Mosfellingur - 22.08.2023, Side 48
- GM snillingar 65+18 www.mosfellingur.is4
Mosfellsbær www.mos.is 525 6700
Laus störf í
Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli leitar að leikskóla-
kennurum, uppeldismenntuðum einstakl-
ingum og/eða öðru starfsfólki til starfa.
Í boði eru fjölbreytt og skemmtileg störf í leikskóla með
frábæru samstarfsfólki í sveitarfélagi sem býr yfir ríkri
sögu, menningu og einstakri náttúru. Í Leirvogstungu-
skóla eru 112 börn á 6 deildum. Í skólanum er unnið
framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn
og gleðin eru höfð að leiðarljósi.
Deildarstjóri
Leitað er eftir fólki með kennaramenntun, uppeldis-
menntun eða aðra tengda menntun til að leiða starf
deildar við skólann. Unnið er markvisst eftir kennslu-
aðferðinni „Leikur að læra“ sem gengur út á að kenna
börnum hljóð, stafi, stærðfræði, form og liti í gengum
leik. Ábyrgðarsvið deildarstjóra er stjórnun og skipu-
lagning á starfi deildar og mat á starfinu, auk fleiri þátta
sem snúa beint að samskiptum við börn og foreldra
þeirra. Um 100% starfshlutfall er að ræða.
Leikskólakennari eða einstaklingur með
aðra menntun/færni sem nýtist í starfi
Leitað er eftir fólki með leikskólakennaramenntun eða
menntun/færni sem nýtist í daglegu starfi við fjölbreytt
störf með börnum og starfsfólki Leirvogstunguskóla.
Viðkomandi þarf að búa yfir góðri færni í samvinnu og
samskiptum, hafa jákvætt og lausnarmiðað viðhorf
gagnvart starfinu og beri virðingu og hafi áhuga á
börnum. Æskilegt er að viðkomandi tali íslensku eða sé
tilbúin til að tileinka sér tungumálið.
Bent er á að full vinnustytting er komin á og að jafnaði
hættir starfsfólk kl. 14.00 á föstudögum, auk þess að fá
vetrarfrí, jólafrí og páskafrí líkt og tíðkast í grunnskólum.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem
gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru
leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Mosfellsbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll
áhugasöm til að sækja um störf, óháð kyni, fötlun
eða menningarlegum bakgrunni.
Lesið nánar um störfin á vefnum www.alfred.is
og skilið þar inn rafrænum umsóknum.
Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfinu.
Umsóknarfrestur er til og með 10. september 2023.
élsmiðjan
ehf
Gleðilega
bæjarhátíð!
Mosfellingar
á verðlaunapalli
á Akureyri
Jóhann Arnór Elíasson og Jökull
Þór Kristjánsson gerðu sér lítið fyrir
og lentu báðir á verðlaunapalli á
Downhill keppninni á Akureyri sem
fór fram þann 16. júlí.
Jóhann Arnór vann sinn flokk,
fékk gullið, Jökull Þór lenti í 3. sæti.
Vel gert hjá þessum Mosfell-
ingum, þeir kepptu báðir fyrir
Aftureldingu, þar sem þeir voru
með hjólanámskeið fyrr í sumar.
Út er komin ljóðabókin „Kurteisissonnett-
an og önnur kvæði“ eftir Gunnar J. Straum-
land, myndlistarmann og kennara við Var-
márskóla í Mosfellsbæ. Í Varmárskóla hefur
Gunnar lagt áherslu á skapandi starf með
börnum undanfarin ár þar sem ljóðlist og
myndlist vinna saman.
Þetta er önnur bók höfundar en árið 2019
kom „Höfuðstafur, háttbundin kvæði“ út á
vegum Bókaútgáfunnar Sæmundar sem
einnig gefur nýju bókina út.
Í bókinni, sem er 224 bls., skiptist lýrísk
sýn, alvara, glens og hálfkæringur á undir
afskaplega fjölbreyttum bragarháttum
en öll kvæði bókarinnar eru háttbundin í
formi. Þar má finna sonnettur, dróttkveð-
ur, limrur, sléttubönd og fjölda rímnahátta
auk ljóða undir ótilgreindum bragarháttum
sem allir lúta þó stuðlanna þrískiptu grein.
Lesandinn rekst einnig á sjaldgæfari gerðir
eins og kvæði undir gripluhætti, slitruhætti
og afdráttarhætti.
Forsíðumynd bókarinnar er vatnslita-
mynd eftir Gunnar sem nefnist „Þeir bræð-
ur frá Síam.“
Bókin hefst á eftirfarandi kvæði:
Arfur
Mér var kennt við móðurhné
að muna ef ég léti í té
aumum hjálp til handa
að geyma það sem gullin vé
í gleði og engum segja, né
miklast í mínum anda.
Gunnar J. Straumland gefur út nýja ljóðabók
Kurteisissonnettur