Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2022, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.03.2022, Blaðsíða 32
32 S K I N FA X I Stykkishólmur er mótsstaður næsta Landsmóts UMFÍ 50+. Mótið verður haldið dagana 23.–25. júní 2023 og er undir- búningur þegar hafinn. Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) ber hitann og þungann af mótahald- inu og þar á bæ er öflugur hópur sem mun láta verkin tala. Skagfirðingurinn Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, er öllum hnútum kunnugur í viðburðahaldi og held- ur sem fyrr um undirbúning, skipu- lagningu og framkvæmd bæði Unglingalandsmóts UMFÍ og Lands- móts UMFÍ 50+ í Stykkishólmi. Landsmót UMFÍ 50+ er frábær viðburður sem snýst ekki bara um íþróttir og keppni. Þetta er líka staður til að hitta vini og kunningja, skemmta sér og gleðjast í góðra vina hópi. Allir 50 ára og eldri geta tekið þátt í mótinu og er engin krafa um að vera skráður í íþróttafélag, hvað þá ungmennafélag. Stykkishólmur er afar fallegur bær og mun öll keppnin fara fram í bænum sjálfum eða í útjaðri hans. Keppt verður í hefðbundnum greinum og óhefðbundnum og eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi á mótinu. Gott tjaldsvæði er við hlið golfvallarins í útjaðri bæjarins og þar er tilvalið að koma með hjólhýsi eða húsbíla í Stykkishólm. Tvö spennandi mót Landsmót UMFÍ 50+ 23.–25. júní 2023 Ómar Bragi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ 50+ 2023. ST Y K K IS H Ó LM I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.