Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Blaðsíða 3

Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Blaðsíða 3
VERZLUNAR TlÐINDI MÁLGAGN KAUPMANNASAMTAKA ÍSLANDS MARARGÖTU 2 - SIMI 1 93 90 Ritstjóri: Jón I. Bjarnason Ritnefnd: Haraldur Sveinsson Lárus Bl. Guðmundsson Þorgrimur Tómasson KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Pormaður: Sigurður Magnússon Varaformaður: Pétur Sigurðsson SÉRGREINAFÉLÖG Félag blómavcrzlana Pormaður: Ólafur Helgason Fulltrúi: Guðmundur Grímsson Félag búsáhalda- og járnvörukaupmanna Formaður: Björn Guðmundsson Fulltrúi: Guðmundur Jónsson Félag húsgagnaverzlana Formaður: Ásgrxmur P. Lúðvíksson Fulltrúi: Jón Hjartarson Félag íslenzkra bókaverzlana Formaður: Lárus Bl. Guðmundsson Félag íslenzkra byggingarefnakaupmanna Formaður: Haraldur Sveinsson Fulltrúi: Pétur Hjaltested Félag kjötverzlana Formaður: Gunnar Snorrason Fulltrúi: Þorvaldur Guðmundsson Félag leikfangasala Formaður: Sigurður Sigurðsson Fulltrúi: Páll Jóhannesson Félag matvörukaupmanna Formaður: Óskar Jóhannsson Fulltrúi: Torfi Torfason Félag raftækjasala Formaður: Gísli Jóh. Sigurðsson Fulltrúi: Valur Pálsson Félag söluturnaeigenda Formaður: Sigurgeir Magnússon Fulltrúi: Teitur Sveinbjörnsson Fclag tóbaks- og sælgætisverzlana Formaður: Þorsteinn J. Sigurðsson Fulltrúi: Ólafur Þorgrimsson Félag vefnaðarvörukaupmanna Formaður: Reynir Sigurðsson Fulltrúi: Jakob Tryggvason Skókaupmannafélagið Formaður: Pétur Andrésson Fulltrúi: Sveinn Björnsson Kaupmannafélag Akraness Formaður: Edward Friðjónsson. Fulltrúi: Elías Guðjónsson Kaupmannafélag Hafnarfjarðar Formaður: Stefán Sigurðsson Fulltrúi: Elís Árnason Kaupmannafélag Keflavikur Formaður: Þorbjörn Einarsson Fulltrúi: Sölvi Ólafsson Kaupmannafélag Siglufjarðar Formaður: Egill Stefánsson Fulltrúi: Björn Jónsson Kaupmannafélag Isafjarðar Formaður: Jón Ö. Bárðarson Kaupmannafélag Sauðáikróks Formaður: Haraldur Árnason Fulltrúi: Anton Angantýsson Einstaklingar innan K. í. _ Fulltrúi: Sigurður Ó. Ólafsson Gengisfelling Gengi íslenzku krónunnar hefur verið fellt um 24.6%, sem þýðir um 33% hækkun á kostnaðarverði flestra vara, sem til landsins flytjast. Ekki fer hjá því að slíkar sviptingar í efnahagslífi þjóðarinnar valdi Iífskjarabreytingum hjá stéttum þjóðfélagsins. Aflabrestur síðasta árs og verðfall afurða landsmanna á erlendum mörkuðum, er stórfelldari sveifla í okkar litla þjóðarbúskap en svo, að nokkrum dugi að skella við því skollaeyrum. Allir sanngjarnir menn hljóta að meta þá ákvörð- un ríkisstjórnarinnar að bregðast strax og hiklaust við vandanum. Það má deila um það, livort rétt hafi verið að veita öllum góð- æristekjum þjóðarbúsins beint og frádráttarlaust til þegnanna, í stað þess að safna öflugum varasjóði til mögru áranna, og takmarka þannig hina öru lífskjarabreytingu fólksins. En fyrst að þetta hefur verið gert, er ekki um annað að ræða en sætta sig við minni hlutaskipti í bili. Þetta er nú ljóst öllum sem skilja vilja og um þetta er í raun og veru ekki lengur deilt. Nú standa deilurnar um það hve mikill hlutur hvers og eins skuli vera. Alþýðusamband íslands, sem er málsvari alþýðustéttanna, hefur hér mikilla hagsmuna að gæta, og til þess er að vonum mikið tillit tekið sem fjölmennustu og öflugustu hagsmunasamtaka á Islandi. At- vinnurekendur hafa einnig sín hagsmunasamtök, en innan þeirra eru hinir ólíkustu hópar, og hagsmunir þeirra allra fara ekki ævinlega sam- an. Þungi þessara samtaka er því jafnan minni. Alþýðusamband Islands hefur sett fram sínar kröfur og útlit er fyrir að gengið verði að þeim. Útgerðin hefur fengið sínum kröfum framgengt, með gengisfellingunni. Iðnaðurinn hefur fengið mjög bætta aðstöðu á sama hátt. Fyrir land- búnaðinum verður ábyggilega séð. En hvernig er það með verzlunina? Reksturskostnaður smásölufyrirtækja mun nú stórhækka. Mörgum mun finnast, að verzlunin taki drjúgan þátt í kjaraskerðingunni, ef hún her þá hækkun af sömu álagningartekjum og verið hefur. Þótt ekki sé fullráðið, livaða byrðar smásöluverzluninni er ætlað að axla, þá liefur heyrst talað um lækkaða álagningu frá því sem nú er, jafnvel 25% lækkun. Það er talað um verðlagsákvæði á allar vörur og aukið verðlagseftirlit. Er þetta sanngjarnt? Það er hugsanlegt að einstöku verzlunargreinar, sem hafa haft óhundna áalgningu þoli svona meðferð, en það er óhugsandi að láta fyrirtækin hera sig ef þessu verður beitt við þær verzlunargreinar sem lotið hafa hundnu verðlagi. Það er endurtek- inn misskilningur að halda því fram að umsetning vaxi í krónutölu þótt gengi sé fellt. Slíkar ráðstafanir draga meðal annars úr vöru- kaupum og neyzlu. Verzlunarstéttin hefur ekki verið eins hávær um þessi mál eins og ýmsar aðrar stéttir þjóðfélagsins, og hún mun ekki víkja sér undan sanngjarnri kjaraskerðingu. Hins vegar hlýtur hún að gera kröfu til þess að um hagsmunamál hennar sé fjallað málefnalega og af fyllstu ábyrgð, en hún sé ekki höfð að bitbeini pólitískra valda- braskara. jib. VERZLUNARTÍÐINDI 63

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.