Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Síða 15

Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Síða 15
FRÁ SÉRGREINA FÉLÖGUM Kaupmannafélag Akraness Fimmtudaginn 16. nóvember var aðalfundur Kaup- mannafélags Akraness haldinn í samkomuhúsinu Röst á Akranesi. Formaður félagsins, Einar Ólafsson, setti fundinn og stýrði honum. Bauð hann velkomna til fundarins Sigurð Magnús- son framkvæmdastjóra Kaupmannasamtaka íslands og Jón I. Bjarnason ritstjóra Verzlunartíðinda. Formaður flutti skýrslu stjórnar og rakti lielztu at- riði í félagsstarfinu s.l. ár. Nefndi liann sérstaklega lokun sölubúða á laugardögum yfir sumarmánuðina, sem mikil samstaða var um á Akranesi s.l. sumar, en kom aðeins til framkvæmda einn laugardag, vegna utanaðkomandi mótstöðu. Formaður talaði einnig um hina svokölluðu „mark- aði“, sem setja sig niður á Akranesi, ekki síður en annars staðar, og eru oft á tíðum dýrseldari á sam- bærilega vöru en verzlanir, sem fyrir eru á staðnum. Fráfarandi formaður, Einar Ólafsson, baðst eindregið undan endurkjöri sem formaður eða í stjórn. í stjórn voru kjörnir: Edvarð Friðjónsson formaður og meðstjórnendur þeir Flannes Jónsson og Ólafur Guðjónsson. Fulltrúi í fulltrúaráð Kaupmannasamtaka íslands var endurkjörinn Elías Guðjónsson og til vara Ólaf- ur Guðjónsson. Framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna, Sigurður Magnússon, sagði frá starfsemi og uppbyggingu sam- takanna. Sigurður kom víða við í ræðu sinni og talaði meðal annars um: Nýja verzlunarlöggjöf, farandsölu, framhjásölu, Verzl- unarbanka íslands h.f., Verzlunarlánasjóð, Stofnlána- sjóð matvöruverzlana, útboð á sloppaþvotti, samstarf við Seðlabankann um hagskýrslugerð, mjólkursölu- málið og launakjarasamninginn. Fráfarandi formaður, Einar Ólafsson, tók til máls og þakkaði framkvæmdastjóra gott erindi, þakkaði sam- starfið á liðnum árunt og óskaði nýkjörinni stjórn allra heilla. Félag blómaverzlana Aðalfundur Félags blómaverzlana var haldinn 2. nóv- ember í fundarsal Kaupmannasamtakanna að Marar- götu 2. Formaður félagsins, Ólafur Helgason, setti fundinn og stýrði honum. Gjaldkeri félagsins, Guðmundur Grímsson, flutti reikninga félagsins og voru þeir samþykktir sam- hljóða. Fráfarandi formaður, Ólafur Helgason, var einróma endurkjörinn. Aðrir í stjórn voru kjönir þeir: Helgi Filippusson varaformaður, Guðmundur Grímsson gjaldkeri, Jón H. Björnsson ritari og Hendrik Bernd- sen meðstjórnandi. í varastjórn voru kosin Aðalheiður Knudsen og Aage Foged. Endurskoðendur voru kjörnir þeir: Þórður Þorsteins- son og Bragi Einarsson. Fulltrúi í fulltrúaráð Kaupmannasamtaka íslands var kjörinn Guðmundur Grímsson og til vara Jón R. Björgvinsson. Félag búsáhalda— og járnvörukaupmanna Aðalfundur Félags búsáhalda- og járnvörukaupmanna var haldinn 20. október í skrifstofu Kaupmannasam- takanna að Marargötu 2. Formaður félagsins, Björn Guðmundsson, setti fund- inn og stýrði honurn. í upphafi fundar minntist formaður látins félaga, Sigurðar Kjartanssonar. Heiðruðu fundarmenn minn- ingu hans með því að rísa úr sætum. Formaður flutti skýrslu stjórnar félagsins um starf- semina s.l. ár. Gjaldkeri félagsins, Sigurður Sigurðsson, lagði fram reikninga félagsins fyrir s.l. ár, og voru þeir sam- þykktir samhljóða. Björn Guðmundsson var einróma endurkjörinn for- rnaður félagsins og meðstjórnendur þeir: Sigurður Sigurðsson og Páll Jóhannesson. Varamenn í stjórn voru kjörnir þeir: Jón Þórðarson og Henrik P. Biering. Endurskoðandi var kjörinn Kristinn Einarsson. Fulltrúi í fulltrúaráð Kaupmannasamtakanna var kjörinn Guðmundur Jónsson og til vara Henrik P. Biering. VERZLUNARTÍÐINDl 75

x

Verzlunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.