Mosfellingur - 06.04.2023, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna
- Bæjarblaðið í 20 ár4
Rekstri tjaldsvæðis
á Varmárhóli hætt
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur
samþykkt að loka tjaldsvæðinu á
Varmárhóli í Mosfellsbæ. Í drögum
að deiliskipulagi Ævintýragarðs er
gert ráð fyrir því að framtíðartjald-
svæði verði í Ullarnesgryfjum
en staðsetningin á Varmárhóli
var til bráðabirgða. Á næstunni
verður mótuð stefna um rekstur og
staðsetningu tjaldsvæðis í Mosfells-
bæ en þau sem hafa hug á því að
tjalda í Mosfellsbæ í ár geta hér eftir
sem hingað til nýtt sér tjaldsvæðið í
Mosskógum í Mosfellsdal.
MOSFELLINGUR
kemur næst
út 11. maí
mosfellingur@mosfellingur.is
Barna- og ungmenna-
þing í fyrsta sinn
Barna- og ungmennaþing verður
haldið í fyrsta sinn í Mosfellsbæ
fimmtudaginn 13. apríl. Þingið er
hluti af innleiðingu á verkefninu
barnvænt sveitarfélag. Innleiðingin
á verkefninu tekur 2–3 ár og eru
8 skref í því ferli. Unnið er að
því markmiði að sveitarfélagið
fái viðurkenningu á því að vera
barnvænt sveitarfélag samkvæmt
skilgreiningu Unicef á Íslandi sem
fer fyrir verkefninu. Barna- og
ungmennaþingið er hluti af fyrstu
skrefunum í innleiðingunni og er
í þetta skiptið ætlað nemendum í
5.–10. bekk. Nemendur eru hvattir
til að skrá sig en sætafjöldi er tak-
markaður. Umræðuefni þingsins er í
höndum nemenda. Þingið fer fram í
Hlégarði og mun tónlistarmaðurinn
Jón Jónsson sjá um gleðina.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Guðmundur Ingi
Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafa undirritað
samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samn-
ingurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld
á móti allt að 80 flóttamönnum.
Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur al-
þjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða
hér á landi. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna
þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það
sest að.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráð-
herra, fagnar því að Mosfellsbær bætist í sístækkandi hóp sveitar-
félaga sem undirrita samninga um samræmda móttöku flóttafólks.
„Það er dýrmætt að fá Mosfellsbæ inn í þetta mikilvæga verkefni.
Ég óska sveitarfélaginu til hamingju um leið og ég óska nýjum
íbúum bæjarins velfarnaðar.“
„Við hjá Mosfellsbæ fögnum þessu samkomulagi þar sem það
setur skýran ramma utan um þá þjónustu sem við veitum flótta-
fólki. Það er mikilvægt að sýna samfélagslega ábyrgð og taka vel
á móti fólki á flótta,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mos-
fellsbæjar.
Þetta er áttundi samningurinn sem undirritaður er frá því í nóv-
ember sl. um samræmda móttöku flóttafólks. Auk Mosfellsbæjar
hefur Reykjavík skrifað undir samning, Árborg, Akureyri, Reykja-
nesbær, Hornafjörður, Hafnarfjörður og Múlaþing.
regína og guðmundur ingi
Samningur Mosfellsbæjar og stjórnvalda • „Mikilvægt að sýna samfélagslega ábyrgð“
mosfellsbær tekur á móti allt
að 80 flóttamönnum á árinu
Mosfellsbær hefur ákveðið úthlutunar-
skilmála og lágmarksverð lóða í 5. áfanga
Helgafellshverfis. Innan 5. áfanga verða
fjölbreyttar gerðir íbúða sem mynda bland-
aða byggð í hlíð á móti suðri.
Í þessari úthlutun er óskað eftir tilboðum
í byggingarrétt annars vegar fjögurra fjöl-
býla með 12 íbúðum hvert, alls 48 íbúðir, og
hins vegar sjö raðhúsa, alls 24 íbúðir.
Hverri lóð verður úthlutað til þess aðila
sem gerir hæst tilboð í viðkomandi lóð,
enda uppfylli viðkomandi aðilar skilyrði
um fjárhagslegt hæfi.
Bæði einstaklingar og lögaðilar geta lagt
fram tilboð í byggingarrétt lóða en hver
umsækjandi getur þó aðeins lagt fram eitt
tilboð í hverja lóð.
Áformað er að síðari úthlutun lóða á
svæðinu, sem eru að mestu einbýlishúsa-
og parhúsalóðir, fari fram næsta haust. Sú
úthlutun verður auglýst síðar.
Nánari upplýsingar eins og mæliblöð,
hæðarblöð, greinargerð deiliskipulags og
uppdrætti er að finna á vef Mosfellsbæjar.
Blönduð byggð í hlíð á móti suðri • Úthlutað til hæstbjóðanda • Síðari úthlutun í haust
Úthlutun hafin við Úugötu
í 5. áfanga Helgafellshverfis
Fermingar verða 15. og 16. apríl.
Helgihald um páska í Lágafellssókn
(sjá auglýsingu annars staðar í blaðinu).
skírdagur: Kvöldmessa kl. 20 í
Lágafellskirkju.
Föstudagurinn langi: Guðsþjónusta
kl. 17 í Mosfellskirkju.
Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta
kl. 9 í Lágafellskirkju.
sunnudagur 16. apríl
Kl. 13: Leikja sunnudagaskóli
í safnaðarheimilinu.
sunnudagur 23. apríl
Kl. 11: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju.
Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir
guðfræðingur leiðir helgihald og
kvennakórinn Vox Feminae syngur.
Kl. 13: Sunnudagaskóli í safnaðarheimili.
sunnudagur 30. apríl
Kl. 11: Guðsþjónusta í Mosfellskirkju.
Kl. 13-15: Vorhátíð barnastarfsins í
Lágafellskirkju. Barnakór, saga, hoppu-
kastalar og léttar veitingar í boði!
sunnudagur 7. maí
Kl. 20: Kvöldguðsþjónusta í Lágafells-
kirkju. Sr. Henning Emil þjónar.
krílasálmar - skráning hjá: gudlaug-
helga@lagafellskirkja.is (sjá auglýsingu)
Rafræn fermingarskráning
Skráning fyrir vorið 2024 hefst sumar-
daginn fyrsta 20. apríl kl. 20 fyrir börn
fædd 2010 inn á lagafellskirkja.is
sumarnámskeið lágafellssóknar
2023 (sjá auglýsingu)
Upplýsingar og skráning er hafin á
heimasíðunni okkar.
gaman saman
Annan hvern fimmtudag kl. 12-14
í safnaðarheimilinu í samstarfi við
FAMOS sem eru hina fimmtudagana á
móti, Eirhömrum.
4. maí: söngskemmtun
davíðs og stefáns Helga
– síðasta samveran í safnaðarheimilinu
fyrir sumarið!
Úugata ber nafn
sögupersónunnar
úr bókinni Kristni-
hald undir jökli eftir
Halldór Laxness.