Mosfellingur - 11.05.2023, Qupperneq 36
- Fréttir úr bæjarlífinu36
Kvennakórinn Stöllurnar stóð fyrir stór-
glæsilegum vortónleikum, þann 25. apríl
í Bæjarleikhúsinu. Leikhúsið var fullt
upp í rjáfur og komust færri að en vildu.
Á tónleikunum voru fluttar margar af
fallegustu perlum tónskáldsins Magnúsar
Eiríkssonar.
Kórinn hefur starfað hér í bæ, undir leið-
sögn Heiðu Árnadóttur sl. 15 ár. Stöllurnar
voru svo heppnar að hljóta úthlutun úr
Samfélagssjóði Kaupfélags Kjalanesþings
til menningarmála og hafa kappkostað að
koma þeim fjármunum til góðra nota.
Stöllur fengu til liðs við sig einvala lið frá-
bærra tónlistamanna til að gera tónleikana
sem glæsilegasta.
Auk tónleikanna í bæjarleikhúsinu buðu
Stöllurnar einnig heimilisfólki á hjúkrun-
arheimilinu Hömrum uppá einkatónleika
með broti af því besta.
Stöllurnar héldu vortónleika
Fullt upp í rjáfur í leikhúsinu • Perlur Magnúsar Eiríkssonar
sungið í bæjarleikhúsinu
Það var mikill fjöldi kvenna sem kom á opnunarviðburð kvennadeildar Golfklúbbs Mos-
fellsbæjar og fögnuðu saman með gleði að golfsumarið er að byrja.
Mikil og metnaðarfull dagskrá verður í sumar.
140 konur mættu til að kynna sér dagskrá sumarsins
GM konur starta
sumrinu með trukki
metmæting hjá gm konum
Þrautahlaup á borð við Better You KB
þrautina verða vinsælli á heimsvísu með
hverju árinu sem líður.
Ástæðurnar eru margvíslegar, en það
sem vegur líklega þyngst er að það er pláss
fyrir alla. Aldur og líkamlegt ástand skiptir
ekki öllu máli, allir eiga möguleika á að
klára þrautirnar með sínu lagi. Annað sem
vegur þungt er að langflestir taka þátt með
öðrum – vinum, fjölskyldu, vinnuhóp eða
æfingahóp og hópeflið í því að vera með er
mikið og sterkt.
Þátttakendur fjölgar ár frá ári
Sérstaða KB þrautarinnar í Mosó er að
það engin tímataka og enginn sigurvegar
krýndur. Áherslan er öll á að komast í gegn-
um þrautabrautina, í góðum félagsskap.
Hraðinn skiptir ekki öllu, heldur að gefast
ekki upp, leysa verkefnin og vaxa við það.
Sumar þrautirnar eru erfiðari en aðrar,
þá skiptir máli að hjálpa og fá hjálp frá
öðrum. Það er ótrúlega gefandi að komast
að því að maður getur yfirleitt alltaf meira
en maður heldur.
Þetta er fjórða árið KB þrautin er haldin,
þátttakendum fjölgar ár frá ári og stór hluti
þeirra sem tekur þátt, vill vera með aftur.
Þegar þetta er skrifað er nánast orðið fullt
í þrautina, en hugsanlega eru nokkur sæti
laus. Nánar um það á www.kettlebells.is
Allir eiga möguleika að klára þrautirnar með sínu lagi
Better You KB þrautin
laugardaginn 20. maí
fyrir stelpur og stráka á aldrinum 6-16 ára
6.-8. júní og 9. - 11. júní
Skráning
í gangi
afturelding. is
Nánari upplýsingar: l iverpool@afturelding. is
í moSfellSbæ
MOSFELLINGUR