Muninn - 01.04.2021, Blaðsíða 10
Elsku menntskælingar
Það er magnað hvað við höfum náð að afkasta miklu síðasta árið miðað við aðstæður. En
það er engum öðrum að þakka heldur en ykkur, kæru MA-ingar. Covid-19 setti svo
sannarlega strik í reikninginn og hafði áhrif á okkur öll yfir allt árið. Vissulega hindraði
það margt og er engum óskandi, en þrátt fyrir það þá fórum við okkar eigin leiðir og þið
tókuð þátt á þeim viðburðum sem hægt var. Mig langar að nýta tækifærið og þakka
ykkur öllum og þakka undirfélögunum og nefndum fyrir skipulagningu viðburða á
þessu ári. Dugnaður ykkar og þrautseigjan er ómetanleg og ekki sjálfgefin á svona
tímum.
Við vitum öll að það býr miklu meiri gleði og miklu meira félagslíf innan veggja MA
heldur en hægt var að upplifa í ár. Ég vildi óska þess að hægt hefði verið að bjóða ykkur
upp á meira skemmtilegt, eins og söngsal, flippaðar löngu, kvöldvökur, alvöru
nýnemamóttöku og ÁRSHÁTÍÐ. Ég vona innilega að þið farið ekki vonsvikin út úr MA
eftir þetta skólaár heldur finnið það góða sem var og rennið yfir það sem hefur fengið
ykkur til að brosa.
1.bekkur, ég vona að næstu tvö árin ykkar hér verði frábær, jafn frábær og ég upplifði
þau.
2.bekkur, ég vona að lokaárið ykkar verði ánægjulegt og þið fáið ykkar skammt af
gleðinni og loka árshátíðinni ykkar.
3.bekkur, ég vona að þið labbið sátt í burtu 17. júní og takið með ykkur góðu
minningarnar úr MA. Hlakka til að sjá ykkur þá og gangi ykkur alls hins besta.
Ég vil þakka Óla, Berglindi, Cristinu, Bjarti, Zakka, Úlfi og Jónu fyrir ómetanlega samstöðu
og ánægjulegt samstarf.
Við hefðum viljað gera svo miklu meira fyrir ykkur, bráðum kemur betri tíð ❤
—
Inspectrix Scholae 2020 - 2021
Ína Soffía
ÁVARP
INSPECTRIX
SCHOLAE
8