Íslensk bókatíðindi - 01.12.1974, Síða 1
ÍSLENSK BÓKATÍÐINDI
ÚTGEFANDI: BÓKSALAFÉLAG ÍSLANDS • NR. 1 1974
íslendinga sögur
með nútíma stafsetningu I—IX
í útgáfu íslenzkufræðinganna
Gríms M. Helgasonar og Vésteins Ólasonar
Út eru komin átta fyrstu bindin af þessari einu heildarútgáfu íslendinga
sagna, sem prentuð er með nútíma stafsetningu og því aðgengileg öllum,
sem njóta vilja þessa merki bókmenntaarfs þjóðarinnar til fulls. í þess-
um átta bindum eru allar Islendinga sögur og þættir, en í níunda þind-
inu verður nafna- og atriðisorðaskrá, en sú skrá er alger nýlunda við
útgáfu fslendinga sagna.
„Aðeins með þvi að laða útgáfur þannig að kröfum samtímans verða
íslendinga sögurnar sígilt lestrarefni eins og góðar skáldsögur. Sá
á að vera sess þeirra." — Andrés Kristjánsson I Tímanum.
„Þegar menn þlaða í textanum skilja þeir fljótt, að ritháttur skiptir
i raun og veru máli. — Það fer ekki hjá því að hinn gamli, samræmdi
ritháttur var fráhrindandi að ýmsu leyti, ekki sízt ungu fólki.“
Árni Bergmann í Þjóðviljanum.
Eignist þessa einu heildarútgáfu sagnanna, sem prentuð
er með þeirri stafsetningu sem við lesum og skrifum I dag.
SfclB 0® SMHSl te
Skemmtilegar bækur um þjóðleg efni;
sögur, sagnir og kveðskapur
víðs vegar að af landinu:
SKRUDDA I—III, Ragnar Ásgeirsson
SÖGUR OG SAGNIR ÚR VESTMANNAEYJUM, Jóh. Gunnar Ólafsson
SÖGUR OG SAGNIR ÚR BOLUNGARVÍK, Finnbogi Bernódusson
SÖGUR OG SANGIR AF SNÆFELLSNESI, I—II, Oscar Clausen
AFTUR ( ALDIR, I—III, Oscar Clausen
SÖGN OG SAGA I—III, Oscar Clausen
ÚR FARVEGI ALDANNA I—II, Jón Gíslason
ÞJÓÐLEGAR SAGNIR, Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka
Allar eru þessar bækur góður viðauki við áður prentuð sagnasöfn og
allar eru bækurnar fróðlegar og skemmtilegar.
SKUGGSJÁ
Strandgötu 31, Hafnarfirði