Mosfellingur - 11.05.2023, Síða 8

Mosfellingur - 11.05.2023, Síða 8
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. - Fréttir úr bæjarlífinu8 MENNINGARFERÐ Á KJARVALSSTAÐI 17. MAÍ Menningarhópurinn Mosó+ nýstofnaði ætlar að fara sína fyrstu heimókn. 17. maí kl. 13:00 frá bílaplaninu á móti bæjarleikhúsinu. Þar ætlum við að skoða afmælissýningu Kjarvalsstaða og þær sýningar sem eru í boði. Á veitingastaðnum Klömbrum Bistrø er upplagt að njóta útsýnisins og þeirra ljúffengu veitinga sem þar eru á boðstólum og fáum við eplaköku og kaffi á 1.650 kr. kl. 15:30. Aðgangsverð í safnið er 2.150 kr. (hægt að kaupa menningarkort sem kostar það sama og gildir út ævina, en þeir sem eiga menningarkort fá frítt inn). Þeir sem hafa áhuga á að koma með og sameinast í bíla hafið samband í síma 698- 0090/586-8014 eða á elvab@mos.is.  BestukveðjurfrástjórnMenningarhópsinsMosó+ STJóRN FAMoS Jónas Sigurðsson formaður s. 666 1040 jonass@islandia.is Jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður s. 899 0378 hanna@smart.is Þorsteinn Birgisson gjaldkeri s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com Guðrún K. Hafsteinsdóttir ritari s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is ólafur Guðmundsson meðstjórnandi s. 868-2566 polarafi@gmail.com Ingibjörg G. Guðmundsdóttir varamaður s. 894-5677 igg@simnet.is Áshildur Þorsteinsdóttir varamaður s. 896-7518 asath52@gmail.com Skemmtikvöld með Valgeiri Guðjóns Skemmti- og huggukvöld með Val- geiri Guðjónssyni Bakkastofubónda og frú verður haldið í Hlégarði fimmtudagskvöldið 8. júní. Valgeir Guðjónsson þarf vart að kynna enda hafa lög hans og textar markað spor í þjóðarsál landans í um fimmta tug ára. Á þessu Hlégarðskvöldi mun hann miðla gestum úr hinum margbreytilega lagabálki sínum úr þátíð og nútíð. Vegir hans hafa legið til allra átta og ná yfir tónsmíðar fyrir hljómsveitir, kvikmyndir, sjónvarp, hvatningarlög, leikhús og einleik og nú síðast sagnatónlistina Saga Musica. Þegar kemur að sköpunargáfunni og lagasmíðum virðast Valgeiri ekki halda nokkur bönd. Hann mun ásamt frú Ástu Kristrúnu flétta inn á milli laga persónulegar frásagnir, en þess má geta að Ásta rekur ættir sínar í hina upprunalegu Mosfellsveit, sjálfa Reykjafjölskylduna, þar sem hún dvaldi oft í bernsku. Valgeir Guð- jónsson er ekki síður þekktur fyrir alúðlegan og hlýjan frásagnarmáta þar sem skopskynið er aldrei langt undan og því full ástæða til að verða hluti af þessu einstæða skemmti- og huggukvöldi. Miðaverð er 2.500 kr. og fer salan fram á Tix.is. Barnakór Lágafellskirkju Kemur 15. maí og syngur kl. 16:30 í salnum Hlaðhömrum 2. Stjórnandi kórsins er Valgerður Jónsdóttir. Útsaums og postulínsmálun Minnum á útsaumshópinn okkar á miðvikudögum og postulínsmálun á fimmtudögum. Félagsstarfið Verið velkomin í félagsstarfið alla virka daga kl. 11:00-16:00 og föstu- daga kl. 13:00-16:00. FéLAG ALdRAÐRA í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is nemendur á leirnámskeiði Nemendur á myndlistarnámskeiði ásamt kennaranum Hannesi Valgeirsyni. Þau eru með sýningu í Lágafellslaug þessa dagana. Lið Lágafellskóla er komið í úrslit í Skólahreysti 2023. Liðið er skip- að þeim Arnari Loga, Birki Snæ, Emblu Maren, Guðna Geir, Hildi Kristínu og Söru Maríu. Þau lentu í 2. sæti í sínum riðli en fjögur uppbótarlið með bestan árangur í riðlunum átta komust inn í úrslit sem verða þann 20. maí í Laugardalshöll. Þjálfari liðsins er Frikrik íþróttakennari skólans. Lentu í 2. sæti í sínum riðli • Frábær stuðningur úr stúkunni • Úrslit í Laugardalshöll skólahreystilið lágafells- skóla er komið í úrslit

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.