefur gríðarleg áhrif á framhaldið. Hér skiptir höfuðmáli að skapa þannig umhverfi í íþrótta- hópum að þar líði börnum vel, þau hlakki til þess að mæta aftur á æfing- ar og séu hvött til að leggja sig fram. Við þurfum því að taka sérstaklega vel á móti öllum iðkendum, óháð getu og öðru. Við þurfum að leggja línurnar með andrúmsloftið gagnvart nýjum iðkendum, að öllum finnist gaman þegar nýir iðkendur bætast í hópinn, að við hjálpum nýliðum, Mikilvægt að vera með metnaðar- fulla þjálfara í starfi yngri flokka skömmum þá ekki og að hin börnin heilsi og bjóði þau velkomin. Við verðum með sama hætti að taka líka vel á móti nýjum foreldrum, kynna okkur fyrir þeim, láta þá fá allar nauðsynlegar upplýsingar sem þeir gætu mögulega þurft á að halda, leiðbeina þeim með skráningu og segja þeim stuttlega frá áherslum okkar og því að við reynum að taka sérstaklega vel á móti nýjum iðkendum. Ef eitthvað kemur upp á þurfa þeir að vita að þeir geta látið okkur þjálfarana vita af því. Við getum líka spurt foreldra hvort þeir viti um fleiri börn, vini iðkenda, sem hafi áhuga á því að prófa og látið þá vita að þau séu velkomin með á næstu æfingu. Hvernig geta félög / þjálfarar náð betur til iðkenda? Með því að leggja metnað í starfið í yngri flokkunum. Að setja reynslu- mikla/metnaðarfulla þjálfara í yngri flokkana. Að hafa aðbúnað í lagi. Að nota ákveðin forrit sem auðvelda samskipti. Að hafa merki félags- ins áberandi í öllu starfi. Einnig að nýta meistaraflokka til þess að vera í góðum tengslum við yngri flokka. Að bjóða upp á skemmtilega við- burði annað slagið. Að leggja línurnar þannig að það sé samfella í starfi á milli þjálfara og árganga og margt fleira. Við Íslendingar erum svo heppnir að við eigum ótrúlega marga frá- bæra yngri flokka þjálfara í öllum íþróttum. Hér eru svo margir þjálf- arar með ótrúlega ástríðu fyrir íþrótt sinni og því að hafa góð áhrif á börn og ungmenni. Kerfið okkar býður líka upp á að greiða hæfum þjálfurum fyrir störf sín sem er frábært. Í mörgum öðrum löndum verða sjálfboðaliðar eða foreldrar að sjá um þjálfun yngri flokka og það gefur augaleið að árangurinn verður ekki jafngóður. Pálmar Ragnarsson

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.