Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Síða 16
NÝJAR
VERZLANIR
Blómaliöllin sf.
Laugardaginn 23. september s.l. var opnuð ný blóma-
verzlun, Blómahöllin að Álfshólsvegi 11 í Kópavogi.
Markmið hins nýja fyrirtækis er að reka fullkomna
blómaverzlun á sem víðtækustum grundvelli, og mun
hún kappkosta að hafa á boðstólum þá fjölbreytt-
ustu og beztu vöru, sem kostur er á. Einnig er ætl-
unin að veita viðskiptavinum upplýsingar um sér-
fræðileg vandamál í ræktun almennt, bæði úti og
inni.
Verzlunin hefur beint samband við alla blómarækt-
endur á Suðvesturlandi, og er það forsenda þess að
neytendur hafi úr sem mestu og beztu að velja í
blómakaupum.
Þá er lögð rík áherzla á að hafa í verzluninni fjöl-
breytt úrval af hvers konar vörum, erlendum og inn-
lendum, sem tilheyra ræktun og heimilisprýði, t. d.
blómlauka, skreytingarvörur, blómapotta og ílát, fræ,
plöntulyf, jólatré og aðra jólavöru og ótal margt
annað.
Áherzla er lögð á blómaskreytingar fyrir öll tækifæri,
og mun fyrirtækið annast heimsendingu á öllu slíku.
Verzlunin er í nýjum húsakynnum miðsvæðis í
Kópavogskaupstað (nánar tiltekið við hlið Kópavogs-
apóteks).
Flatarmál verzlunarinnar er um 160 m2, auk vinnu-
pláss og vörugeymslu. Sérstök áburðargeymsla er í
kjallara, enda mun fyrirtækið kappkosta að veita al-
menningi fullkomnustu þjónustu í sölu og dreifingu
áburðar fyrir alla útiræktun. Þar mun einnig fara
fram sala á jólatrjám og greni, og eru rúmgóð bíla-
stæði, bæði fyrir framan verzlunina sjálfa svo og
kjallarann.
Innréttingar eru með mjög nýstárlegu sniði og afar
skemmtilega fyrirkomið, og hefur Snorri Hauksson,
innanhússarkitekt, teiknað og skipulagt Jiær. IJm
smíði þeirra hefur Smíðastofa Daða Guðbrandssonar
séð. Uppsetningu á lofti og lýsingu önnuðust Páll M.
Jónsson, trésmíðameistari, og Páll Þorláksson, raf-
virkjameistari.
Eigendur hins nýja fyrirtækis eru Bóas Kristjánsson
blómaskreytingamaður og Jón R. Björgvinsson garð-
yrkjufræðingur, báðir búsettir í Kópavogi.
Frú Elsa Óskarsdóttir.
Vörvimarkaðurinn hf.
Föstudaginn 8. september opnaði að Ármúla la verzl-
unarfyrirtækið Vörumarkaðurinn h.f. Fyrirtæki J>etta
er með nýju sniði sem ekki hefir tíðkast a. m. k. hér
á landi áður. Það var Jjví með nokkurri forvitni að
við hittum að máli forstjóra fyrirtækisins, Ebeneser
Ásgeirsson.
I.
— Þetta er nýtt hús og byggt með nýstárlegum hætti.
— Húsið er nýtt og er raunar í byggingu ennþá. Það
er byggt með ærið nýstárlegum hætti. Gólfplöturnar
eru t. d. allar steyptar niðri á jafnsléttu, og Jreint
síðan lyft á sinn stað í byggingunni með sérstökum
tækjum. Þessi bygginggarmáti er uppfundinn í Banda-
ríkjunum, og er orðinn nokkuð viðtekinn þar. Þetta
hús er það fyrsta hér á landi, sem byggt er með þessari
aðferð.
76
VERZLUNARTÍÐINDI