Skinfaxi - 01.01.2021, Blaðsíða 12
12 S K I N FA X I
„Samþykkt hefur verið að færa þrjá
sjóði HSÞ undir einn hatt. Mikilvægt
er að úthlutunarreglur séu skýrar og
að sjóðsstjórn rökstyðji ákvörðun
sína,“ segir framkvæmdastjóri HSÞ.
„Ef fáir sækja í sjóði félaga og héraðssam-
banda er vel þess virði að breyta sjóðunum.
Við vorum með þrjá sjóði sem fáir sóttu í, meðal
annars vegna stífra reglna og því safnaðist í
þá. Við breyttum þeim í einn sjóð og teljum
að þeir nýtist félögunum og félagsmönnum
betur þannig,“ segir Gunnhildur Hinriksdóttir,
framkvæmdastjóri Héraðssambands Þing-
eyinga (HSÞ).
Á síðasta þingi HSÞ, undir lok mars sl., var
lögð fram tillaga um að sameina afrekssjóð,
aksturssjóð og fræðslusjóð HSÞ í einn sjóð.
Sjóðir HSÞ hafa verið hálfgerð olnbogabörn
innan sambandsins. Ekki hefur verið sótt nægi-
lega í þá eða þá að þær umsóknir sem borist
hafa hafa ekki fallið nógu vel undir úthlutunar-
reglurnar. Sjóðirnir hafa því ekki virkað sem
skyldi til að styðja við félög og einstaklinga,
starfinu til bóta.
Lítill vilji er til þess innan HSÞ að sitja á sjóð-
um sem fáir ef nokkur sækir í. Reyndar var lagt
til að sjóðirnir yrðu allir felldir niður í núver-
andi mynd og þeim skipt milli aðildarfélaga
HSÞ sem myndu greiða úr þeim. Tillagan var
felld enda hefði það fyrirkomulag gagnast
lítið minni félögum og sérgreinafélögum sem
bjóða ekki upp á barna- og unglingastarf.
„Við vonumst til að þetta verði jákvæð
breyting, flæðið verði meira og það styrki
starfið. Ég er ánægð með tilraunina. En auð-
vitað verður úthlutun flóknari því að við ger-
um ráð fyrir fleiri umsóknum en áður,“ segir
Gunnhildur. Hún tekur líka fram að engin eigin-
leg fyrirmynd hafi verið að þessari sameiningu
sjóðanna en mikilvægt sé að horfa til nokk-
urra þátta við sjóðina eigi sátt að nást um út-
hlutun úr þeim.
„Fyrir þingið skoðaði ég hvernig aðrir fara
að þessu og tók það besta úr öllum sjóðum.
Þar sá ég margt áhugavert. Mikilvægt er að
úthlutunarreglur séu skýrar. Í mörgum tilvikum
þarf sjóðsstjórn ekki að rökstyðja ákvörðun
sína um úthlutun. Það er ekki heppilegt og
getur valdið óánægju í röðum umsækjenda.
Mun vænlegra til sáttar er að birta rökstuðn-
ing fyrir því að þessi fái úthlutað styrk en annar
ekki,“ segir Gunnhildur og bætir við að það
sé þess virði að endurskoða sjóði félaga enda
sé það liður í því að styðja betur við félög og
iðkendur. Mikilvægt er að stjórnir félaga séu
alltaf opnar fyrir því að endurskoða sjóðina.
„Ef við verðum ekki sátt við þetta nýja fyrir-
komulag sjóðanna getum við breytt því á
næsta þingi,“ segir Gunnhildur hjá HSÞ.
Sameinaðir sjóðir nýtist betur
Gunnhildur Hinriksdóttir, framkvæmdastjóri Héraðssambands Þingeyinga.