Læknablaðið : fylgirit - 30.09.2016, Síða 11

Læknablaðið : fylgirit - 30.09.2016, Síða 11
V I . V Í S I N D A Þ I N G G E Ð L Æ K N A F É L A G S Í S L A N D S 2 0 1 6 F Y L G I R I T 8 9 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 89 11 Nú er þriðja bólan á þessari öld, ferðamannabólan, farin að setja mark sitt á samfélag okkar og náttúru landsins og allt virðist stefna í áfram- haldandi stækkun hennar. Líklegt er að afleiðingarnar verði skortur á vinnuafli, einkum ófaglærðra, og vaxandi húsnæðisvandi geðfatlaðra og annarra tekjulágra einstaklinga. Sem fyrr er óvissa um næstu skref í uppbyggingu Landspítala og mikið fé skortir til endurbóta á helstu byggingum spítalans. Í fyrirlestrinum verður rakið hvernig þjónusta vegna geðraskana hefur þróast hér á landi frá síðustu aldamótum í skólum, á vinnustöðum, í starfsendurhæfingu, í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á geðsviði Landspítala. Um mitt ár 2014 var skipaður 7 manna stýrihópur um mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar sem lauk störfum og skilaði tillögum 1. apríl 2016. Helstu verkefni næstu ára, að mati fyrirlesara, verða tíunduð og þau borin saman við endanlegar tillögur stýrihópsins eftir að heilbrigðisráðherra hafði farið um þær höndum. Líkur á efndum verða metnar í ljósi áætlunar um ríkisfjármál til næstu fimm ára sem ríkisstjórnin hefur nýverið samþykkt. 21. Samstarfsverkefni BUGL og Sjúkrahússins á Akureyri um þjónustu á norðurlandi fyrir börn og unglinga með geðrænan vanda Dagbjörg B. Sigurðardóttir, Vilborg Guðnadóttir, Unnur Heba Steingrímsdóttir, Sigurður R. Levy Barna og unglingageðdeild Landspítala Að tilstuðlan heilbrigðisráðherra var í maí 2014 undirritaður samningur milli Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og Landspítala til tveggja ára með það að markmiði að styrkja þjónustu við börn og unglinga með geð- rænan vanda og fjölskyldur þeirra. Undanfarna áratugi hefur einungis einn barna og unglingageðlæknir verið starfandi á Akureyri og séð um sjúkdómsgreiningar og meðferð fyrir allstórt svæði. Á SAk er barnageð- deildareining þar sem læknirinn hefur starfað ásamt sálfræðingi. Aðengi að þessari þjónustu hefur ekki verið stöðugt þar sem læknirinn hefur sinnt öðrum verkefnum samhliða. Því hefur skort bráðaþjónustu á Norðurlandi og gegnum tíðina hafa skjólstæðingar þurft að leita á BUGL með aðkallandi vandamál. Markmið samningsins var að koma á þverfaglegum vinnuhópi með starfsfólki á SAk til að bæta úrræði hvað þetta varðar og hjálpa SAk að verða sjálfbært um að sinna bráðaþjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Þverfaglegt teymi frá BUGL sem samanstóð af tveimur sérfræðingum í barna og unglingageðlækningum, tveimur geðhjúkrunarfræðingum, sálfræðingi, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa sinnti þessari vinnu fyrir hönd Landspítala og komið var á þverfaglegum hópi á SAk sem samanstóð af barnasálfræðingi, tveimur barnalæknum, geðhjúkrunarfræðingi, iðju- þjálfa og félagsráðgjafa. Í lok samningstíma hafði þetta teymi SAk útfært, og aðlagað það verklag BUGL sem snýr að bráðaþjónustu að sínum aðstæðum og þörfum. Teymið ræður nú við að afgreiða stærstan hluta af sínum málum án aðkomu BUGL og heildartilvísunum á BUGL hefur fækkað frá Norðurlandi. 22. Tilvísanir í bráðaþjónustu barna- og unglingageðdeildar (BUGL): rannsóknarniðurstöður og ályktanir Bertrand Lauth1,2, Ellen Sif Sævarsdóttir3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL), 3sálfræðideild Háskóla Íslands Bakgrunnur: Fjöldi tilvísana í bráðateymi barna- og unglingageðdeildar (göngudeild BUGL) hefur aukist mikið undanfarin ár, sem og fjöldi bráðainnlagna á unglingageðdeild (legudeild BUGL), Klínískar leiðbein- ingar vantar til að veita öllum góða og samræmda þjónustu og einnig skilgreina betur þær bráðatilvísanir sem ber frekar að hafna. Mælt hefur verið með ítarlegri endurskoðun af öllum bráðatilfellum, með stöðluð- um aðferðum og skilningi á heildarferlum þeirra Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að greina tilvísanir 308 barna og unglinga á aldrinum 7-18 ára sem leituðu í bráðaþjónustu BUGL árið 2013. Aðferð: Rannsóknin var afturvirk og notast var við upplýsingar úr sjúkraskrám en gögnin sjálf eru ópersónugreinanleg. Miðað var við fyrri rannsóknir við upplýsingasöfnun og tveir bráðakvarðar notaðir við mat á réttmæti bráðatilfella. Niðurstöður: Rannsóknin skilgreinir hóp þeirra barna og unglinga sem leita í bráðageðþjónustu og gefur upplýsingar um tilvísendur, tilvís- unarástæður, algengustu greiningarflokka, helstu áföll og álagsþætti sjúklinga, fyrri komur og innlagnir, biðlista, núverandi meðferðar- og þjónustuaðila utan stofnunar, meðferðarþörf. Rannsóknin greindi einnig hvort ákveðnir þættir voru líklegri en aðrir til þess að tengjast meðferðartíma, bráðainnlögnum, sjálfsvígstilraunum, sjálfsskaða og sjálfsvígshugleiðingum. Bráðakvarðar sem mátu réttmæti bráðatilfella gáfu til kynna að um helmingur mála væru óviðeigandi bráðatilfelli (meira en erlendis) en vissulega var oftast um alvarleg tilfelli eða krísu- ástand að ræða. Ályktanir: BUGL er 3. línu stofnun og ætti þar af leiðandi sjaldnast að vera fyrsti viðkomustaður inn í geðheilbrigðiskerfið. Rýna þarf í ástæð- ur aukningar í bráðageðþjónustu. 23. Læknaráp á Íslandi. Ásókn í ávanabindandi lyf á árunum 2004-2013 Finnbogi Ómarsson1, Magnús Jóhannsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2rannsóknarstofu í lyfja- og efnafræði Inngangur: Með því að ganga á milli lækna, er mögulegt að afla margra lyfjaávísana fyrir ávanabindandi lyfjum. Markmið rannsóknarinnar er að kanna umfang og eðli læknaráps með tilliti til ávanabindandi lyfja á Íslandi á tímabilinu 2004-2013. Efni og aðferðir: Lýsandi, afturskyggn lyfjanotkunarrannsókn. Lyfjagagnagrunnur landlæknis var samkeyrður við þjóðskrá fyrir fullorðna einstaklinga, sem leystu út ávísanir fyrir ávana- eða við- miðunarlyfjum frá 10 eða fleiri læknum á ári á tímabilinu 2004-2013. Ávanabindandi lyfjaflokkar, sem kannaðir voru, voru ópíöt, róandi-, svefn-, og örvandi lyf en viðmiðunarlyfin prótónupumpuhemlar, beta- -blokkar og bólgueyðandi verkjalyf. Upplýsingar um kyn, aldur og sér- grein þeirra lækna, sem ávísuðu einstaklingum sem fengu ávísanir frá fleiri en 20 læknum, fengust einnig úr lyfjagagnagrunni. Niðurstöður: 2203 einstaklingar leituðu til 10 eða fleiri lækna og leystu út ávísanir fyrir ávanabindandi lyfjum á einhverjum áranna 2004-2013. Af þeim voru 153 einstaklingar sem leituðu til 20 eða fleiri lækna á tímabilinu og fengu umrædd lyf. Fjöldi læknarápara á tímabilinu 2004- 2013 hélst stöðugur, flestir rápuðu í eitt ár og leystu út ávísanir úr þrem-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.