Mosfellingur - 22.08.2023, Blaðsíða 66

Mosfellingur - 22.08.2023, Blaðsíða 66
Í eldhúsinu Bryndís og Helgi skora á Hildi Halldóru að deila með okkur næstu uppskrift í Mosfellingi Bruschetta tortillas hjá bryndÍsi og helga Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is - Heyrst hefur...66 Sendið okkur myndir af nýjum Mos­- fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mos­fellingur@mos­fellingur.is­ Embla María fæddist 10. febrúar 2023. Hún var 8 merkur og 45 cm. Bróðir hennar er Leó Snær og foreldrar þeirra eru Bryndís María Olsen og Friðrik Snær Karvelsson. Bryndís Ingimundardóttir og Helgi Kristjónsson deila með okkur Mos- fellingum að þessu sinni uppskrift að Bruschetta tortillas eða eins og Bryndís segir „homemade a la Helgi minn“. Hráefni • 500 gr nautahakk • 6 stk Protein Wraps (tortillas) • 1 krukka Bruschetta mix (200 gr) • 1 matskeið tómatsósa • 1 matskeið barbeque sósa • 1 rauðlaukur • 10 sveppir • 1 egg • 300 ml kotasæla • 200 gr rifinn mozzarellaostur Aðferð Hitið bökunarofninn í 180 gr. Steikið kjöthakkið á pönnu á háum hita þangað til fulleldað, kryddið með salti, pipar, hvítlaukskryddi og eðalsteikar- og grillkryddi eftir smekk.Geymið það svo til hliðar á meðan laukurinn, smátt skorinn, er steiktur á háum hita í smjöri ásamt niðurskornum sveppum. Þegar laukurinn og sveppirnir eru fulleldaðir er nautahakkinu bætt út í og því næst bruschetta mixinu. Bætið tómatsósu og barbequesósu út í, hrærið vel í og látið malla í smástund. Næst er kotasælunni og rifna mozzarellaost- inum blandað saman (geymið smá mozza- rellaost þar til síðar) ásamt einu eggi. Því næst er réttinum raðað saman á bökun- arplötu eða í eldföstu móti þannig að tvær tortillasneiðar eru settar neðst, einum þriðja hluta kjöthakksins bætt þar ofan á, helmingn- um af ostablöndunni bætt ofan á kjöthakkið, því næst eru settar tvær tortillasneiðar, einn þriðji kjöthakksins og seinni helmingur ostablöndunnar. Að lokum eru settar tvær tortillasneiðar, síðasti hluti kjöthakksins og það toppað með rifnum mozzarellaostinum sem ekki fór í ostablönduna. Svo er réttinum rúllað inn í ofn í ca 20 mín. eða þangað til osturinn er orðinn gullinbrúnn. Gott er að hafa hressandi salat með t.d. salatblöndu með mandarínum og avocado, eða bara einhverju sem fólki finnst gott að hafa í salati.   Verðiykkuraðgóðu! Kodd’í partí Kæru Mosfellingar. Það er komið að hátíðinni okkar, Í túninu heima, sem vex og dafnar með hverju árinu. Brekkusöngurinn, götugrillin, Kjúkl- ingafestivalið, Pallaballið, tónleikar á Miðbæjartorginu og svona mætti lengi telja. Í ár bætist Kjúllinn við á föstudeg- inum. Markmiðið er einfalt, hjálpa til við efla og rækta túnið. Við erum þrír grallarar og heima- lingar sem stöndum að þessu með ómetanlegri hjálp góðra vina og stuðningi ykkar bæjarbúa. Markmiðið var alltaf að setja saman geggjað partí og ég held að okkur hafi tekist það, með nokkra af stærstu listamönnum landsins að troða upp í Hlégarðinum góða. Þónokkrir hafa spurt mig fyrir hvaða aldur Kjúllinn er og ég svara; fyrir þá sem eru í stuði. Það besta við skemmtanalífið í Mosó er að þú getur farið í partí og hitt bæði Jassa massa og Svanþór Einarsson fasteignasala, sem verða að sjálfsögðu báðir á Kjúllanum. Svo er það Kjúllagarðurinn, maður lifandi. Hversu næs verður að klára vinnu á föstudaginn og tylla sér út í (hlé)garðinn með gómasætan bita og einn ískaldan? En Ásgeir, hvað ef það verður rigning? A) það verður ekki rigning B) við erum með heilt félagsheimili þarna líka. Þegar Steindi og Himmi Gunn plötuðu mig til að taka fram DJ-hatt- inn aftur, eftir mjög skammlífan feril fyrir 20 árum, átti ég alls ekki von á að það myndi leiða mig hingað. En hingað erum við komin og ég er að fara Sportify-a svo ruglaða stemningu á milli stærstu listamanna landsins að það er hrein þvæla. Sjáumst á Kjúllanum. Ásgeir jónsson Baltasar Bjarkan Hönnuson 44 cm og 7 merkur (1762 gr) Sunneva Kristín Hönnudóttir 42 cm og 6 merkur (1480 gr). Fædd 6. júlí 2023 kl. 21.01 og 21.23 Móðir: Hanna Björk Halldórsdóttir. heyrst hefur... ...að meðlimir KALEO verði heiðurs- gestir á leik Aftureldingar og Leiknis á laugardaginn. ...að Útvarp Mosfellsbær verði starf- rækt alla hátíðarhelgina á FM 106,5. ...að Fellahringurinn í ár verði samhjól fyrir unga sem aldna þar sem ekki verður keppt um tíma heldur snúist um gleði, útiveru og samveru. ...að verið sé að opna nýja snyrtistofu í Sunnukrika sem nefnist BeautyStar. ...að Þórður organisti og kórstjóri sé hættur og fluttur á Dalvík. ...að Sandra og Folda séu orðnar svilkonur. ...að Biggi og Guðbjörg á Sveinsstöð- um séu gengin í hjónaband. ...að MosóGrill sé búið að opna aftur í Háholtinu eftir margra mánaða endurbætur. ...að tónlistarveislan Kjúllinn 2023 fari fram í fyrsta sinn á föstudaginn þar sem fram koma m.a. Bríet, Steindi og Aron Can. ...að síðasti markaður sumarsins í Mosfellsdal fari fram á laugardaginn. ...að heitir pottar verði á hliðarlínunni fyrir áhorfendur á leik Aftureldingar og Leiknis á laugardaginn. ...að þriggja metra hátt tröll verði á vappinu á bæjarhátíðinni. ...að Mosfellingurinn Lára Hrönn sé nýr kórstjóri Karlakórs Kjalnesinga. ...að regnbogafánarnir við Kjarna hafi verið skornir niður nóttina eftir að þeir voru settir upp. ...að Vinnuskólinn eigi heiðurinn af öllum máluðu steinunum sem prýtt hafa bæinn og fellin í sumar. ...að enn á ný sé búið að eyðileggja ærslabelginn á Stekkjarflöt. ...að nýir rekstraraðilar hafi tekið við Kaffi Kjós í sumar. ...að slátturóbotinn við Hlégarð hafi fengið nafnið Vignir. ...að Víðir Víðis og Hrefna Henný ætli að fara gifta sig. ...að Páll Rósinkranz ætli dusta rykið af Jet Black Joe lögunum á tónleikunum á Miðbæjartorginu um helgina. ...að minkabúinu í Dalnum verði lokað ef aðbúnaður dýranna verður ekki bættur. ...að sonur Arons Kristjánssonar sé genginn til liðs við handknattleikslið Aftureldingar fyrir tímabilið. ...að hátíðarbingóið í Bankanum verði á sínum stað á fimmtudaginn fyrir bæjarhátíðina Í túninu heima. ...að verið sé að undirbúa Sumarkvöld í Hlégarði 31. ágúst þar sem húsband Aftureldingar mun koma fram. ...að Bjarki Eyþórs hafi safnað tæplega 900 þúsund krónum fyrir Downs félagið Reykjavíkurmaraþoninu. ...að búið sé að stofna Borðtennisfélag Mosfellsbæjar. mosfellingur@mosfellingur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.