Skinfaxi - 01.03.2022, Blaðsíða 18
18 S K I N FA X I
tvö hundruð hundaeigendur sem komu saman á Seltjarnarnesi til að
skokka með hundana sína og það telst mjög góður fjöldi miðað við að
þetta var í fyrsta sinn sem það fór fram. Þetta heppnaðist alveg stór-
kostlega og mikil gleði var í röðum þátttakenda. Ég er viss um að þetta
er viðburður sem á eftir að stækka og stækka með hverju árinu þrátt
fyrir að sumrin séu uppfull af alls konar hlaupaviðburðum,“ segir hann
og sem fyrrverandi hundaeigandi tek ég heilshugar undir að spáin
muni rætast því flestir hundaeigendur hafa mjög gaman af að hittast
með dýrin sín en tækifæri til þess eru af skornum skammti hérlendis.
Íþróttahreyfingin má ekki sofna á verðinum
Valdimar segist hafa áhyggjur af heilsufari landsmanna, enda hafi allar
rannsóknir sýnt fram á að staðan fari ekki batnandi heldur þvert á móti.
Hreyfingarleysi hrjáir marga með tilheyrandi afleiðingum en með því
að standa upp og hreyfa sig, hvort sem er mikið eða mátulega, má
bæta heilsuna og lengja lífið um nokkur ár ef því er að skipta.
„Ég segi ekki að hreyfing sé eina lausnin. En hún getur breytt alveg
gríðarlega miklu fyrir líkamlega heilsu og ekki síður andlega heilsu
fólks. Fátt er verra fyrir manneskju en að sitja heima með eigin hugs-
unum, hreyfa sig ekki neitt og hitta fáa. Áhugi minn snýr að því að finna
fjölbreyttar leiðir fyrir alls konar fólk svo að það geti eflt heilsu sína
með tilkomu íþróttahreyfingarinnar. Ég vil að fjölbreytni og framboð
aukist til muna og þá er ég að meina hvað sem er sem fær fólk til að
langa til að hreyfa sig. Þess vegna mætti skipuleggja mót í gömlum
útileikjum á borð við brennó og kýló. Það er hreyfing alveg eins og
það er hreyfing að spila fótbolta. Það er mín skoðun að íþróttahreyf-
ingin eigi að vera í forsvari fyrir því að fólk á öllum aldri geti stundað
skemmtilega hreyfingu í sínu nánasta umhverfi. Það er alveg sama
hvers konar hreyfing það er. Hundahlaupið er hluti af því að skapa fjöl-
breytni og það sama gildir um hin hlaupin, en hvert þeirra er skipu-
lagt með ákveðinn markhóp í huga,“ segir Valdimar og leggur áherslu
á að það þurfi að halda svona starfi áfram með því að búa til fleiri við-
burði fyrir nýja og mismunandi markhópa og auðvelda fólki að taka
þátt í einhverju sem gefur ánægju, í nærumhverfi sínu.
„Það er risastórt verkefni að fá almenning á hreyfingu. Eina aflið sem
getur tekist á við þetta í nægilega umfangsmiklum mæli er íþrótta-
hreyfingin að mínu viti. Íþróttahreyfingin hefur aðstöðu, mannafla og
þekkingu til að gera þetta og mér finnst að stjórnvöld verði að vinna
í því að fá íþróttahreyfinguna í lið með sér til þess að koma fleirum á
hreyfingu; Ganga, skokka, stunda thai chi, jóga eða bara hvað sem er
sem gerir manni gott. Þetta snýst um forvarnir og lýðheilsu og ég vil
sjá íþróttafélögin okkar sem eins konar miðstöð sem miðlar og kemur
í framkvæmd,“ segir Valdimar og bætir við að læknar séu nú farnir að
skrifa út hreyfiseðla eins og lyfseðla.
„Það eru gefnir út tvö þúsund hreyfiseðlar á ári en vandamálið er ekki
endilega að fólk sé ekki tilbúið að leysa þá út heldur er bara skortur á
aðgengilegu framboði af hreyfingu fyrir alla hópa. Fólk er eins misjafnt
og það er margt. Til dæmis langar ekki alla í líkamsræktarsal að lyfta
lóðum en það er oft það fyrsta sem fólk hugsar þegar talað er um hreyf-
ingu. Þá vantar hugmyndirnar og úrvalið og að upplýsingum um val-
kosti sé haldið að fólki án þess að það þurfi að leita,“ segir hann og
undirstrikar að íþróttahreyfingin megi ekki sofna á verðinum.
„Það breytist allt svo hratt núna. Það sem var vinsælt fyrir fimm árum
það kannski ekki lengur, svo að þau sem starfa fyrir íþróttahreyfing-
una verða að vera á tánum og fylgjast með því, annars rennur félagið
út á tíma og heyrir síðan sögunni til,“ segir hann.
Á Bíldudal er best að vera
Þótt Valdimar sé löngu brottfluttur frá Bíldudal ber hann mjög sterkar
taugar til gamla þorpsins og er afar ástríðufullur þegar kemur að hag
þess og velsæld. Liggur hann svo sannarlega ekki á liði sínu þegar eitt-
hvað stendur til og hefur átt frumkvæði að mörgum uppátækjum og
framkvæmdum. Fyrir um tuttugu árum kom hann, ásamt fleiri brottflutt-
um og heimamönnum, bæjarhátíðinni Bíldudals grænar baunir á lagg-
irnar. Þegar hátíðin hafði fest sig í sessi var auðvitað ekki hætt heldur
var ráðist í að búa til Skrímslasetur til heiðurs vestfirskum skrímslum.
Safnið er opið á sumrin en á veturna er aðstaðan nýtt til útleigu og
annars.
„Þetta er eiginlega menningarsetur. Muggsstofa er í húsnæðinu og
svo er aðstaða fyrir eldri borgara til að stunda félagslíf, bókaklúbbur,
fönduraðstaða og fleira,“ segir Valdimar og það er augljóst hvað hon-
um þykir innilega vænt um bæinn.
„Ég á lítið hús á Bíldudal og þegar ég kem vestur fara batteríin í mér
í sjálfvirka hleðslu. Það er eitthvað svo gott við að vera þarna sem mér
finnst erfitt að útskýra,“ segir hann hugsi og fær sér kaffisopa.
Hótel Bíldudalur á næsta leiti
Frjálsíþróttavöllur, sparkvöllur, skrímslasetur, bæjarhátíð og hvað svo?
Er Valdimar hættur að efla Bíldudal eða er fleira í farvatninu? Hann
segir að svo sé sannarlega ekki.
„Ég gleymdi reyndar alveg að minnast á Arnarlax. Flestir hafa heyrt
um það fyrirtæki, enda eitt stærsta fiskeldi landsins. Færri vita þó að
það var stofnað fyrir tólf árum af nokkrum brottfluttum Bílddælingum í
þeim tilgangi að fjölga atvinnutækifærum á svæðinu. Það gekk vonum
framar og nú starfar þarna fullt af fólki. Við sem stofnuðum fyrirtækið
erum samt löngu hættir og farnir út, enda var markmiðið aðeins að
koma því á fót og láta í hendurnar á öðrum þegar það hefði náð góðri
siglingu,“ segir Valdimar, sem stendur að allri þessari umfangsmiklu
uppbyggingu ásamt þremur vinum sínum sem allir bera sterkar taugar
til bæjarins. Næsta mál á dagskrá verður svo að láta byggja hótel sem
verður sannkölluð bæjarprýði.
„Hótelið er hannað eftir tveimur húsum sem voru byggð árið 1884.
En þau brunnu því miður til kaldra kola árið 1927. Þegar húsin voru
byggð á sínum tíma þóttu þau einhver glæsilegustu hús á Íslandi. Mark-
mið okkar er að láta endurbyggja þessi fallegu hús og reka þar hótel,“
segir Valdimar og sýnir mér teikningar af þessum sérlega flottu húsum
sem minna svolítið á stemmninguna við höfnina á Siglufirði, en hann
sér fram á að byggingarnar verði tilbúnar árið 2024.
Hefur aldrei verið í betra formi
Valdimar er kominn vel yfir sextugt en satt að segja lítur hann ekki út
fyrir að vera mikið eldri en fertugur. Hann segist aldrei hafa verið í jafn
góðu formi og að hann líti á það sem skyldu sína að sýna gott fordæmi.
Hann mætir þrisvar sinnum í viku í litla líkamsræktarstöð í Grafarholti
sem hann lætur mjög vel af. Stöðin heitir Ultraform og hann segir hana
þá allra bestu sem hann hafi komið inn í.
„Svo spái ég alltaf mikið í mataræðið. Ég segi að það sé jafn mikil-
vægt og hreyfingin, ef ekki mikilvægara, en ég hef þetta einfalt og
reyni að flækja ekki hlutina. Reyni bara að borða ekki það sem er ekki
gott fyrir mig, flóknara er það nú ekki,“ segir hann glettinn en bætir
svo við að það takist reyndar ekki alltaf.
„Það er bara best að passa sig að vera ekki alltaf að sulla í því sem er
ekki gott fyrir mann. Mikið betra að taka það allt á einum degi eða
kvöldi, svona svipað eins og þegar menn voru að detta í það,“ segir
hann gamansamur.
Gullmaðurinn Valdimar
Að endingu er gaman að segja frá því að fyrir framúrskarandi störf var
Valdimar heiðraður með Gullmerki UMFÍ, Gullmerki UMSK og Gull-
merki ÍSÍ á dögunum. Gullmerki UMFÍ er veitt af stjórn UMFÍ til handa
þeim sem hafa um árabil unnið öflugt starf fyrir ungmennafélagshreyf-
inguna, verið í forystu í héraði eða á vettvangi UMFÍ eða í áratugi unnið
ötullega að eða tekið þátt í verkefnum sambandsins. Valdimar er sannar-
lega vel að þeim kominn, enda býr hann yfir einstakri náðargáfu þegar
kemur að mannlegum samskiptum, lausnamiðun og stórkostlegri
útsjónarsemi. Á löngum ferli hefur einlæg ástríða hans á heilsueflingu
nýst þúsundum Íslendinga á öllum aldri til að auka lífsgæði sín með
bættri heilsu en sjálfur segist hann hafa fundið fyrir því að ástríða sé
smitandi.
„Þegar fólk finnur fyrir ástríðu langar það til að taka þátt og að vera
með. Það er bara svo einfalt að ef maður hefur ástríðu fyrir góðum mál-
stað sem gagnast mörgum er hægt að flytja fjöll.“
Viðtal: Margrét Hugrún Gústavsdóttir