Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2022, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.03.2022, Blaðsíða 41
 S K I N FA X I 41 Gamla myndin: Mót verður til F yrsta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Dalvík dagana 10.–12. júlí árið 1992. Árið áður hafði sú hug- mynd komið upp hjá Ungmenna- sambandi Eyjafjarðar (UMSE) að halda landsmót fyrir unglinga innan ungmenna- félagshreyfingarinnar. Þessi hugmynd skaut upp kollinum þegar UMSE sá um Íslands- meistaramót 14 ára og yngri í frjálsíþróttum á Akureyri sumarið 1991. Þar varð til sú hug- mynd að gaman væri að halda stórt mót með mörgum greinum fyrir krakka. Stjórn UMSE kannaði áhugann fyrir slíku móti og þurfti ekki að leita lengi. Félögum og samböndum innan UMFÍ bauðst að vera með og upp úr því var farið að tala um Unglingalandsmót UMFÍ. Upphafsmaður þessarar hugmyndar er Jón Sævar Þórðarson, en hann var framkvæmda- stjóri UMSE á þessum tíma. Strax í upphafi var ákveðið að á mótinu ætti ekki að einblína á góðan árangur í þeim grein- um sem í boði voru heldur var skemmtana- gildið í fyrsta sæti. Í boði skyldi vera þátttaka í ýmsum íþróttagreinum, kvöldvökur, skemmt- un og útivist. Lagt var til að mótið yrði þriggja daga fjölskylduhátíð og haldið þriðja hvert ár. Á mótinu skyldi vera fjölbreytt skemmtidag- skrá fyrir alla aldurshópa en keppendur skyldu vera 16 ára og yngri. Fjöldi keppenda í keppnis- greinum skipti engu máli og engin stiga- keppni skyldi vera haldin. Þrír efstu í hverri grein skyldu þó fá verðlaun. Keppnisgrein- arnar á mótinu áttu alltaf að vera frjálsíþróttir, knattspyrna, sund og skák en síðan máttu mótshaldarar velja aðrar greinar til viðbótar. Á fyrsta unglingalandsmótinu voru 1.078 keppendur skráðir til leiks og voru mótsgrein- arnar átta talsins: frjálsíþróttir, knattspyrna, sund, skák, glíma, golf, hestaíþróttir og borð- tennis. Þetta var því flott byrjun á viðburði sem átti eftir að festa sig í hjartarætur marga manna. Unglingalandsmótið var sett formlega á föstudagskvöldinu með skrúðgöngu kepp- enda inn á leikvanginn sem Hafsteinn Þor- valdsson stjórnaði. Jóhann Ólafsson, þáver- andi formaður unglingalandsmótsnefndar, bauð keppendur og aðra velkomna; Kristján Þór Júlíusson, þá bæjarstjóri Dalvíkur, hélt ávarp og Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, setti mótið við mikinn fögnuð. Á föstudagskvöldinu spreyttu ungir mótsgestir sig í karókí sem fór fram í stóru tjaldi og kvöldið eftir var haldið ball fyrir alla þátttakendur þar sem hljóm- sveitin 1000 andlit hélt fjörinu uppi. Kepp- endur og aðrir sem voru viðstaddir mótið fóru því sáttir og sælir heim eftir vel heppnað fyrsta Unglingalandsmóti UMFÍ á Dalvík.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.