Mosfellingur - 22.08.2023, Qupperneq 24

Mosfellingur - 22.08.2023, Qupperneq 24
 - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað24 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Miðnætti er leikhópur með aðsetur í Mosfellsbæ sem sérhæfir sig í vönduðum leiksýningum, sjónvarpsefni og tónlist fyrir börn og ungmenni. Hópinn stofnuðu þær Agnes Wild leik- kona og leikstjóri, Sigrún Harðardóttir tónlistarkona og Eva Björg Harðardóttir leikmynda- og búningahönnuður. Í þremur leikhúsum næsta leikár Það er í nógu að snúast hjá Miðnætti þessa dagana, ungbarnasýningin þeirra, Tjaldið, verður sýnd þriðja leikárið í röð í Borgarleikhúsinu, brúðusýningin Á eigin fótum verður sýnd í Þjóðleikhúsinu á nýju ári og heldur svo í leikferðalag til Japan næsta sumar. Áður hefur Miðnætti ferðast með sýninguna til Grænlands, Eistlands og Póllands. „Okkur finnst svo gaman að gera sýning- ar sem eru óháðar tungumáli, og þá spilar tónlistin líka svo stóran þátt og verður að tungumáli sýningarinnar. Og þá geta líka miklu fleiri notið sýningarinnar, hvort sem er á leikferðalögum eða hér á landi,“ segir Sigrún, tónlistarkona. Álfana Þorra og Þuru kannast margar barnafjölskyldur við, en þeir verða á fjölum Tjarnarbíós í desember og svo er hægt að horfa á tvær sjónvarpsseríur með þeim á RÚV og hlusta á tónlistina þeirra á Spotify. Heill dagur af skemmtun Miðnætti var valið bæjarlistamaður Mos- fellsbæjar árið 2022 og býður af því tilefni til sumarhátíðar í Bæjarleikhúsinu með fjölbreyttri dagskrá úr verkum Miðnættis. „Dagurinn hefst á morgunstund fyrir 0- 3ja ára og foreldra þeirra. Leifur og María úr ungbarnasýningunni Tjaldið verða með ljúfa stund fyrir krílafjölskyldur kl. 10 og aftur kl. 11. Kl. 12:30 verða Þorri og Þura með skemmtiatriði inni í sal og kl. 13:30 verður boðið uppá singalong-bíósýningu með Þorra og Þuru, en skemmtilegu sjón- varpsþættirnir „Þorri og Þura: vinir í raun“ verða sýndir á tjaldi. Kl. 15 verður svo opin brúðustund þar sem börnum og áhugafólki um brúðuleik- hús gefst tækifæri til að skoða ýmsar brúð- ur úr sýningum Miðnættis og fá að prófa mismunandi gerðir brúðuleikhúss,“ segir Eva Björg og bætir því við að allan daginn verður heitt á könnunni, veitingasala, and- litsmálning, ljósmyndabás og Þorri, Þura og vinir þeirra verða á vappi. Miðar á atriðin sem fara fram inni í sal fást í miðasölu Bæjarleikhússins 30 mínút- um fyrir hvern viðburð. Dagskrána í heild sinni má finna á www.midnaetti.com. Sterkar rætur Agnes, Sigrún og Eva Björg eru allar ald- ar upp í Mosfellsbæ og eru þakklátar fyrir tækifærin sem þær hlutu í uppvextinum. „Skólahljómsveitin, leikfélagið, kórarnir og ræturnar eru í Mosfellsbæ. Og við höf- um einnig í okkar listræna starfi lagt mikla áherslu á tengingu við bæinn, m.a. við val á tökustöðum í sjónvarpsþáttum,“ segir Agnes. „Það er jarðvegurinn sem skiptir öllu máli til að listir geti blómstrað,“ bætir Sig- rún við. Miðnætti með stútfulla dagskrá í Bæjarleikhúsinu Í túninu heima • „Jarðvegurinn skiptir máli svo listir geti blómstrað“ Bæjarlistamenn bjóða á sumarhátíð Eva Björg, agnEs og sigrún Mosfellsbær www.mos.is 525 6700 Ný grenndarstöð við Vefarastræti DEILISKIPULAGSBREYTING Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að kynna deiliskipulagsbreytingu í Helgafellshverfi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að staðsetja nýja grenndarstöð við Vefarastræti í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Markmiðið með deiliskipulagsbreytingunni er að fjölga grenndarstöðvum og bæta þannig aðgengi íbúa að flokkunarstöð fyrir endurvinnanlegt efni. Gögn eru aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is/ skipulagsauglysingar og á vef Skipulagsstofnunar, skipulagsgatt.is mál númer 503/2023. Þau sem þess óska geta kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir með rafrænum hætti í Skipulagsgáttinni. Umsagnafrestur er frá 22. ágúst til og með 4. október 2023 Opið í ÞverhOlti 5 12-17 mánudaga-föstudaga Erum að undirbúa námskeiðin fyrir haustið, fylgist með!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.