Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Side 5

Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Side 5
meðan skipið var á siglingu. Svo var góð hvíld tíu dagana, sem það lá í höfn, báðum megin At- lantshafsins. — Á Tuliniusarskipunum var enginn unglingur til snúninga. Auk brytans var bara kokk- ur og þema, svo þar var vinnudagurinn yfirleitt frá kl. 4 að morgni til hálf 12 að kvöldi, frá því að skipið lét í haf frá Danmörku og þangað til það kom þangað aftur. — Þær eru víst fáar hafnirnar á íslandi, sem þér hafið ekki komið á, úr því að þér voruð lengi í hringferðum umhverfis landið? Já, ég hef víst komið á þær flestar. En skrýtið er það, að ég hef aldrei komið í land í Vestmanna- eyjum. Ég kom þar að landi í fyrsta skipti á Ask gamla. Hann fór frá Reykjavík 17. desember, en á aðfangadag átti skipstjóri að skila honum til Kaupmannahafnar. Tuliniusarútgerðin hafði haft skipið á leigu. Mjög illt var í sjóinn, er kom til Vestmannaeyja og varð Ask að leggjast utan við Eiðið. Þegar bátur hafði tekið farþegana í land versnaði veðrið, svo að skipstjóri beið ekki boð- anna, létti akkerum í skyndi og sigldi beint til Kaupmannahafnar, en farþegarnir urðu að bíða eftir farangri sínum þar til seint í janúar. Eftir þetta vildi ég aldrei eiga neitt á hættu með Vestmannaeyjar. Verða þar ef til vill strandaglóp- ur, ef ég færi í land, og steig þar aldrei fæti. Nú er áhættan víst ekki lengur mikil, þegar hafskipin geta lagzt þar að bryggju. — Hvaða samanburð viljið þér gera á verzlun með kjöt í Danmörku og hér á landi? Aðalmunurinn er fólginn í þvi, að hér fer fram ein aðalslátrun á ári, en þar er slátrað eftir hend- inni, svo Danir hafa því alltaf nýtt kjöt á boð- stólum. Annars hefur kjötverzlunin tekið ýmsum breytingum frá því um aldamótin, bæði hér og í Danmörku. Þegar ég byrjaði mína verzlun keypti ég jafnan kjöt frá Þorsteini Björnssyni á Hellu á Rangárvöllum og frá Verzlunarfélagi Borgarfjarð- ar. Slátrað var á Hellu og í Borgarnesi svo ég geymdi kjöt mitt jafnan í íshúsinu Herðubreið, við Tjörnina. Þangað sótti ég svo mest af því sjálfur á handvagni. Verzlun með kjöt er trúnaðarstarf gagnvart við- skiptavinunum, Hún krefst persónulegrar þjón- ustu og þessvegna er það mín skoðun, að sjálfs- afgreiðsla á kjöti muni eiga erfitt uppdráttar á Norðurlöndum ,ef ég þekki þessar þjóðir rétt. Mér er líka kunnugt um það, að sumir danskir kjöt- kaupmenn, sem komið höfðu á hjá sér sjálfsaf- greiðslukerfi, hafa hætt við það aftur. <o> Ég vil að lokum bæta því við, að á stríðsárunum var heimili J. C. Kleins á Baldursgötunni „opið hús“ öllum Dönum, sem þá áttu leið hér um. Á þeim árum voru þeir margir dönsku sjó- mennirnir, sem ekki komust heim, vegna hernáms Danmerkur, og kunnu vel að meta hlýju og gest- risni, sem mætti þeim í útlegðinni, eins og á heim- ili Kleins á Baldursgötunni. Að stríðinu loknu sæmdi danska ríkisstjórnin J. C. Klein heiðursmerki frelsishreyfingarinnar fyrir þetta óeigingjama starf hans. Hringstunginn, vatteraður brjósta- haldari vinsæll og fallegur. MODEL 215 £ £tícltj lífstykkjaverksmiðja HILLU-UGLUR og stoðir fyrir færan- legar hillur, gljábrenndar. Ýmsar breiddir. Fást í Smiðjubúðinni við Háteigsveg. OFNASMIÐJAN h.f. VERZLUNARTÍÐINDIN 53

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.