Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Síða 10

Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Síða 10
Verðlagsákvæðum mótmælt Kaupmannasamtök íslands héldu almennan kaup- mannafund 14. des. í Súlnasal Hótel Sögu. Forsætis- ráðherra dr. Bjarni Benediktsson var heiðursgestur fundarins, og var fundurinn fjölsóttur. — Fundarins verður nánar getið hér í blaðinu síðar. Eftirfarandi ályktun var einróma samþykkt: „Almennur fundur Kauupmannasamtaka Islands, haldinn að Hótel Sögu fimmtudaginn 14. des. 1967, mótmælir harðlega afgreiðslu verðlagsákvæða á fundi verðlagsnefndar hinn 12. þ. m. og lýsir allri ábyrgð og afleiðingum í því sambandi á hendur ríkisstjórn- inni og þeim verðlagsnefndarmönnum, er að sam- þykktinni stóðu. Sérstaklega vítir fundurinn, að verðlagsákvæðin eru sett án nokkurs tillits til þarfa verzlunarinnar og að ákvarðanir meiri hluta nefndarinnar eru byggðar á því að ná pólitískum samningum milli aðila, sem standa utan við verzlunina. Slík samþykkt er aug- ljóst og gróft brot á gildandi landslögum, nr. 54 frá 1960. Fundurinn kreí'st þess af ríkisstjórn íslands, að án taíar verði hafizt handa um að bæta úr því misrétti, sem átt hefur sér stað. Loks beinir fundurinn því til verzlunareigenda um land allt, með tilliti til þeirrar óvissu, sem ríkjandi er í verðlagsmálum, að rétt mun vera að hafa lausa samninga við verzlunarfólk, en almennur uppsagnar- frestur er 3 mánuðir." BORDEN KJEMI norgeas AUGLÝSIR: PVC INNPÖKKUNARFILMAN er mest notaða innpökkunarfilman í Evrópu. Einnig innpökkunarvélar, á mjög lágu verði, og allar gerðir af bökkum. EinkaumoS: Verður til á lager í janúar. EIRÍKUR KETILSSON, HEILDVERZLUN, Sýnishorn á skrifstofu okkar. vatnsstíg 3 — símar: 23472 & 19155 70 VERZLUNARTIÐIND!

x

Verzlunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.