Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Blaðsíða 4
Uinar bföríu ncetur hdlluðu mig
Viðtal við J. C. Klein kaupmann.
— Mig langar nú ekki mikið til þess, sagði J.
C. Klein kjötkaupmaður, þegar ég hringdi til hans
og spurði, hvort hann vildi lofa mér að birta við-
tal við hann í Verzlunartíðindunum. En ég mátti
þó koma til hans og spjalla við hann, það var vel-
komið. Og þegar ég sat hjá honum og benti hon-
um á, að það væri allt annað, að smágrein um hann
birtist í litlu stéttarblaði, heldur en í hinum stóru
dagblöðum, þá brosti Klein og sagðist verða að
láta undan. — Reyndar slapp ég ekki alveg við
dagblöðin þegar ég varð sjötugur, síðast liðið vor,
sagði hann, en ég var sannarlega ekki hrifinn af
því. Það er til nóg annað að skrifa um.
— Hvað varð til þess, að leið yðar lá hingað út
til íslands?
Ég réðst sem ung-kokkur í siglingar árið 1906.
Var fyrst á flutningaskipum, en seinna á stóru
Ameríkufarþegaskipi. Þar varð ég óánægður með
starfið og leitaði á aðrar slóðir. Fyrir einbera til-
viljun lenti ég á einu Tuliniusarskipanna, Ieiguskip-
inu „Ask“, og fór með því til íslands 1910.
Faðir minn var deildarstjóri hjá stóru járnvöru-
verzlunarfyrirtæki í Kaupmannahöfn, sem hafði
mikil viðskipti við Island og einmitt tilheyrðu hans
deild. Hann varð alveg undrandi, þegar ég sagðist
ætla til Islands, og skildi ekkert í mér, að taka nú
gamlan dall fram yfir hin stóru Ameríku-skip, eins
og hann komst að orði.
Það voru hinar björtu nætur, sem heilluðu mig,
ég hélt áfram Islandsferðum og þegar Islendingar
eignuðust fyrsta millilandaskip sitt, Gullfoss, árið
1915, réðst ég á það sem bryti. Þá var enginn
islenzkur bryti til. Ég var á Gullfossi rúm tvö
ár, síðan á björgunarskipinu Geir í fimm ár. Á
þessu tímabili hafði ég stofnað íslenzkt heimili,
því árið 1918 giftist ég íslenzkri konu, Elínu Þor-
láksdóttur frá Isafirði.
— En hvenær hófuð þér svo verzlunarstörf?
Árið 1924. Þá gerðist ég deildarstjóri í matarbúð
Sláturfélags Suðurlands á Laugavegi 42.
Heima í Danmörku hafði ég stundað verzlunar-
störf frá tólf ára aldri. Þá réðist ég í kjötbúð í
Kaupmannahöfn og lauk námi í verzlunarstörfum,
ásamt vinnunni. Ég var þar við verzlunarstörf ein
fimm ár, þar til ég fór á sjóinn 1906.
Eftir þriggja ára starf hjá Sláturfélaginu opnaði
ég eigin kjötverzlun á Frakkastíg 16 í júlí 1927.
Rúmu ári seinna flutti ég verzlimina hingað á Bald-
ursgötu 14 og opnaði um sama leyti útibú á Laug-
arnesveginum, er ég flutti að Hrísateig 14 fyrir
tólf árum. En 1939 keypti ég Milnersbúð á Leifs-
götu 32. 1945 tók ég syni mína og stjúpsyni í fyrir-
tækið og gerði það að hlutafélagi. Verzlun okkar
hefur yfirleitt alla tíð gengið jafnt og vel, en auð-
vitað krefst kjötverzlun mikillar árvekni og
sleitulausrar vinnu. En ég hef líka vanist því að
hafa langan vinnudag um ævina. Á Ameríkuskip-
unum var annan sólarhringinn unnið frá óttu eða
kl. 3 að morgni til kl. 7 að kvöldi, en hinn frá kl.
6 að morgni til 10 að kvöldi, það er að segja á
52
VERZLUNARTÍÐINDIN