Mosfellingur - 11.05.2023, Qupperneq 42

Mosfellingur - 11.05.2023, Qupperneq 42
Heilsumolar gaua - Aðsendar greinar42 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is TónlisT og Tímabil Tónlist er mögnuð. Tónlist getur haft upplífgandi, hressandi, ró- andi, hvetjandi, skapandi og margs konar áhrif á okkur sem hlustum. Ég er ekki alæta á tónlist, en get hlustað á margt. Ég hef farið í gegnum nokkur ólík tímabil þar sem fátt komst að í einu. Það fyrsta sem kveikti almennilega í mér var þegar Maggi Jóns setti Ísbjarnarblús kass- ettu í græjurnar hjá Siggu frænku á Hvammstanga. Við vorum báðir á leið í sveitina og sátum þarna saman í sófanum og hlustuðum á þessa snilld. Bubbi fylgdi mér áfram og ég bætti Adam & the Ants, AC/DC, Kiss og Iron Maiden og fleiri góðum á TDK kassetturnar mínar (Spotify þess tíma). Svo datt ég á unglingsárum inn í nýrómantíkina. Depeche Mode varð þá besta hljómsveit í heimi og Maiden og Kiss fóru upp í hillu. Dur- an náði mér svo á efri unglingsárum, man enn eftir því þegar það gerðist. Ég sat unglingslega í hægindastól í Brautarásnum þegar tónleikaferða- lagsmyndin þeirra, Sing Blue Silver, fór í gang í sjónvarpinu. Planið var ekki að stökkva inn í þennan heim, en Duran náði mér þarna alveg og Depeche Mode fór upp í hillu með hinum. Það er of langt mál að telja upp öll tímabilin sem fylgdu á eftir, en á meðal þeirra sem komu við sögu í þeim voru Guns N‘ Roses, Jane‘s Addiction, Radiohead og Villi Vill. Það skemmtilega, þegar ég er búinn með fyrri hálfleikinn í lífinu, er að nú eru þessi tímabil ekki lengur aðskilin, heldur blandast saman í eitt og ég vel þá tónlist sem ég vil hlusta eftir því hvað ég er að gera og í hvernig skapi ég er. Stand and Deliver í morgunmat, Dans gleðinnar í hádeginu og Mr. Brownstone seinni partinn. Svo lengi sem lagið gerir lífið betra skiptir ekki máli hvaðan það kemur. Sögukvöldið í Hlégarði þann 30. mars síðastliðinn fór fram úr okkar björtustu vonum, sjálfur var ég þó sannfærður um að við gætum fyllt Hlégarð af Mosfellingum ef við hefðum eitthvað áhugavert fram að færa. Saga Mosfellsveitar er stórmerki- leg og við bæjarbúar ættum öll að vera henni kunnug. Mikið af heimildum eru til staðar bæði í Héraðsskjalasafninu sem og á heimilum fólks í bænum. Því langar mig að benda bæjarbúum sem eiga myndir eða muni frá gamalli tíð að hafa samband við Birnu Mjöll á Héraðs- skjalasafninu og hún kemur því í örugga geymslu. Umtalsefnið þetta kvöld var heita vatnið og ylræktin og annað sem því tengist, þetta er aðeins smá brot af sögunni okkar. Hægt væri að halda mörg svona kvöld næstu árin til að rekja hana og er ekki ólíklegt að það verði gert. Í Hlégarði þetta kvöld var hús- fyllir en ríflega 200 manns mættu til að hlýða á erindin. Það telst vera vel sótt en samt sem áður er þetta aðeins um 1,5% bæjarbúa. Þegar Hlégarður var vígður 17. mars árið 1951 voru sveitungar um 500 manns og ber bygging hússins því gott merki hvað menn voru stórhuga í þá daga. Talið er að á opnunarhátíðina hafi 400-500 manns mætt. Væri ekki draumurinn að geta verið með viðburði í bænum sem myndi hýsa stærri hluta bæjarbúa, kannski 10% eða um 1.400 manns? Svæðið í kringum Hlégarð býður upp á allskonar möguleika til stækkunar og hafa þegar komið fram hugmyndir frá Vinum Mosfellsbæjar þess efnis. Ég, sem áheyrnarfulltrúi Vina Mosfells- bæjar í menningar- og lýðræðisnefnd, vil áfram leggja mitt af mörkum til framgangs menningarmála í bænum okkar og vil að við hugsum stórt þegar kemur að því að skipuleggja framtíðina. Kristján Erling Jónsson Vinur Mosfellsbæjar Verum stórhuga í menningarmálum Í ársreikningi Mosfells- bæjar fyrir árið 2022 má vissulega sjá að rekstr- arumhverfið undanfarið hefur ekki verið hag- stætt. Mosfellsbær býr þó vel að ábyrgri fjármálastjórn undanfarinna ára þar sem meðal annars voru teknar góðar ákvarðanir í hag- stæðum lántökum sem greiddu upp önnur óhag- stæðari lán og skuldbind- ingar sveitarfélagsins. Fyrir heimsfaraldurinn lækkaði skuldahlutfall bæjarins því hratt þrátt fyrir stöðuga uppbyggingu í bænum og framkvæmdir upp á 2-3 milljarða á ári í formi nýframkvæmda og viðhaldsverk- efna. Í kjölfar þess tekjufalls sem fylgdi heimsfaraldrinum var tekin meðvituð og samhljóða ákvörðun af fyrrverandi bæj- arstjórn, að halda áfram vinnu samkvæmt gildandi framkvæmdaáætlun við uppbygg- ingu innviða og endurnýjun og viðhald á fasteignum í eigu bæjarins. Þessi sama bæjarstjórn ákvað einnig að auka þjónustu við íbúa eins og áætlanir gerðu ráð fyrir en á undanförnum árum hefur meðal annars verið lögð áhersla á lækkun skatta og ann- arra gjalda á Mosfellinga. Þetta voru góðar ákvarðanir í ljósi sögunnar og líklega grundvöllur þess að niðurstöður ánægjukannana sveitarfélaga hafa sýnt að ánægðustu íbúarnir búa einmitt hér í okkar góða bæ. Tekjur Mosfellsbæjar ársins 2022 voru hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Kostnaður við framkvæmdir var í takt við áætlanir, þrátt fyrir að dýrar framkvæmdir við Kvíslarskóla hafi komið óvænt til á árinu. Öðrum framkvæmd- um var frestað af meiri- hlutanum, meðal annars framkvæmdum í upp- byggingu að Varmá og á nýjum leikskóla í Helgafellshverfi. Þessar frestanir gera það að verkum að kostnaður við framkvæmdir var innan áætlana á árinu 2022. Kostnaður við nýframkvæmdir hefur síðan hækkað verulega og allar líkur á enn meiri kostnaði fyrir sveitarfélagið þegar þær loks hefjast. Há verðbólga og mikil hækkun vaxta út- skýrir það að útkoma síðasta árs er lakari hjá Mosfellsbæ en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna aukins fjármagnskostnaðar. Þetta er vonandi tímabundið ástand sem Mosfellsbær ætti að þola ef rétt verður haldið á málum hvað varðar fjármálastjórn næstu misserin og árin. Hærri tekjur og skattahækkanir Tekjur bæjarins munu áfram vera hærri en gert er ráð fyrir í áætlunum, bæði vegna hækkunar á útsvari og á fasteignasköttum – á íbúða- og atvinnuhúsnæði, en líklega ekki síður vegna vanáætlaðra tekna af lóða- úthlutunum. Tekjuhliðin og reksturinn ættu því að halda áfram að vera góð en í því óvissuá- standi sem nú ríkir reynir mjög á rekstr- arhæfni meirihlutans í að beita aðhaldi í rekstri og mögulega breyta framkvæmdaá- ætlunum ef verðbólga og háir vextir dragast á langinn eins og teikn eru á lofti um. Þá er mikilvægt að meirihlutinn sé skilvirkur í verkum sínum, hafi þor til að taka erfiðar ákvarðanir og nái saman um forgangsröðun í mögulegum niðurskurði á framkvæmdum, þjónustu og starfsmannahaldi. Íbúum í Mosfellsbæ mun halda áfram að fjölga en traustur rekstur undanfarinna ára og sterk fjárhagsstaða, þrátt fyrir tíma- bundin ytri áföll, eiga að gera bæjarfélaginu kleift að veita íbúum Mosfellsbæjar áfram framúrskarandi þjónustu sem stöðugt hef- ur verið að aukast undanfarin ár og mun vonandi gera áfram. Bæjarfulltrúar D-lista í Mosfellsbæ munu sem fyrr styðja góðar tillögur meirihlutans og hvetja þau áfram til góðra verka, en mun vissulega halda áfram að koma sínum til- lögum og stefnumálum á framfæri svo áfram verði best að búa í Mosó. Ásgeir Sveinsson Jana Katrín Knútsdóttir Rúnar Bragi Guðlaugsson Helga Jóhannesdóttir Rekstrarniðurstaða ársins 2022 Þegar ekið er í Mosfellsbæ og inn hringtorgið móts við Olís bensínstöðina blasir við ljót sýn. Á horni Bjarkarholts og Langatanga hafa verið rifin hús og öllum trjágróðri rutt um koll með stórtækum vinnuvélum. Þetta er svo búið að láta liggja allan veturinn óhreyft og mann langar helst að snúa sér í hina áttina til að berja þessi ósköp ekki augum. Þegar farið er í svona framkvæmdur er – finnst mér – lágmarkskrafa til verktakans að snyrtilega sé gengið frá sem fyrst. Svona lagað er bænum okkar ekki til sóma. Úrsúla Jünemann Ljót aðkoma

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.