Mosfellingur - 11.05.2023, Qupperneq 18

Mosfellingur - 11.05.2023, Qupperneq 18
 - Bókasafn Mosfellsbæjar18 í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 13. maí kl. 12-15 Fögnum sumri með Dr. BÆK Við hvetjum allt hjólreiðafólk til að koma með hjólhesta sína í fría ástandsskoðun hjá doktornum í upphafi sumars. Hann kemur með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla. Doktorinn skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra. RITSMIÐJA fyrir 10-12 ára í Bókasafni Mosfellsbæjar 12.-14. júní kl. 9:30-12:00 Í smiðjunni læra þátttakendur að: > búa til skemmtilegar sögupersónur > skrifa spennandi sögur > skrifa handrit að stuttmynd Smiðjustjóri er Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur. Eva Rún skrifar bækur, hljóðbækur og sjónvarpshandrit fyrir krakka. Hún hefur m.a. skrifað bækurnar um Stúf, hljóðbækurnar Sögur fyrir svefninn og sjónvarpshandrit fyrir Stundina okkar. Smiðjan er ókeypis og allt efni innifalið. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Skráningar sendist á bokasafn@mos.is Sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar Allir velkomnir! Í síðustu sögustund vetrarins fáum við til okkar góða gesti. María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir koma í safnið og lesa nýju bókina sína Úlfur og Ylfa: Ævintýradagurinn. Í dag ætlar Úlfur að fara í ævintýra- leiðangur með Ylfu, bestu vinkonu sinni. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera þegar ímyndaraflið er með í för! Íslenskur mói getur breyst í sléttur Afríku og lítil tjörn orðið að Atlantshafinu. Úlfur getur ekki beðið eftir að segja mömmum sínum frá ævintýrum vinanna í lok dags. Öll velkomin! Þriðjudaginn 30. maí kl. 16:45 Listasalur Mosfellsbæjar Listamannaspjall á laugardaginn Listasalur Mosfellsbæjar býður ykkur vel- komin í listamannaspjall í tengslum við sýningu Berglindar Ernu Tryggvadóttur og Geirþrúðar Einarsdóttur, Litlar lindir, laugardaginn 13. maí kl. 14. Í sýningunni rannsaka þær sögu Mos- fellsbæjar, og tengja við eigin sögu. Þær skoða umhverfið og landslag, náttúruleg fyrirbrigði og minningar sem fléttast upp- vexti seint á síðustu öld. Lindir sköpunar- kraftsins leynast víða. Sýningin stendur til og með 19. maí. Berglind og geirþrúður

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.