Mosfellingur - 08.06.2023, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 08.06.2023, Blaðsíða 22
 - Fréttir úr bæjarlífinu22 Bókasafn Mosfellsbæjar Sumarlestur með nýju sniði RITSMIÐJA fyrir 10-12 ára í Bókasafni Mosfellsbæjar 12.-14. júní kl. 9:30-12:00 Í smiðjunni læra þátttakendur að: > búa til skemmtilegar sögupersónur > skrifa spennandi sögur > skrifa handrit að stuttmynd Smiðjustjóri er Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur. Eva Rún skrifar bækur, hljóðbækur og sjónvarpshandrit fyrir krakka. Hún hefur m.a. skrifað bækurnar um Stúf, hljóðbækurnar Sögur fyrir svefninn og sjónvarpshandrit fyrir Stundina okkar. Smiðjan er ókeypis og allt efni innifalið. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Skráningar sendist á bokasafn@mos.is Líkt og fyrri ár mun Bókasafn Mosfellsbæj- ar bjóða upp á Sumar- lestur. Markmið Sumar- lestursins er að hvetja til yndislestrar hjá börnum yfir sumartímann. Í ár mun safnið taka þátt í sameiginlegu sum- arlestursverkefni sem verður í boði í nær öllum almenningsbókasöfnum á landinu. Fyrirkomulag- ið verður því með aðeins öðruvísi sniði en áður. Nú munu þátttakendur fá ævintýrakort til eignar og safna á það límmiðum fyrir lesnar bækur. Ævin- týrakortið er myndskreytt af Ara Yates og sýnir átta mismunandi eyjur sem lesendur ferðast á milli, leysa þrautir og kynnast þannig ævin- týraheimum bókanna. Hugmyndin með verk- efninu er að búa til lestr- arhvetjandi upplifun með ríka áherslu á myndlæsi. Að auki stendur þátttak- endum til boða að fylla út bókaumsögn eins og verið hefur og skila inn í safnið. Dregið verður vikulega úr þeim í allt sumar og hlýtur einn heppinn þátttakandi bókaverðlaun. S u m a r l e s t u r i n n mun hefjast um leið og ævintýrakortin berast safninu og hvetjum við því alla til að fylgjast vel með heimasíðu og Facebook-síðu safnsins, www.bokmos.is og facebook.com/bok- mos Vilt þú taka þátt? Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin dagana 24.-27. ágúst. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í fjölbreyttri dagskrá. Ef þið lumið á hugmyndum eða viljið vera með viðburði, þá endilega sendið póst á ituninuheima@mos.is Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ eru hvött til að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum. Mosfellsbær www.mos.is 525 6700

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.