Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.2021, Blaðsíða 22

Muninn - 01.04.2021, Blaðsíða 22
Það má með sanni segja að frumsýning Leikfélags MA á Hjartagulli, splunkunýjum söngleik eftir leikstjórann Aron Martin Ásgerðarson, gjörðum af lögum og textum akureyrsku hljómsveitarinnar 200.000 Naglbíta, hafi verið sprengigos. Krafturinn í hljómsveit, leikurum og dönsurum var slíkur að ómögulegt var að sitja kyrr í sætum og eins gott að sóttvarnareglur skildu á milli áhorfendahópa. Og þegar leikurinn stóð sem hæst byrjaði að gjósa á Suðurnesjum. Höfundurinn hefur prjónað fallega og ævintýralega sögu í kringum söngtexta Naglbítanna, um ungt fólk og leitina að réttri leið í lífinu. Frá heimilisvanda, gegnum umbrot og öldungang til sátta. Aðalpersónan er skólastelpa, skáld, sem á ekki samleið með jafnöldrum sínum, lendir í útistöðum við skólafélagana, á þó góða vinkonu og bróður, sem er orðinn þreyttur á henni og föður sem reynir að stjórna henni. Hún gefst upp, fer að heiman og villist inn í ævintýraheim þar sem eigast við Neondýrin annars vegar og Skuggaprinsinn með börn sín hins vegar. Þar sveiflast milli góðs og ills uns ævintýrið nálgast veruleikann á ný. Hjartagull er fjölskyldusöngleikur og það má mikið vera ef hann á ekki eftir að lifa lengi og vera tekinn til sýninga hjá öðrum leikfélögum. Verkið sjálft er áhrifamikið og býður upp á margvíslega útsetningu, en sú sem var í Hofi hjá LMA var framúrskarandi góð, og þar voru nemendur skólans í öllum hlutverkum. Tólf manna hljómsveit var pottþétt og útsetningar frábærar, átta manna dansflokkur var sömuleiðis ákaflega góður og dansarnir undirstrikuðu mjög vel það sem var að gerast á sviðinu, sviðshreyfingar hjá stórhópnum öllum voru líka afar vel útfærðar og allt sprúðlandi í lífi. Búningar, hár og förðun afskaplega litríkt og undirstrikaði alvöru og gleði, sviðsmyndin einföld en einkennandi og fullnægjandi með góðum og litríkum ljósum. Leikgleði einkennir jafnan sýningar LMA og ekki er nokkur skortur á henni í Hjartagulli. Og einhvern veginn hefur tekist að prjóna þessa peysu þannig að hvergi verður fundið lykkjufall. Þessir ungu listamenn skila verki sínu eins og alvanir atvinnumenn, hafa þó sumir aldrei stigið á svið fyrr, en aðrir búa að fyrri reynslu. En heildarmyndin sem gerð var úr hverju atriði fyrir sig og stóra myndin sem sést þegar á allt er litið er heil, litrík, lifandi og sannfærandi. Reynsla af þátttöku í félagsstarfi skóla skilar sér í svona verkefni og það er líka dýrmætt skóla að eiga úrval fólks sem hefur stundað nám í tónlist og dansi og tekið þátt í atburðum af því tagi. Og nú er tekin til starfa listnámsbraut MA, sem býr að áratuga langri samvinnu skólans við tónlistarskóla á svæðinu og svo hafa sviðslistir bæst við. HALTU FAST Í HJARTAÐ MITT Umfjöllun um Hjartagull, leikrit LMA 20-21 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.