Mosfellingur - 11.05.2023, Síða 30

Mosfellingur - 11.05.2023, Síða 30
 - GM snillingar 65+18 www.mosfellingur.is30 Afturelding fékk endurnýjun á viðurkenn- ingu félagsins sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi þess í Hlégarði í Mosfellsbæ fimmtudaginn 27. apríl. Allar 11 deildir félagsins fengu viðurkenninguna auk að- alstjórnar. Það var Andri Stefánsson framkvæmda- stjóri ÍSÍ sem sá um að afhenda viðurkenn- ingarnar fyrir hönd ÍSÍ. „Það er mjög mikil- vægt fyrir félagið að hafa alla ferla uppfærða í síbreytilegu umhverfi sem íþróttastarf er í. Það er dýrmætt að geta leitað á einn stað varðandi hin ýmsu mál sem upp koma í íþróttastarfinu.“ Handbækurnar sem styðja við starfið má finna á heimasíðu Aftureldingar. 8. flokkur drengja Aftureldingar í körfu- bolta lék í lokamóti Íslandsmótsins nú um helgina í Garðabæ og endaði liðið í þriðja sæti sem er besti árangur í sögu körfuknatt- leiksdeildarinnar. Íslandsmótið í 8. flokki í körfubolta er fyrir leikmenn í 8. bekk og yngri. Leikið er í 5 fjölliðamótum yfir veturinn þar sem eru 5 lið í hverjum riðli, A-riðill er sambærilegur við efstu deild og lið fara milli riðla yfir vet- urinn þannig að bestu liðin enda að lokum í A-riðli. Lið Aftureldingar vann sig upp í A-riðil í vetur og keppti í honum um helgina á síðasta fjölliðamóti vetrarins. Allir leggja sitt af mörkum Lokastaða mótsins var að Stjarnan varð Íslandsmeistari, Fjölnir í öðru sæti og Aft- urelding í því þriðja. Leikmenn helgarinnar voru Ari Kristinn Jóhannesson 2 stig, Björgvin Már Jónsson 36 stig, Dilanas Skertys 20 stig, Halldór Ingi Kristjánsson 45 stig, Kristófer Óli Kjartans- son 13 stig, Róbert Maron Róbertsson 2 stig, Sigurbjörn Gíslason 35 stig, Sigurður Máni Brynjarsson 10 stig, Sölvi Beck 18 stig og Sölvi Már Lárusson 7 stig. Þjálfari liðsins er Sævaldur Bjarnason og honum til aðstoðar Hlynur Logi Ingólfsson. Hvað er verið að gefa þeim að borða? Það verður spennandi að fylgjast með liðinu sem er gríðarlega hávaxið, svo hávax- ið að í körfuboltaheiminum er spurt hvað sé verið að gefa ungu fólki í Mosfellsbæ að borða. En það er ekki bara hæðin sem er að skila árangrinum, það eru allir að leggja sitt af mörkum í liði Aftureldingar. Mörg liðanna byggja á einum sterkum leikmanni sem skorar meirihluta stig- anna, en það á ekki við um Aftureldingu. Stigaskor er þó ekki eini mælikvarðinn því fráköst, stoðsendingar, blokka boltann og verjast sem ein heild er allt mikilvægur hluti af sigri. Það er því greinilegt að framtíðin er björt í körfuboltastarfinu í Aftureldingu. 8. flokkur drengja í körfubolta á lokamóti Íslandsmótsins Eitt af þremur bestu liðum á Íslandi í dag sigurreifir í mótslok Allar 11 deildir Aftureldingar fengu viðurkenningu Fyrirmyndarfélag ÍSÍ deildirnar taka við viðurkenningu

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.