Mosfellingur - 11.05.2023, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 11.05.2023, Blaðsíða 14
Sérsniðin þjónusta til byggingaraðila A L L T . I S - A L L T @ A L L T . I S - 5 6 0 5 5 0 5 - Bæjarblað í 20 ár14 Það er nóg að gera hjá Gísla í Dalsgarði, en nú fer túlípanatímabilinu senn að ljúka. Gísli stóð fyrir túlípanasýningu á hlaðinu en þar var að finna 87 tegundir af túlípön- um sem allir voru ræktaðar þetta tímabilið í Mosfellsdalnum. Gísli stefnir að því að hafa framvegis árlega túlípanasýningu á sumar- daginn fyrsta fyrir gesti og gangandi. Túlípanatímabilið stendur yfir frá miðj- um desember til 15. maí og hefur Gísli tvisvar sinnum farið á túlípanasýningu í Hollandi. „Þar lærir maður að tímasetja þá þannig að þeir blómstri á sama tíma,“ segir Gísli. „Túlípanar eiga bara að vera árstíða- bundin vara, nú er eftirspurn eftir að hafa þá í gangi allt árið, þá þarf að flytja þá inn frá Ástralíu. Það er miklu skemmtilegra að þeir eigi bara sitt tímabil og fólk hlakki þá til að fá þá aftur á vorin,“ bætir hann við. En eitt tekur við af öðru og fara nú sum- arblómin að verða tilbúin. „Salan á sumar- blómunum byrjar 20. maí, en það er í fyrsta skipti sem ég prófa það, systkini mín hafa aðallega verið í sumarblómunum hingað til,“ segir Gísli og stefnir á að vera með ágætis úrval af blómum að eigin sögn. Eftirspurning jókst í Covid Vegna aukinnar eftirspurnar eftir af- skornum blómum bætti Gísli við nýrri álmu í Dalsgarði, 400 fm gróðurhúsi og er nú afkastagetan um 1,5 milljónir túlípanar yfir tímabilið. „Þegar Covid skall á urðu blómabændur hræddir um sölustopp. En það varð akkúrat öfugt og eftirspurnin jókst mikið þegar fólk fór að vera meira heima sem endaði með blómaskorti.“ Í Dalsgarði eru 9 fastráðnir starfsmenn allt árið og alveg upp í 14 manns á veturna. „Fólki líður vel að vinna í gróðurhúsunum og kemur aftur og aftur til okkar. Ég væri til í að sjá meiri vinnu við garðyrkju í Mos- fellsbæ og skapa þannig fleiri störf,“ segir Gísli. Allt í blóma í dalnum • Sala sumarblóma hefst 20. maí Sumarblómin taka við af túlípönunum gísli í dalsgarði ásamt 87 tegundum af túlípönum Opið í ÞverhOlti 5 13-18 mán-fös., 11-14 laugardaga Áttu von á barni? Við eigum fullt af garni! RÖSK vinnustofa Sérhæfum okkur í prentun á persónulegum gjöfum - púdar - veggplattar - ísskápsseglar - Kíkid á okkur á Facebook - roskvinnustofa@gmail.com Næsta blað kemur út: 8. júNí Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 5. júní. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.