Mosfellingur - 06.07.2023, Side 30
- Aðsendar greinar30
þökkum fyrir stuðninginn
3. flokkur karla í knattspyrnu í æfinga- og keppnisferð á spáni
Rafgæðiehf GLERTÆKNI ehf
Það var í lok septembermánaðar árið 1994
sem ég labbaði yfir Karlsbrúna á leið í minn
fyrsta píanótíma til prófessorsins míns í
Tónlistarakademíu í Prag, sem þá hafði
nýverið verið flutt í nýuppgerða Lichten-
stein-höllina í Malá Strana hverfinu fyrir
neðan Kastalann.
Borgin var að vakna, Pragbúar voru að
upplifa „indian summer“ og hitinn var
að færa sig yfir tuttugu gráðurnar þennan
fallega haustdag. Hamingjan hreinlega
helltist yfir mig þegar ég gerði mér grein
fyrir að ég væri að ganga yfir Moldá, hina
sömu og Smetana hafði ort um í tónum,
beggja vegna brúarinnar voru byggingar
sem bjuggu yfir mörg hundruð ára gamalli
sögu og þetta varð allt svo yfirþyrmandi að
ég fékk kökk í hálsinn og hnén á mér byrj-
uðu að skjálfa.
Heimsóknir í tvo ólíka skóla
Þessi minning rifjaðist upp fyrir mér
þegar ég tók að mér að leiða kollega mína í
námsferð Listaskóla Mosfellsbæjar 28. maí
- 1. júní. Á dagskrá voru heimsóknir í tvo
ólíka skóla, rythmíska Konservatoríu Jaro-
slava Ježka, sem nefnd er eftir tónskáldinu
Jaroslav Ježek (1906-1942), sem mætti segja
að sé svona tékknesk útgáfa af Gershwin og
svo í fyrrnefnda tónlistarakademíu, sem enn
er staðsett í hinni sömu dásamlegu höll.
Það er ómetanlegt að geta farið í svona
skólaheimsóknir til að sjá hvað kollegar
eru að gera í sínum heimalöndum, bera sig
saman við og læra af og er frábært af stétt-
arfélögunum FT og FÍH að standa sig vel í
því að veita styrki til slíkra heimsókna.
Það var ekki laust við að hökur hafi sigið
í átt að bringum í fyrri heimsókninni þegar
tónlistarskólakennararnir, sem mættir voru
í jazzkonservatoríuna fengu að heyra að
nemendur skólans væru um 300 og kenn-
arar (ekki allir í fullu starfi) væru 150.
Í Listaskólanum í Mosó eru 360 nemend-
ur og kennarar eru 31. Jazzkonservatorían
hefur til umráða tvær 6 hæða byggingar,
110 kennslu- og æfingarými þar sem eru 55
flyglar eða píanó og að auki er heimavist
fyrir þá sem eru utan af landi. Rúsínan í
pylsuendanum á þessari lygilegu staðreynd
er svo að skólagjöld eru engin.
Það verður að segjast að þessi skóla-
heimsókn var bæði vel skipulög og ákaflega
fróðleg og í þokkabót vorum við leyst út
með einu Mezzoforte lagi sem hluti stór-
sveitar þeirra hafði æft okkur til heiðurs.
Að sjálfsögðu var meðlimum Mezzoforte
tilkynnt það á messenger og svar kom til
baka: „Þú getur sagt þeim að við séum að
spila í Lucerna í Prag 14. júní.“
Glæsilegur hljómburður
Heimsóknin í tónlistarakademíuna í
Lichtenstein-höllina, sem reyndar hýsir
einnig dansakademíuna, var eins og gefur
að skilja dálítið formfastari. Það er líka eins
og mann setji ósjálfrátt hljóðan að ganga
inn í höllina eins stórkostlega fullkomin
og hún er í sínum klassíska stíl, byggð á
gömlum grunni með gotneskum turni,
sem skilur að álmur sem hýsa tónlistina og
dansinn. Þar fékk hópurinn smá nasasjón
af glæsilegum hljómburði tónleikasalarins,
sem kenndur er við tékkneska tónskáldið
Bohuslav Martinu (1890-1959), þar sem
ungur orgelleikari sat við æfingar.
Nokkrir úr hópnum fylgdust með gít-
artíma og einn gítarkennari Listaskólans
sagðist eftir þann tíma ekki getað beðið
eftir að komast heim til að æfa sig. Reynd-
ar held ég að við flestöll sem þarna vorum
hefðum helst viljað fara aftur í tímann þar
sem engar áhyggjur voru af neinu öðru en
að æfa sig og einbeita sér að tónlistinni
áður en lífsbaráttan tæki við.
Saga á hverju götuhorni
Prag er sannkölluð tónlistarborg og
menningarperla og þar er saga á hverju
götuhorni líkt og hópurinn hafði á orði
eftir fjögurra stunda gönguferð um fjóra
bæjarhluta. Göngutúrinn endaði að sjálf-
sögðu á gamalgróinni tékkneskri krá þar
sem alls kyns tékkneskt góðgæti var tekið
til kostanna.
Þegar við kvöddumst eftir daginn bað ég
kollega mína vinsamlegast um að fara ekki
á google maps, því að villast í miðborginni
leiddi mann oft á merkilega staði og ekki
mætti gleyma að horfa upp, þar væri líka
ýmislegt að sjá.
Arndís Ásgeirsdóttir tónlistarkennari segir frá námsferð Listaskóla Mosfellsbæjar • Skólaheimsóknir til Prag
Námsferð til tónlistarborgarinnar Prag
Hópurinn fyrir utan
jazzkonservatoríumið
tónlistarsalur í prag