Læknablaðið : fylgirit - 30.09.2016, Side 12

Læknablaðið : fylgirit - 30.09.2016, Side 12
V I . V Í S I N D A Þ I N G G E Ð L Æ K N A F É L A G S Í S L A N D S 2 0 1 6 F Y L G I R I T 8 9 12 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 89 24. Misnotkun örvandi lyfseðilsskyldra lyfja og ADHD-einkenni meðal háskólanema á Íslandi Bergljót Gyða Guðmundsdóttir University of Rhode Island, Þjónustumiðstöð Breiðholts Bakgrunnur: Misnotkun örvandi lyfseðilsskyldra lyfja er velþekkt meðal háskólanema í grunnnámi í Bandaríkjunum en hefur lítið verið rannsökuð utan Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að Ísland skrifi upp á mesta magn metýlfenídats í heiminum hefur möguleg misnotkun þessara lyfja ekki verið rannsökuð meðal íslenskra háskólanema. Aðferð: Algengi misnotkunar örvandi lyfseðilsskyldra lyfja og tengsl hennar við ýmsar sálfélagslegar breytur voru könnuð. Úrtakið saman- stóð af N=521 háskólanemum í grunnnámi á Íslandi og fór rannsóknin fram með netkönnun. Niðurstöður: Algengi misnotkunar örvandi lyfseðilsskyldra lyfja í úr- takinu í heild var um það bil 13%; þar af 11% meðal þátttakenda sem fengu ekki skrifað upp á örvandi lyf en 42% meðal þeirra sem fengu skrifað upp á örvandi lyf. Bætt námsframmistaða var algengasta ástæða misnotkunar meðal þátttakenda. Helstu áhættuþættir misnotkunar voru karlkyn, kvíðaeinkenni og ADHD einkenni. Engin marktæk tengsl fundust milli meðaleinkunnar og misnotkunar. Umræða: Niðurstöður þessarar rannsóknar hafa þýðingu fyrir lýð- heilsustefnu á Íslandi, sérstaklega meðal íslenskra háskólanema. Forvarnir og íhlutun sem miða að því að draga úr streitu og styðja háskólanema til náms gætu reynst vel við að draga úr misnotkun örvandi lyfseðilsskyldra lyfja. 25. Handbrögð íslenskra sprautufíkla við neyslu metýlfenídats Guðrún Dóra Bjarnadóttir1,2, Andrés Magnússon2, Bjarni Össurarson Rafnar1,2, Engilbert Sigurðsson1,2, Steinn Steingrímsson4, Helena Bragadóttir1, Magnús Jóhannsson3,Valþór Ásgrímsson3, Ingibjörg Snorradóttir3, Magnús Haraldsson1,2 1Geðsviði Landspítala, 2 heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, 3 rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Háskóla Íslands, 4Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg Inngangur: Metýlfenídat (MPH) er örvandi lyf notað við ofvirkni og athyglisbresti og hérlendis eru til fjórar tegundir: Rítalín®, Rítalín Uno®, Concerta® og Metýlfenídat Sandoz®. Misnotkun MPH um munn eða nef er þekkt en sprautuneysla MPH hefur lítið verið rann- sökuð. Nýleg rannsókn okkar sýndi að vímuefnaneytendur nota síst Concerta® og var kenning okkar sú að vímuefnaneytendur þurfa bæði meiri tíma til að meðhöndla og ná minna af MPH úr Concerta® töflum. Efniviður og aðferðir: Alls tóku fjórir vímuefnaneytendur og 12 heil- brigðir þátttakendur þátt. Rannsakendur fylgdust með þegar vímu- efnaneytendur meðhöndluðu töflurnar á þann hátt að efnin þeirra var tilbúin til sprautunotkunar. Heilbrigðir þátttakendur gerðu slíkt hið sama eftir að hafa lesið um aðferðirnar sem vímuefnaneytendurir not- uðu. Magn MPH var mælt á rannsóknarstofu með high-performance liquid chromatography. Niðurstöður: Báðir hópar náðu meira en 50% úr Rítalín® og Rítalín Uno® en undir %20 úr Concerta® (p < 0,0001) en munur á milli hópa var ekki marktækur. Auk þess notuðu báðir hópar meiri tíma í meðhöndla Concerta® miðað við Rítalín® og Rítalín Uno®. Fyrstu niðurstöður sýna einnig að seigja Concerta® er meiri en fyrir hin efnin. Ályktanir: Þetta er fyrsta rannsóknin sem mælir magn MPH sem vímuefnaneytendur ná úr MPH töflum. Báðir hópar tóku lengri tíma að meðhöndla og náðu minnsta magninu úr Concerta®. Heilbrigðir þátttakendur náðu svipuðu magni og reyndir vímuefnaneytendur sem gefur til kynna að auðvelt er að læra hvernig á meðhöndla MPH lyf til sprautunotkunar. 26. Trap Hep C á Íslandi. Átaksverkefni til að meðhöndla alla á Íslandi sem hafa virka Lifrarbólgu C veirusýkingu Valgerður Rúnarsdóttir Sjúkrahúsinu Vogi Samstarf LSH, SÁÁ og Landlæknis, styrkt af heilbrigðisráðuneyti og með styrk og gjöf frá lyfjaframleiðanda. Ábyrgðamaður Sigurður Ólafsson meltingarsérfræðingur Á Íslandi er lifrarbólga C fyrst og fremst sjúkdómur þeirra sem sprauta vímuefnum í æð. Smitið er blóðborið með sýktum áhöldum til sprautuneyslu, þrátt fyrir forvarnir, aðgang að hreinum nálum, upplýst samfélag, og meðferða, fíknmeðferð, viðhaldsmeðferð, hepc meðferð og opið heilbrigðiskerfi. Meðferð lifrarbólgu C sem forvörn, þar sem allir smitaðir fá meðferð, er einstakt tækifæri og einsdæmi. Það þykir gerlegt á Íslandi vegna okkar einstöku stöðu. Gríðarlega mikil skimun hefur verið gerð hjá sprautufíklum, sérstaklega hjá SÁÁ og þessi hópur er þekktur og greindur, 800-1000 manns. Það er ólíkt mörgum nágranna löndum þar sem <50% smitaðra eru þekktir. Meðferðarumhverfið er gjörbreytt með nýjum lyfjum í dag. Til er auðveld og mjög áhrifamikil meðferð við þessum alvarlegum sjúkdómi, en hún er ennþá mjög dýr. Með gjöf frá lyfjafyrirtæki er þetta meðferðar- átak mögulegt. Stærsti hjallinn er að fá samvinnu og meðferðarheldni, en ákveðinn mikilvægur undirhópur getur verið brottgengur og erfiður, þar með talinn sjúklingahópur í virkri neyslu og/eða með alvarlegar geðraskanir. Áfram er skimun, greining og tengsl við heilbrigðisþjón- ustuna mikilvægust til að steinninn fari að rúlla. Þetta krefst samvinnu margra aðila. Verkefnið gengur vel, hófst í febrúar 2016, í ágúst höfðu 400 einstak- lingar farið í undirbúningsmat, 340 hafið meðferð og 230 lokið henni. Áhrif lifrarbólgu C smits eru margvísleg á einstaklinginn, þetta inngrip getur haft víðtæk áhrif til betri heilsu, líkamlegrar og geðrænnar. Einnig á fíknisjúkdóminn og ýmsa áhættuhegðun. Þess er vænst að átakið dragi úr byrði og kostnaði samfélagsins með lækkun á nýgengi og algengi sjúkdómsins. 27. ADHD-erfðarannsókn Ólafur Ó. Guðmundsson² ¹, Bragi Walters¹, Hreinn Stefánsson¹, Daníel Guðbjartsson1, Brynja Magnúsdóttir3, Engilbert Sigurðsson3,4, Kári Stefánsson1,4 Íslenskri erfðagreiningu¹, BUGL², geðsviði3, Háskóla Íslands4 Inngangur: Allt frá aldamótum hefur verið leitað að undirliggjandi erfðaþáttum athyglisbrests og ofvirkni í samstarfi við ÍE í ljósi þess að rannsóknir benda til að yfir 70% breytileika svipgerðarinnar megi rekja til erfðaþátta. Markmið: Í erindinu verður gerð grein fyrir stöðu þessa flókna verk- efnis þar sem markmiðið er að finna þá breytileika í erfðaefninu sem tengjast ADHD (og fylgiröskunum) með marktækum hætti. Aðferð: Þær aðferðir sem í dag teljast líklegastar til að finna þessa erfðaþætti eru annars vegar að reikna fjölgena áhættu mat (PRS, Polygenic Risk Score), byggt á tölfræði frá Psychiatric Genomics Consortium (PGC), fyrir rannsóknarþýðið og skoða forspárgildi þess í ADHD hópnum miðað við samanburðarhóp og hins vegar að prófa eintakabreytileika (CNV, Copy Number Variations) í ADHD hópnum. Vitað er að eintakabreytileikar eru mikilvægur áhættuþáttur í þróun ýmissa taugaþroskaraskana og geðsjúkdóma og sumir hafa hærri tíðni í geðröskunum (t.d. geðklofa og einhverfu). Slíkir breytileikar verða prófaðir í ADHD hópnum til að finna út að hve miklu leiti þessir sjúkdómar deila erfðafræðilegum áhættuþáttum. Síðastliðin ár hefur

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.