Mosfellingur - 06.07.2023, Blaðsíða 31

Mosfellingur - 06.07.2023, Blaðsíða 31
Lausar stöður í leikskólum Mosfellsbær www.mos.is 525 6700 Vinnustaðurinn Leikskólar í Mosfellsbæ eru alls átta og hver öðrum skemmtilegri. Þeir eru: Helgafellsskóli Hlaðhamrar Hlíð Hulduberg Höfðaberg Krikaskóli Leirvogstunga Reykjakot Full vinnustytting er komin á og að jafnaði hættir starfsfólk kl. 14:00 á föstudögum, auk þess að fá vetrarfrí, jólafrí og páskafrí líkt og tíðkast í grunnskólum. Áherslur og viðmið starfsins Í starfi í leikskóla er lögð áhersla á gleði, umhyggju og virðingu. Vilja til að leggja sitt af mörkum, búa yfir góðri samskiptahæfni, vera tilbúin að læra og tileinka sér fagleg vinnubrögð. Hlutverk kennara og leiðbein- anda í leikskólum er að: Sinna menntun barna undir leiðsögn stjórnenda þar sem megináhersla er lögð á nám í gegnum leik Taka þátt í umönnun barna og aðstoða þau eftir þörfum og stuðla að vellíðan þeirra Taka þátt í að skipuleggja faglegt leikskólastarf Taka þátt í gleði barnanna við að uppgötva heiminn Fyrir mig? Ef þér finnst gaman að vinna með fólki og vilt leggja þitt af mörkum, þá er starf í leikskóla einmitt fyrir þig. Í leikskólum Mosfellsbæjar er samhentur hópur starfsmanna og mikið samstarf. Starfið fer fram inni og úti þar sem unnið er í teymum undir leiðsögn stjórnenda. Börnin eru að læra á lífið og tilveruna og þarfnast umhyggju, öryggis, athygli og menntunar. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þau sem starfa við kennslu ættu að hafa leikskólakennaramenntun. Þó gefst svigrúm til undanþágu frá þeirri kröfu og því er fólk með aðra menntun og reynslu kærkomin viðbót í öflugan hóp starfsfólks. Laun eru samkvæmt samningi Mosfellsbæjar og viðkomandi stéttarfélags. Fríðindi sem fylgja starfinu: • Full stytting vinnuvikunnar – Unnið að jafnaði til kl. 14:00 á föstudögum og frí í vetrar-, jóla– og páskafríum Frítt fæði Forgangur barna í leikskóla Sundkort Samgöngustyrkur Líkamsræktarstyrkur Möguleikar á að sækja námskeið eða lengra nám samhliða starfi t.d. námsleyfi v/leikskólakennaranáms Umsókn um starf í leikskólum Mosfellsbæjar er að finna á mos.is – Laus störf Jafnframt er hægt að senda póst til leikskólastjóra viðkomandi leikskóla eða hringja Að vinna í leikskóla er áhugavert, líflegt, skemmtilegt og ekki síst er starfið gefandi, þakklátt og fræðandi. Starfsfólk í leikskóla fær tækifæri til að taka þátt í að móta og hafa áhrif á framtíð komandi kynslóða með mikilvægasta fólki landsins – börnum. Útvarp Mosfellsbær auglýsir eftir fólki til að taka þátt í starfsemi útvarpsins dagana 24.-27. ágúst! Langar þig að vera með Útvarpsþátt á næstu bæjarhátíð? Frekari upplýsingar og skil á umsóknum: utvarpmoso@gmail.com Miðað er við að þættirnir verði um klukkutíma langir og mega vera um hvað sem er – hvernig er best að skreyta húsið sitt, tónlist frá níunda áratugnum, sögu Álafosskvosar, fyrstu geimferðina eða annað sem þú hefur áhuga á. www.mosfellingur.is - 31

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.