Austurland - 26.04.2018, Qupperneq 14

Austurland - 26.04.2018, Qupperneq 14
14 26. apríl 2018 i-t.isOpið virka daga frá 9 til 18 laugardaga 11 til 15 Ármúla 31 - Sími 588 7332 Walk-in N Stilhrein sturta. Sturtubotn fáanlegur í mörgun stærðum og litum. Sturtuveggur með væng, 8mm hert öryggisgler. Einherjamenn halda Alþjóða- dag verkalýðsins hátíðlegan með för til Vestmannaeyja til að keppa við ríkjandi bikarmeistara í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppn- innar. Fyrirliði Vopnafjarðarliðsins, Bjartur Aðalbjörnsson segir hug í hópnum fyrir ferðinni. Einherji komst í 32ja liða úrslitin í fyrsta sinn frá 2009 um helgina með 1-0 sigri á Leikni á Fellavelli. Jökull Ólafsson skoraði markið beint úr aukaspyrnu þegar kortér var eftir. Í samtali við Austurfrétt sagði Bjartur Einherjamenn taka leiknum eins og hverju öðru verkefni. „Við mætum til Eyja til að halda áfram í bikarnum. Það hefur verið mikil stemming í hópnum og þjálfari og leikmenn höfðu einsett sér að fara langt í bikarnum.“ Einherji hef- ur þegar slegið út Sindra-liðið frá Hornafirði og Leikni frá Fáskrúðs- firði. Austurland óskar þeim góðs gengis með baráttukveðjum en einnig mun Höttur taka þátt í 32- liða úrslitunum. Höttur mætir Kára á Akranesi. Höttur sló út Huginn frá Seyðisfirði með 3-0 sigri á heimavelli. Mæta ÍBV á 1. maí Bjartur og félagar í Einherja kljást við Bikarmeistarana þann 1.maí. Mynd: z&S Baðstaður við Urriðavatn á Fljótsdalshéraði verður opn- aður í júní 2019 ef allt gengur að óskum. Vonast er til að tugir þús- unda gesta sæki staðinn árlega sem efla muni atvinnulíf á Fljótsdalshéraði. Verkefnið hlaut heitið „Vök Baths“ og var kynnt á dögunum. Heitið er sótt í vakir sem mynduðust á Urriða- vatni sem urðu tilefni í þjóðsögur og síðar þess að látið var á það reyna að bora þar eftir heitu vatni á svæði sem áður var talið kalt með góðum árangri. Ívar Ingimarsson, Hilmar Gunn- laugsson og Hafliði Hafliðason hafa farið fyrir verkefninu fyrir hönd heimamanna þótt hugmyndin hafi upphaflega orðið til hjá Hitaveitu Egilsstaða og Fella sem nýtir Urriða- vatnssvæðið. Teikningar að baðhúsi Vakar voru kynntar á dögunum en sömu arkitektar eru að baki henni og Bláa lóninu. Gert er ráð fyrir að nota efni af svæðinu, panel innan úr Fljóts- dal og einingar frá verksmiðju VHE í Fellabæ. Stórir hluthafar úr ferða- iðnaðinum Tæp tvö ár eru síðan Jarðböðin í Mý- vatnssveit, sem að hluta eru í eigu Bláa lónsins, komu inn sem hluthafar að verkefninu. Eftir það fóru hjólin að snúast en um leið var baðstaðurinn hannaður upp á nýtt. Gert er ráð fyrir að aðalbaðhúsið sjálft verði hulið með torfi og falli þannig inn í landslagið. Út frá því ganga síðan nokkrar laugar, eða vakir. Húsið sjálf verður tvískipt, annars vegar baðsvæði og búnings- klefar, hins vegar veitingasal þar sem afurðir af svæðinu verði í fyrirrúmi. Þá er unnið með hugmyndir um að gestir geti sjálfir blandað 75 gráðu heitu vatninu út í mat sinn. Framkvæmd upp á milljarð Steingrímur Birgisson frá Jarðböð- unum við Mývatn segir að áætlað- ur heildarkostnaður verkefnisins sé talinn slaga upp í einn milljarð króna. Þess er vænst að 50 þúsund gestir sæki staðinn fyrsta heila árið í rekstri og til verði 10 ný störf. Talsmenn verkefn- isins lögðu í dag áherslu á að mesti ávinningurinn fælist í afleiddum störf- um á svæðinu. Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri verkefnisins sagði í viðtali við Austurfrétt að margföldun- aráhrifin, afleiddu störfin og tækifærin sem koma í kjölfarið myndu gera mikið fyrir samfélagið. Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, sagðist trúa að baðhús Vakar myndi gera Aust- urland að enn áhugaverðari áfanga- stað en verkefnið hefur verið í gerjun í meira en áratug. Hilmar Gunnlaugs- son sagði á fundinum að verkefnið hefði tekið lengri tíma en vonast var til í fyrstu því fjárfestar hefðu verið tregir til og álitið Austurland svæði sem ekki gæfi góða ávöxtun. VÖK – Ylströndin verður opnuð þarnæsta sumar Listamaður List án landamæra 2018 Aron Kale opnar einka- sýningu á verkum sínum á Skriðuklaustri í Gallerý Klaustri sunnudaginn 6. maí kl 14:00. Aron Kale er fæddur í Reykja- vík þann 21. Júlí 1989. Hann vinnur málverk og blýantsteikningar. Mann- eskjan og tilveran eru honum oft hugleikin í verkum sínum og notar hann myndlistina sem nokkurskon- ar úrvinnslu á hversdeginum. Aron stundaði nám við starfsbraut Mennta- skólans á Egilsstöðum og útskrifaðist þaðan 2012. Hann hefur verið mjög virkur þátttakandi í List án landamæra á Fljótsdalshéraði allt frá árinu 2011 og hefur tekið þátt í fjölda samsýninga ásamt því að halda margar einkasýn- ingar. Hann hefur tekið þátt í Lunga á Seyðisfirði og sýnt á samsýningu í Reykjavík. Sýning á Skirðuklaustri opnar sunnudaginn 6. maí kl. 14:00 og er opin til 31. maí. Hún er opin daglega frá 11 til 17. Aron opnar á Skriðuklaustri

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.