Læknablaðið : fylgirit - 30.09.2016, Side 7

Læknablaðið : fylgirit - 30.09.2016, Side 7
V I . V Í S I N D A Þ I N G G E Ð L Æ K N A F É L A G S Í S L A N D S 2 0 1 6 F Y L G I R I T 8 9 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 89 7 HALFMIS örvar taugakerfið með bæði tónlist og titringi (vibroacoustic therapy). Sjúklingur situr í sérhönnuðum stól og hlustar á sérsamda tónlist í 20 mínútur og finnur um leið bassabylgjur lagsins sem titring gegnum stólbakið. Kenningin er að þessi titringur örvi Vagus taugina gegnum Pacinikerfið í kvið, en bæði Vagus-örvun (VNS, vagus nerve stimulation) og tónlistarmeðferð hafa báðar verið notaðar við geð- og taugasjúkdómum á síðustu áratugum. Aðferð: 33 sjúklingar með greininguna F32-F33 (ICD-10) hafa tekið þátt í rannsókninni. 16 sjúklingar fengu HALFMIS seríu sem viðbótarmeð- ferð, en í einni HALFMIS seríu eru átta 20 mínútna meðferðir sem er dreift yfir 4 til 6 vikur. Þunglyndiseinkenni eru metin út frá Hamilton skala (HAM-D17) fyrir og eftir meðferð og niðurstöður bornar saman við 17 manna viðmiðunarhóp sem aðeins fékk hefðbundna þunglyndis- meðferð á sama tímabili. Niðurstöður: Meðaltal þunglyndiseinkenna beggja hópa (total Hamilton score) lækkaði á rannsóknartímabilinu. HALFMIS hópurinn úr 20,4 í 14,0 og samanburðarhópurinn úr 19,1 í 17,2. Ljóst er að það var meiri lækkun og betri einstaklingssvörun við þunglyndismeðferð þar sem boðið var upp á HALFMIS sem viðbótarmeðferð. Ályktun: HALFMIS er örugg og árangursrík viðbótarmeðferð við þung- lyndi og án sýnilegra aukaverkanna. 5. Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Tölt á eftir tískustraumum geðlæknisfræðinnar Halldóra Ólafsdóttir Geðsviði Landspítala Sagt er frá eigin reynslu geðlæknis sem starfað hefur í áratugi við geðlækningar. Lýst er þeim breytingum sem hafa orðið á á skilningi okkar á eðli og orsökum geðsjúkdóma og á meðferð geðsjúkdóma, auk þess sem vikið er að ýmsum álitamálum og átökum innan fagsins. Þá er fjallað um nýja sjúkdóma sem litið hafa dagsins ljós og aðra sem hafa horfið af sjónarsviðinu. Að lokum er komið inn á þær breytingar sem orðið hafa á starfsumhverfi, afstöðu til sjúklinga og samvinnu milli fagstétta. 6. Átröskunareinkenni og líkamsímynd á meðal íslensks íþróttafólks Petra Lind Sigurðardóttir1, Hafrún Kristjánsdóttir2, Sigurlaug María Jónsdóttir3, Guðlaug Þorsteinsdóttir3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Háskólanum í Reykjavík, 3geðsviði Landspítala Samanborið við almennt þýði er tíðni átraskana og óánægju vegna lík- amsímyndar mun hærri á meðal íþróttafólks. Ýmsar ástæður geta legið þar að baki eins og pressa frá þjálfurum og liðsfélögum eða þyngdartak- markanir innan íþróttagreina og kröfur um sífellt bætta frammistöðu. Átraskanir eru mun algengari meðal íþróttakvenna en karla, á meðan raskanir á líkamsímynd eru algengari meðal karla. Margt bendir til þess að tegund íþróttagreina spili þar inn í og hafa rannsóknir bent á að átraskanir meðal íþróttafólks eigi sér frekar stað í þyngdaraflstengdum íþróttagreinum og innan fagurfræðilegra greina á meðan þættir sem tengjast líkamsímynd eru alengari í greinum sem einblína á stærð og styrkleika. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skima fyrir átröskunarein- kennum, á meðal íþróttafólks hér á landi, 18 ára og eldra. Úrtakið sam- anstóð af 1113 íþróttamönnum, 376 körlum og 737 konum. Íþróttafólkið stundaði 20 mismunandi íþróttagreinar sem skipt var í fimm mismun- andi tegundir þ.e. fagurfræðilegar greinar, boltagreinar, þyngdarafls- greinar, þolgreinar og vaxtarækt. Skilyrði fyrir þátttöku var að íþrótta- fólkið keppti á hæsta keppnisstigi í sinni íþrótt hérlendis. Upplýsingar varðandi ofangreinda þætti voru fengnar með eftirfarandi listum sem meta líkamsímynd þátttakenda (BSQ), átröskunareinkenni (EDE-Q) og lotugræðgi (BULIT-R). Nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu viðfangsefni hérlendis og fáar erlendar rannsóknir hafa borið margvíslegar íþróttir saman. Gera má ráð fyrir að rannsóknin leiði í ljós upplýsingar sem hægt er að byggja á í komandi rannsóknum á þessu sviði og um leið stuðla að fræðslu til íþróttafélaga, þjálfara og íþróttafólks um málefni sem varða neikvæða þætti íþróttaiðkunar. 7. Algengi þunglyndis og kvíða hjá íslenskum atvinnumönnum í handbolta, fótbolta og körfubolta Hafrún Kristjánsdóttir1, Jose M. Saavedra1, Margrét Lára Viðarsdóttir2 1Physical Activity, Physical Education, Health and Sport Research Centre (PAPESH) – Háskólanum í Reykjavík, 2sálfræðisviði Háskólans í Reykjavík Bakgrunnur: Íþróttamenn, sérstaklega afreksíþróttamenn, eru yfirleitt líkamlega hraustir og oft eru þeir settir á stall af þeim sökum er sú ályktun dregin að andleg heilsa þeirra sé mjög góð og þeir séu ónæmir fyrir andlegum vandamálum (Schaal, et al., 2011). Raunin er hins vegar sú að íþróttamönnum hættir til að þróa með sér þunglyndi og kvíða af margvíslegum ástæðum (Schaal, et al., 2011). Rannsóknir hafa sýnt að geðræn vandamál eru í það minnsta jafn algeng á meðal íþróttamanna og almennings (Gouttebarge et al., 2014; Gulliver et al., 2014; Schaal, et al., 2011). Markmið þessarar rannsóknar var að meta algengi þung- lyndis- og kvíðaeinkenna hjá íslenskum atvinnumönnum í handbolta, fótbolta og körfubolta. Aðferð: Tveir spurningalistar voru lagðir fyrir 127 atvinnumenn í áð- urnefndum íþróttum, Patient Health Questionnaire (PHQ-9), sem er spurningalisti sem metur þunglyndiseinkenni og alvarleika þeirra og General Anxiety Disorder – 7 (GAD-7) sem metur kvíðaeinkenni og alvarleika þeirra. Svarhlutfall var 85%. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að 23,1% atvinnumannana mældust með væg kvíðaeinkenni, 17,5% með miðlungs alvarleg einkenni og 2% með alvarleg einkenni. Væg þunglyndiseinkenni mældust hjá 33,7% atvinnumannanna, miðlungs til alvarleg einkenni hjá 2,8% þeirra og alvarleg einkenni hjá 3,7% þeirra. Ályktanir. Nokkuð stór hluti íslenskra atvinnumanna í handbolta, fót- bolta og körfubolta glímir við þunglyndis- og/eða kvíðaeinkenni. 8. Mat á árangri og virkum þáttum ósértækrar hugrænnar atferlismeðferðar með einliðasniði (single case experimental design) Magnús Blöndahl Sighvatsson1,2,3, Jón Friðrik Sigurðsson1,2,3, Paul Salkovskis4, Engilbert Sigurðsson1,2, Heiðdís B. Valdimarsdóttir4,5, Fanney Þórsdóttir2 1Landspítala, 2Háskóla Íslands, 3Háskólanum í Reykjavík, 4Háskólanum í Bath, 5Mount Sinai læknaskólinn Markmið: Virkir þættir í Hugrænni atferlismeðferð (HAM) (mechanisms of change in CBT) eru því miður lítið rannsakaðir og gögn um virka þætti í hugrænni meðferð við fleiri en einni röskun (transdiagnostic) eru ekki til. Salkovskis (1996) hélt því þó fram að einn slíkur þáttur væri til; að kenna þurfi sjúklingi annan raunhæfari valmöguleika (kenning B) en það bjagaða mat á aðstæðum sem sjúklingur er með þegar hann kemur til meðferðar (kenning A). Markmið rannsóknarinnar var að meta þessa tilgátu og nota til þess einliðasnið (Barlow, Nock og Hersen, 2008) sem

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.