Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Side 5
HJÖRTUR JÓNSSON, kaupmaður:
Útsölur verzlana
Stundum hefur verið drepið á út-
sölur verzlana í dagblöðunum, og
hefur þar oft gætt mikils misskiln-
ings um þetta almenna fyrirbæri í
verzlun.
íslenzk kaupmannastétt er lengst
af í öskustónni og hefur lítið hugs-
að um að svara fyrir sig, þó að á
hana sé ráðizt, en það ætti að vera
óhætt að leiðrétta svona misskiln-
ing og gefa skvringar á því í stór-
um dráttum, hvers vegna útsölur
eru haldnar.
Sumir kalla það útsölufaraldur,
þegar verzlanir auglýsa útsölur á
tímabilinu 10. janúar til 10. marz
eða síðla sumars. Sumum finnst
jafnvel niðrandi að kaupa vörur
á útsölu, kalla viðskiptavini okk-
ar kaupmanna útsölukarla og
kerlingar og þar fram eftir götun-
um. Allt er þetta mesti misskiln-
ingur hjá þeim, er þannig skrifa,
misskilningur, sem á sér rætur í
því voðalega hafta- og bannatíma-
bili, sem drap alla verzlun og
margar aðrar athafnir í dróma á
voru landi fram á seinni ár, og
sem við erum ekki lausir við enn-
þá. Þeir, sem nú eru á bezta aldri
og láta sig réttilega varða hvað
eina í kring um sig, hal'a alizt
upp við bönn og biðraðir, hamst-
ur og vöruskort, og hafa margir
hverjir ekki ennþá fengið tíma til
þess að átta sig á því, hvernig eðli-
legir verzlunarhættir eru.
Útsölur eru bein afleiðing verzl-
unarfrelsis. Þær eru fyrst og fremst
bundnar við tízkuvörur, og um
tízkuvörur er það jafnan svo, að
þær ætti að verðleggja hærra en
aðrar vörur, þegar þær koma fyrst
á markaðinn. Það er vitað, að Jrær
eru tízkufyrirbæri, sem brugðizt
getur til beggja vona með sölu á,
og eru æfinlega áhættuvara, sem
sala stöðvast á íyrirvaralaust. En
jiessar vörur geta líka gefið gróða,
ef heppnin er með.
Tízkuvörur kaupa þeir helzt, sem
rúm peningaráð hafa og geta því
leyft sér að fylgja tízkunni. Sama
mætti segja um ýmsar svokallaðar
lúxusvörur, og minna nauðsynleg-
ar vörur, þær hafa efnaðri kaup-
endahóp oftast nær, og það er eðli-
legt að verðleggja þær hærra en
nauðsynjavörur.
Þegar innflutningur og verðlag er
frjálst, þá leitar verzlunin eðlilegs
jafnvægis í þessa átt. Eftirspurnin
— neytendurnir sjálfir — skapa
þetta viðskiptajafnvægi örugglega,
geti ríkisvaldið bara látið Jretta
sem mest afskiptalaust.
Þegar þetta verzlunarjafnvægi fer
að skapast, þá er kominn grund-
völlur fyrir útsölur.
Tilbúinn fatnaður, hattar, skór,
vefnaðarvörur og þvílíkar vörur
eru viðkvæmustu tízkuvörurnar.
Tízkan í þessum vöruflokkum get-
ur breytzt fjórum sinnum á ári, og
í þessum vöruflokkum eru útsölur
algengastar.
Þegar verzlun er frjáls, þá kapp-
kosta kaupmenn að hafa á boðstól-
um sem fjölbreyttast vöruúrval.
Að sjálfsögðu eru stundum keypt-
ar inn í verzlanir vörur, sem falla
verr í smekk kaupenda, eru máske
dýrar samanborið við það, sem
annars staðar fæst, eða eru á ann-
an hátt illseljanlegar á upphaflegu
verði. Þetta geta verið vandaðar
og ágætar vörur til síns brúks og
jafngóðar öðrum vörum eða betri
að notagildi. Umsetningarhraði
verzlana er forsenda góðrar rekstr-
arafkomu og „kapítal" má ekki
festa í „dauðum“ vörum. Þá er
auglýst útsala.
Vörur, sem komnar eru úr tízku,
eða hafa aldrei náð neinni hylli
fólks, vörur, sem keyptar höfðu
verið inn x verzlunina á of háu
verði eða sem fólki hafði ekki lit-
izt á af öðrum ástæðum, eru boðn-
ar á útsölu við innkaupsverði eða
undir því. Þetta eru allt nýjar vör-
ur, og oftast ágætar vörur. Þeir,
sem hafa minnu úr að spila, nota
sér Jxetta og eiga að gera það og
einnig hinir, senx hirða rninna um
tízku en notagildi þess, sem fyrir
peningana fæst, gera innkaup sín
á útsölum. Ula værum við farnir,
íslendingar, ef við þættumst geta
áfellst fólk fyrir slík hyggindi.
Ef einhverjir auglýsa útsölur án
þess að lækka verð á vörum veru-
lega, þá er það verst fyrir þá, sem
það gera. Hinn almenni kaupandi
finnur það fljótt, og þar verður
engin Jxröng við borð.
Þegar verzlunarfrelsi er, og er þá
átt við innflutningsfrelsi og óbund-
ið verðlag, þá mun ávallt verða
hagstæðast íyrir almenning að
verzla og vöruverð lægst. Útsölur
eru einn þátturinn í því, eins og
hér hefur verið lýst. Ef einhver
spyr þrátt fyrir það, sem á undan
er sagt, hvernig kaupmenn geti
VERZLUNARTÍÐINDI
65