Mosfellingur - 11.05.2023, Side 21

Mosfellingur - 11.05.2023, Side 21
Kæru íbúar Þá er komin tímasetning á dreifingu á nýjum tunnunum undir matarleifar í hvert hverfi hjá okkur í Mosfellsbænum. Öll heimili fá plastkörfu og bréfpoka til að safna matarleifum innanhúss og verður það afhent með tunnunni. Sérbýlin fá eina tvískipta gráa 240 lítra tunnu merkta matarleifum og blönduðum úrgangi, gamla gráa tunnan verður endurmerkt fyrir plastumbúðir og blá tunnan fær einnig nýjan miða fyrir pappír/pappa. Fjölbýlin fá brúna 140 lítra tunnu merkta matarleifum. Tunnur verða endurmerktar sömuleiðis með nýju miðunum en heildar lítrafjöldi tunna verður ekki aukinn nema í einstaka tilfellum. Nýtt flokkunarkerfi þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Stærsta breytingin er að heimili munu fá tunnu fyrir matarleifar ásamt tunnum fyrir pappír og plast. Meðfylgjandi kort sýnir dreifingaráætlun fyrir tunnurnar hér í Mosfellsbæ: Vika 21 (21. maí - 27. maí) merkt með gulu á korti Tún, Hlíðar og Höfðar Vika 22 (28. maí – 3. júní) merkt með grænu á korti Tangar Vika 23 (4. júní – 10. júní) merkt með rauðu á korti Holt og Arnartangi Vika 24 (11. júní – 17. júní) merkt með bláu á korti Krikar, Teigar og Lönd Vika 25 (18. júní – 24. júní) merkt með bleiku á korti Leirvogstunguhverfi og dreifbýli Vika 26 (25. júní – 1. júlí) merkt með svörtu á korti Helgafellshverfi og Reykjahverfi

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.