Mosfellingur - 06.04.2023, Blaðsíða 6
- Fréttir úr bæjarlífinu6
Hjólbarðaþjónusta N1
Alla leið
á öruggari
dekkjum
ALLA LEIÐ
Michelin Pilot Sport 5
•Sumardekk fyrir þá kröfuhörðustu
•Veita óviðjafnanlega aksturseiginleika
•Frábært grip og góð vatnslosun
•Endingarbestu dekkin í sínum flokki
Michelin Cross Climate 2
• Sumardekk fyrir norðlægar slóðir
•Öryggi og ending
• Halda eiginleikum sínum vel út líftímann
•Gott grip við allar aðstæður
• Endingarbestu sumardekkin á markaðnum
Afsláttur & punktar
Bókaðu tíma
í dekkjaskipti
í N1 appinu
Bíldshöfða 440 1318
Fellsmúla 440 1322
Réttarhálsi 440 1326
Ægisíðu 440 1320
Klettagörðum 440 1365
Langatanga Mosfellsbæ 440 1378
Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440 1374
Grænásbraut Reykjanesbæ 440 1372
Dalbraut Akranesi 440 1394
Réttarhvammi Akureyri 440 1433
Michelin e-Primacy
• Öryggi og ending
• Frábært grip og góð vatnslosun
• Einstakir aksturseiginleikar
• Ferð lengra á hleðslunni /tanknum
• Kolefnisjafnaður flutningur
frá framleiðanda
Henta vel
fyrir rafbíla
Lokahátíð Stóru upplestarkeppn-
innar í Mosfellsbæ var haldin í
Kvíslarskóla fimmtudaginn 23.
mars.
Þar kepptu til úrslita 12 nemend-
ur úr 7. bekk frá þremur grunnskól-
um Mosfellsbæjar, Helgafellsskóla,
Lágafellsskóla og Kvíslarskóla.
Keppendur lásu svipmyndir úr
sögunni Blokkin á heimsenda eftir
Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu
Sigrúnu Bjarnadóttur og ljóð eftir
Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Auk
þess lásu keppendur ljóð sem þeir
völdu sjálfir.
Allir keppendur fengu viður-
kenningarskjal fyrir þátttökuna,
bókargjöf og rós frá Mosfellsbæ.
Bikarinn í Kvíslarskóla
Úrslit urðu þau að Elín Helga
Jónsdóttir nemandi í Kvíslarskóla
varð í fyrsta sæti, Ingibjörg
Guðný Guðmundsdóttir nemandi
í Kvíslarskóla varð í öðru sæti og
Hrafnhildur Rut Njálsdóttir nem-
andi í Lágafellsskóla varð í þriðja
sæti. Allar fengu þær gjafakort í
verðlaun og bæjarstjóri afhenti
sigurvegaranum bikarinn.
Nemendur frá Listaskóla Mos-
fellsbæjar sáu um tónlistarflutning
og nemendur frá Kvíslarskóla og
Lágafellsskóla lásu ljóð á pólsku og
rússnesku.
Veittar voru viðurkenningar
fyrir skemmtilegar myndir í
dagskrá keppninnar en efnt var
til myndasamkeppni í 7. bekkjum
skólanna. Viðurkenningu hlutu
fjórir nemendur.
Stöllurnar fagna
15 ára afmæli
Kvennakórinn Stöllurnar fagna
15 ára afmæli um þessar mundir
en kórinn var stofnaður árið
2008 af starfsfólki leikskólanna í
Mosfellsbæ. Þær ætla af því tilefni
að halda tónleika í Bæjarleikhúsinu
þriðjudaginn 25. apríl kl. 20. Á
tónleikunum munu þær flytja
falleg lög eftir tónskáldið Magnús
Eiríksson. Meðal þeirra laga sem
flutt verða eru Draumaprinsinn,
Reyndu aftur, Ó þú, Ég elska þig enn
og Einbúinn. Tveir einsöngvarar
koma fram á tónleikunum, það eru
þau Bjartur Sigurjónsson og Jokka
Birnudóttir. Hljómsveit kvöldsins
skipa: Árni Ísaksson píanó, Sigurjón
Alexandersson gítar, Hlynur Sæv-
arsson bassi og Þorsteinn Jónsson
trommur. Agnes Wild aðstoðar við
uppsetningu og kórstjóri er Heiða
Árnadóttir. Aðgangseyrir er 2.000
krónur og er enginn posi á staðnum.
Hægt er að panta miða á kvenna-
korstollur@gmail.com en frítt er
fyrir börn yngri en 12 ára.
Stóra upplestrarkeppnin í Mosfellsbæ • 12 í úrslitum • Elín Helga með sigur af hólmi
7. bekkingar kepptu í upplestri
HrafnHildur rut, Elín HElga og guðný
röðuðu sér í Efstu þrjú sæti kEppninnar