Mosfellingur - 06.07.2023, Síða 6

Mosfellingur - 06.07.2023, Síða 6
Sérsniðin þjónusta til byggingaraðila A L L T . I S - A L L T @ A L L T . I S - 5 6 0 5 5 0 5 - Skálatún6 Mánudaginn 3. júlí var mikið um dýrðir þegar sameiningu Skálatúns og Mosfells- bæjar var fagnað í blíðskaparveðri á Skála- túni. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, bauð starfsfólk og íbúa Skálatúns hjartanlega velkomin til Mosfellsbæjar og færði af þessu tilefni framkvæmdastjóra Skálatúns, Þóreyju I. Guðmundsdóttur, blómvönd. Bæjarstjóri, bæjarfulltrúar og starfsfólk Mosfellsbæjar grilluðu pylsur fyrir gesti í sameiningarathöfninni og Jógvan Hansen skemmti gestum af sinni alkunnu snilld. Öflugur hópur starfsfólks Á Skálatúni búa 32 íbúar og starfsmenn eru rúmlega 100, þannig að eftir samein- inguna munu starfa rúmlega 900 manns í sveitarfélaginu öllu. Búsetukjarnarnir á Skálatúni bætast í hóp búsetukjarna á velferðarsviði Mosfellsbæjar. Skálatún hóf starfsemi sína 1954 og starfsfólkið þar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði þjónustu við fatlað fólk. Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmda- stjóri velferðarsviðs, segist vera einstak- lega ánægð með að fá þennan öfluga hóp starfsfólks til Mosfellsbæjar og hlakkar til samstarfsins á komandi árum. „Með sam- einingunni skapast spennandi tækifæri til áframhaldandi þróunar og umbóta á þeirri mikilvægu þjónustu sem íbúum Skáltúns er veitt.“ Að mörgu að hyggja við sameininguna Mikill undirbúningur liggur að baki sam- einingunni enda að mörgu að hyggja við að sameiningu sem þessa. Sigríður Indriða- dóttir ráðgjafi var fengin til að leiða breyt- ingaferlið og segir hún ferlið fela bæði í sér áskoranir en sé jafnframt skemmtilegt sam- vinnuverkefni stjórnenda og starfsfólks. „Mosfellsbær leggur mikla áherslu á að halda vel utan um bæði íbúa og starfsfólk í sameiningarferlinu með áherslu á virka þátt- töku og skilvirka upplýsingamiðlun til íbúa, aðstandenda, starfsfólks og stjórnenda. Á næstu vikum verður unnið áfram í að móta sameiginlega vinnustaðarmenningu á velferðarsviði og í lok ágúst verður haldinn starfsdagur alls starfsfólks á velferðarsviði í Hlégarði,“ segir Sigríður. Sameiningunni fagnað í veðurblíðu Mosfellsbær og Skálatún í eina sæng • Mikil reynsla og þekking á þjónustu við fatlað fólk • Boðið til veislu ólafur þormar og garðar samúel regína bæjarstjóri og þórey framkvæmdastjóri skálatúns í skálatúninu heima grillað í góða veðrinu

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.