Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2022, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.03.2022, Blaðsíða 11
 S K I N FA X I 11 Það er alltaf fagnaðarefni þegar nýjar íþrótta- greinar líta dagsins ljós sem hvetja fólk til þess að hreyfa sig. Skoppbolti (e. pickleball) er sú íþrótt sem vaxið hefur hraðast í Bandaríkjunum síðustu ár. Greinin nam land á Íslandi í sumar. „Ísland er eina landið að okkur virðist í Evrópu þar sem fólk spilar ekki pickleball. Þess vegna ákváðum við að koma og boða fagnaðarerindið,“ segir Harrison Lewis, sem kom til Íslands í sumar ásamt þremur félögum sínum frá Norður-Karólínu í Bandaríkjunum til að kynna hér íþróttina. Pickleball, sem upp á íslensku mætti kalla skoppbolta, er blanda af þremur íþróttagreinum, tennis, badminton og borðtennis, og eru spað- arnir sem eru notaðir í leiknum eins og blanda af þeim þremur. Hægt er að spila skoppbolta nánast hvar sem er og í minni íþróttahúsum því á einum tennisvelli rúmast tveir skoppboltavellir. Skoppbolti leit dagsins ljós í Bandaríkjunum árið 1965 og hefur vegur íþróttarinnar vaxið hratt vestanhafs síðan þá. Þetta er einföld íþrótt sem tveir til fjórir geta spilað, oft innandyra en líka á tennisvöllum utandyra. Þar sem vellir eru minni þurfa keppendur að hreyfa sig minna. Það hent- ar því vel fyrir börn og eldra fólk, að sögn Harrison. Nokkur ár eru síðan einn vina Harrison kynnti fyrir honum skoppbolta. „Foreldrar hans kenndu honum reglurnar. Íþróttin var ekkert sérstaklega vin- sæl á þeim tíma e n núna er eins og allir þekki hana, enda er engin grein að breiða úr sér og verða jafn vinsæl og hún. Ég reyni sjálfur að taka leik á hverjum degi,“ segir Harrison um skoppboltann. Talið er að 4,8 milljón- ir manna spili skoppbolta sér til heilsubótar og gleði að staðaldri. Harrison og félagar hans fengu styrk frá háskóla sínum í heimabænum í Norður-Karólínu til að koma hingað til lands og boða fagnaðarerindið Skoppbolti er heitasta greinin vestanhafs og kynna skoppbolta fyrir Íslendingum. Hann segir fáa ef einhverja hafa þekkt greinina hér áður en þeir komu. Þeir hafi farið víða og kynnt íþrótt- ina á nokkrum vikum. „Við settum upp nokkra velli á Íslandi. Í hvert sinn sem við byrjuðum að spila bar forvitið fólk að og við kenndum fólki að spila,“ segir Harri- son og rifjar upp að þeir félagarnir hafi líka sett upp velli í Tennishöllinni í Kópavogi og rætt við landslið badmintonfólks um að setja upp æfinga- búðir fyrir skoppbolta. Þær viðræður fóru ekki langt. Lítið mál er að setja upp skoppboltavöll. Þegar þeir Harrison og vinir hans gerðu það þurfti aðeins net sem strengt var upp og límband til að marka útlínur vallar. „Börn og ungmenni á Íslandi elskuðu skoppbolta. Það þótti okkur áhugavert því í Bandaríkjunum er skoppbolti vinsælli hjá fullorðnu fólki en yngra fólki. Ég held reyndar að íþróttin henti eldra fólki vel og þess vegna væri gaman að kynna hana betur í þeim röðum,“ segir Lewis. Hvað leggur þú til? Nokkrum sögum fer af uppruna á heiti leiksins, þ.e. pickle. Almenna sagan er sú að heitið vísi í áhöfn báts sem kemur síðast- ur í mark í róðrarkeppni. Önnur saga, sem þó er ótrúverðugri, er sú að hugmyndasmiður leiksins hafi átt hund sem hét Pickle og hann nefnt leikinn eftir honum. Pickleball er líka til á Havaí. Þar nefnist leikurinn Pukaball og er þar vísað í holurnar á boltanum sem keppendur skjóta á milli sín. En hvað á leikurinn að heita á íslensku? Við hjá UMFÍ leggjum til að lesendur leggi í púkkið. Allar tillögur er hægt að senda á umfi@umfi.is. Útgáfu- og kynningarnefnd mun ásamt Móta- og viðburðanefnd leggjast yfir tillögurnar á nýju ári og velja besta nafnið, sem verður kynnt vel til sögunnar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.