Muninn - 01.04.2021, Blaðsíða 78
Klukkan er 09:37, það er
laugardagsmorgunn og mig
þyrstir í regnbogann. Ég stíg
upp úr rúminu og geng inn í
eldhús, þar bíður hún mín, hvít
og líflaus skálin kallar á mig.
Rétt eins og ég þá þarfnast hún
regnbogans.
Ég opna skápinn og hristi
kassann, lyktin ríkur í gegnum
nanómeters þykkt plastið er ég
ríf pappann til þess að komast
nær.
Mig þyrstir regnbogann. Um
mig fer fiðringur er ég tek
plastið báðum höndum og
þrykki í sitthvora áttina.
Regnboginn er frjáls, úr
pokanum sturtast hamingjan,
lífsviljinn og allt gott sem að
drífur einstakling eins og mig
áfram.
Lucky Charms varð til í
bandarísku morgunkorns-
verksmiðjunni General Mills á
örlagaríkum degi árið 1964 og
kom síðar sem stormsveipur á
íslenskan markað þónokkrum
árum síðar. Þann 31. mars 2021
hvarf það svo líkt og dögg fyrir
sólu.
Er ég helli mjólkinni yfir kornið
fer ég á annan stað, staður þar
sem ekkert angrar mig, staður
þar sem allt er blátt, grænt,
bleikt og gult.
Alsælu líkri skófla ég
regnboganum í kjaftinn, áður en
ég veit af er ég á botninn
kominn, fylli skálina upp á nýtt
og held áfram að lifa þessari
himnesku tilfinningu. Ég skófla
upp í mig enn einni skeiðinni,
það fer um mig hrollur.
Skyndilega er myrkur og tóm,
ég sötra mjólkina úr botni
skálarinnar og toga Lucky
Charms pakkann að mér, hann
er tómur, ég stend upp og skola
skálina. Ég opna símann minn,
opna MBL eins og flesta morgna
og frís.
„Lucky Charms er hætt í sölu”
Hjartalínuritið stóð flatt.
Lucky Charms
MINNINGARGREIN
76