Mosfellingur - 06.04.2023, Blaðsíða 34

Mosfellingur - 06.04.2023, Blaðsíða 34
 - Íþróttir34 j a ko s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna í handbolta hafa átt frábært tímabil í Grill66-deildinni og tryggðu sér deild- armeistaratitilinn þegar þær mættu FH í Kaplakrika þegar ein umferð var eftir. Stelpurnar hikstuðu aðeins í byrjun tímabils en fóru svo í gegnum 13 leiki í röð án taps og unnu deildina með 29 stig í 16 leikjum. Í lokaumferðinni, sem leikin var að Varmá sunnudaginn 2. apríl, tóku þær á móti HK-U og unnu sannfærandi sigur 39-21 og kórónuðu þar tímabilið. Síðasti heimaleikur tímabilsins var í boði Smass sem bauð á leikinn og var vel mætt og góður stuðningur við stelpurnar. Stelpurnar fögnuðu deildarmeistaratitlinum með því að lyfta honum á loft að leik loknum á sunnu- daginn. Fram undan eru spennandi tímar þegar liðið tekur þátt aftur í deild þeirra bestu á næsta keppnistímabili. Árni Bragi Eyjólfsson hefur verið ráðinn sem íþróttafull- trúi í afleysingum fyrir Hönnu Björk Halldórsdóttur hjá Ungmennafélaginu Aftureldingu. Árni Bragi var í sigurliði Aftureldingar í Bikarkeppni HSÍ á dögunum og starfaði síðast hjá &Pálsson samhliða þjálf- un og sem leikmaður Aftureldingar í handbolta. Hann er með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Árni Bragi þekkir mjög vel til hjá Aftureldingu bæði sem leikmaður og þjálfari. Árni er í sambúð með Sigdísi Lind Sigurðardóttur blakkonu og eiga þau eina dóttur. Árni kom til starf 1. apríl og verður í læri hjá Hönnu þar til hún fer í fæðingarorlof. Árni Bragi leysir Hönnu Björk af árni bragi og hanna björk DeilDarmeistarar Grill66-DeilDarinnar fagnað eftir síðasta leik Frábært tímabil hjá stelpunum • Olís-deildin tekur við á næsta tímabili Afturelding hefur fengið markvörðinn Yevgen Galchuk til liðs við sig fyrir átökin í Lengjudeild karla í sumar. Yevgen er 31 árs gamall Úkraínumaður en hann á yfir hundrað leiki að baki í efstu deild í Úkraínu. Yevgen lék síðast með FC Mariupol í úrvalsdeildinni í fyrravetur en félagið var lagt niður eftir innrás Rússa í Úkraínu í fyrra. Yevgen hefur verið í leit að nýju félagi síðan þá en hann hefur ákveðið að taka slaginn með Aftureldingu og verður spennandi að sjá hann í Mosfellsbænum í sumar. Úr úrvalsdeild í Úkra- ínu í aftureldingu Reynslumikill markvörður klár í sumarið yevgen og magnús már þjálfari birna formaður umfa og örn kjærnested frá bakka Bakki framlengir samninginn við aftureldingu Byggingafélagið Bakki hefur framlengt sam- starfssamningi við Aftureldingu til ársins 2024 en fyrri samningur rann út í lok árs 2022. Bakki heldur því áfram að styðja við og verður aðalstyrktaraðili barna- og unglingaráða í blaki, handbolta, knattspyrnu og körfubolta. Merki Bakka verður því sem fyrr framan á keppnis- búningum Aftureldingar í yngri flokkum í þeim deildum sem áður voru nefndar. Afturelding er afar þakklát Bakka fyrir áframhaldandi stuðning við félagið síðustu ár og metur mikils framlag þeirra til stuðnings barna- og unglingastarfi félagsins. bakki framan á treyjum krakkanna

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.