Mosfellingur - 11.05.2023, Qupperneq 12
- Frítt, frjáls og óháð bæjarblað12
Mosfellingurinn Bjarki Þór Sigurjóns-
son er í útskriftarhóp Tækniskólans
í grafískri miðlun sem heldur viða-
mikla útskriftarsýningu dagana 12.-
18. maí.
Á sýningunni gefur að líta fjöl-
breytt verk eftir 19 nemendur, allt frá
ljósmyndum upp í innbundnar
bækur og prentgripi, þar á
meðal ljósmyndabækur,
auglýsingar, umbúðir,
bæklinga og tíma-
ritið Ask, sem er
samstarfsverk-
efni nema
í grafískri
miðlun.
„Þetta er búið að vera rosalega
skemmtilegur tími og ég mæli
heilshugar með náminu, það er
yfirgripsmikið og fá nemendur
fjölbreytta kennslu í grafískri miðl-
un, stofnun og rekstri fyrirtækis og
fleira. Ég náði að tengja Mosfellsbæ
aðeins inn í lokaverkefnið mitt, en við
áttum að setja upp ráðstefnu og
hafði ég Mosfellsbæ sem einn af
styrktaraðilunum,“ segir Bjarki
Þór hlæjandi.
Sýningin er til húsa í gamla
sjómannaskólanum við Há-
teigsveg 35-39 og er opin kl.
15-18.
Öllu til tjaldað á útskriftasýningu • Grafísk miðlun
Bjarki Þór tekur þátt
í viðamikilli sýningu
TIL LEIGU
Mjög gott, nýtt iðnaðarbil. Um 275 fm - aðalsalur + milliloft. Stór innkeyrsluhurð tæpir
5m að hæð. Stór salur með góðri lofthæð, milliloft innst í bilinu. Salerni og sturta. Eldhúsinn-
rétting verður sett upp í samráði við leigjanda. Epoxy á gólfum.Góð niðurföll og aðgangur að
rafmagni og vatni. Steypt bílaplan fyrir framan hús. Mjög snyrtilegt, nýtt og gott iðnaðarbil.
Leiguverð á bilinu 2.500-3.000 kr. per fm.
Fer eftir nánara samkomulagi, tímalengd og tryggingum.
Græn sorptunnuflokkun er hafin í
kirkjugörðum Lágafellssóknar
Við Lágafell, eldri og nýja Mosfells-
kirkjugarð var nýlega sett upp sorptunnu-
skýli með flokkunartunnum.
Nú er möguleiki fyrir aðstandendur
leiða í kirkjugörðum og fyrir starfsemi
kirkjunnar að flokka í eftirfarandi:
Lífrænan garðaúrgang, blandað/almennt,
pappír/pappa og plast.
Fólk er vinsamlegast beðið um að
fjarlægja sjálft með því að fara með heim
eða í Sorpu ef um annan sorpúrgang er að
ræða t.d. málma, kerti ofl.
Lágafellssókn á grænni leið
Notkunin á nýja frískápnum í Mosfellsbæ
fer vel af stað. „Mosfellingum ber að þakka
fyrir frábær viðbrögð því nánast á hverjum
degi er matur settur í skápinn sem annars
væri hent og þannig minkum við matarsó-
un,“ segir Gerður Pálsdóttir einn umsjón-
armanna.
Unnið er að því að fá fyrirtæki og veit-
ingastaði hér í bæ í samstarf. Meðlimir í
Facebook grúbbunni eru orðnir rúmlega
700. Skápurinn er staðsettur bak við Kjarna
í porti þar sem „gamli“ Bónus var með
vöruafhendingu
Í Facebook-hópnum er hægt að sjá nán-
ari leiðbeininar um staðsetningu en verið
er að skoða hvort hægt að að útbúa skilti
fyrir ofan skápinn.
Hér eru helstu leiðbeiningar varðandi
noktun skápsins:
• Allir geta nýtt matinn í skápunum
ókeypis.
• Neysla matarins er á eigin ábyrgð.
• Setjið aðeins neysluhæfan mat í skáp-
ana, mat sem þið mynduð borða sjálf.
• Gangið vel um skápana og kringum þá.
• Takið aðeins mat til eigin þarfa munið að
fleiri en þið þurfa að fá að borða. Deilum
og tökum tillit til annarra.
• Gott er að merkja heimatilbúna rétti
með dagsetningu og innihalds lýsingu.
• Athugið „best fyrir” dagsetningar
treystið eigin lyktar- og bragðskyni.
• Helst ekki hrátt kjöt, fiskur eða eggja-
vörur.
• Engar opnar niðursuðudósir og krukkur.
• Best ef mikið er af brauði að pakka vel
inn hverju fyrir sig.
• Ekkert áfengi né áfenga drykki .
• Gott að mynda og senda skilaboð á FB
hópinn þegar bætt er í skápana.
Íbúar skiptast á mat • Góð leið til að minnka matarsóun
Frískápurinn í Mosó
fær góðar viðtökur