Mosfellingur - 06.04.2023, Blaðsíða 44
Í eldhúsinu
Egill og Gyða skora á Inger og Jónas að deila með okkur næstu uppskrift í Mosfellingi
Lasagne í uppáhaldi
hjá gyðu og agli
- Heyrst hefur...44
heyrst hefur...
...að sóknarpresturinn í Mosfellsbæ,
Ragnheiður Jónsdóttir sé að hætta
og flutt af prestsetrinu á Mosfelli.
...að bikarmeistarinn Árni Bragi sé
búinn að framlengja með Aftureld-
ingu næstu 3 árin og sé auk þess
að fara leysa Hönnu Björk af sem
íþróttastjóri á næstunni.
...að Hilmar Gunn sé tekinn við
viðburðahaldi í Hlégarði.
...að þættirnir Afturelding fari af stað
á Rúv á páskadag og verði sýndir
næstu átta sunnudaga.
...að Mosfellingurinn Dóri DNA verði
með uppistandssýninguna sína í
Hlégarði á sumardaginn fyrsta.
...að Mosfellingurinn Heiðdís
Chadwick Hlynsdóttir fari með stórt
hlutverk í nýrri íslenskri hrollvekju
sem ber heitið Óráð.
...að Andri og Karen á Eyjum II séu
tekin við rekstrinum á Kaffi Kjós.
...að lögreglan sé búin að vera að
leita eiganda peninga sem fundust í
verslun í Mosó á dögunum.
...að handknattleiksmaðurinn Blær
Hinriksson hafi bæði unnið bikar
með Aftureldingu og Edduna sömu
helgina.
...að Bjartur Steingríms úr VG í Mosó
sé búinn að segja sig úr flokknum.
...að Ólöf Sívertsen sé nýr forseti
Ferðafélags Íslands.
...að dýrasti hluturinn á uppboðinu á
herrakvöldi Aftureldingar hafi verið
sleginn á 3,2 milljónir en það var
áritaður gítar frá Kaleo.
...að verið sé að fara skipta um allt
gervigrasið á vellinum að Varmá á
næstu vikum.
...að búið sé að auglýsa eftir nýjum
skólastjóra í Krikaskóla þar sem
Þrúður er að hætta.
...að Mosfellsbær ætli að taka á móti
allt að 80 flóttamönnum á árinu.
...að Patti og Unnur Ósk eigi von
á barni.
...að búið sé að loka endanlega
tjaldsvæðinu við Kvíslarskóla.
...að Guðrún Þóris sé orðin forseti
Gray Line Worldwide.
...að úthlutun lóða í Úugötu í
Helgafellshverfi sé hafin og
seljast þær hæstbjóðanda.
...að Ásdís Skúla verði fertug
um páskana
...að Grétar á Blik hafi sigrað á
Íslandsmóti barþjóna á dögunum
með kokteilnum Sykraða sítrónan.
...að Aftureldingarkonan Sylvía Björt
Blöndal sé markadrottning Grill 66-
deildar kvenna.
...að Steindi Jr. verði með PubQuiz í
Bankanum fimmtudaginn 13. apríl.
...að Ísak og Kamilla hafi eignast
dreng í vikunni.
...að Keli Guðbrands og Halla Heimis
ætli að gifta sig í sumar.
mosfellingur@mosfellingur.is
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Emilía Móa Viktorsdóttir fæddist á
Akranesi 25. janúar 2023. Hún fæddist
3.666 gr og 50 cm. Foreldrar eru Sara
Lind Stefánsdóttir og Viktor Jónsson.
„Okkur hjónum finnst ákaflega gaman að
bralla eitthvað í eldhúsinu. Persónulega
finnst mér mjög leiðinlegt að fara eftir
flóknum uppskriftum og reynum við oftar en
ekki að einfalda hlutina. Lasagne er í miklu
uppáhaldi hjá okkur, sérstaklega hjá dætrum
okkar.“
Kjötsósan
• 500 gr nautahakk + 500 gr nautgripahakk
eða eitthvað sem er aðeins feitara
• 3-4 hvítlauksrif
• Hálfur laukur
• 5 meðalstórar gulrætur
• 2 stilkar af selleríi
• 1 lítil dós af tómatpúrru
• 1 dós af hökkuðum tómötum
• 2 bollar af góðu rauðvíni (val)
• Ólífuolía og smjörklípa
• Salt og pipar
Hvíta sósan
• 500 gr kotasæla
• 1 egg
• 1 bolli parmesan ostur
• Smá skvetta af rjóma til að þynna aðeins út
• Nokkur lauf basil
• Salt og pipar
Saxið gulrætur, laukinn, sellerí og hvítlaukinn
smátt. Setjið smjör og ólífuolíu í pott og steikið
grænmetið. Þegar það er farið að mýkjast,
bætið þá kjötinu við og tómatpúrru. Það er
lykilatriði að salta og pipra á öllum stigum
málsins. Þegar þetta hefur blandast vel má
setja rauðvínið út í en má sleppa. Ná upp
suðunni og bæta þá hökkuðu tómötunum við.
Þegar þetta hefur blandast vel má loka og
leyfa að malla í 30 mín, því lengur því betra.
Hvíta sósan; blandið öllu saman í skál og
hrærið vel.
Takið eldfast mót og setjið kjötsósu í botn-
inn, svo lasagneplötur, lag af hvítu sósunni,
lasagneplötur og svo koll af kolli þannig að
efsta lagið sé kjötsósa. Setjið inn í ofn á 200
gráður með álpappír yfir í 30 mín, takið svo
álpappírinn af, setjið rifinn ost og 30 mín í
viðbót án álpappírs. Leyfið að standa í 20
mín á borðinu. Gott að hafa ferskt salat með
eða hvítlauskbrauð, en þarf ekki. Svo er
þetta ekki verra daginn eftir.
j a ko s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r
Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is
aftureldingarvörurnar
fást hjá okkur
Skóli
lífSinS!
Þátttaka í félagsstörfum líkt og
nemendafélagi, stúdentafélagi,
ungmennaráði, fyrirlestrum/kynn-
ingum og öðru er skóli lífsins fyrir
mér.
Öll þessi störf gefa okkur mis-
munandi reynslu fyrir mismunandi
hluti. Sjálf hef ég setið í þónokkrum
félögum og ráðum og sé ekki eftir
neinu.
Þau hafa mótað mig sem einstakl-
ing og hjálpað mér að finna hvað
mig langar að gera í framtíðinni.
Annað sem þessi félög og ráð eiga
sameiginlegt er að þau eru flest öll
sjálfboðavinna.
Störf sjálfboðaliða eru mikilvæg
samfélagsleg verkefni, hluti af
félagsfærni og leiðtogaþjálfun. Þetta
er svo mikil reynsla en á sama tíma
getur þetta auðvitað verið mikil
vinna. Það sem heldur mér í því að
halda áfram í sjálfboðaliðavinnu er
að ég finn að vinna mín skilar sér til
annarra, ég er að gera gagn.
Ég sat í ungmennaráði Mosfells-
bæjar þar sem við ræddum mikið um
það af hverju við ættum að fá greitt
fyrir okkar störf líkt og önnur ráð
innan bæjarins.
Eftir langa baráttu fór það í gegn
og fær ungmennaráð Mosfellsbæjar
greitt fyrir sín mikilvægu störf. Öll
málefni snerta ungt fólk og því er
mikilvægt að hafa ungt fólk með í
umræðunni.
Ef þú hefur ekki áhuga á því að
sitja í stjórn félags þá er líka hægt
að vera þátttakandi sem er líka jafn
mikilvægt. Það er margt sem við
lærum á því að mæta á viðburði sem
við lærum ekki í skóla.
Þriðja sem allir þessir þættir eiga
sameiginlegt er skipulag!
Það er svo mikilvægt að vera
skipulagður og hugsa um heilsuna.
embla líf