Íslensk bókatíðindi - 01.12.1974, Blaðsíða 27

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1974, Blaðsíða 27
Ógnirnar hófust svo hægt, að þau hefðu getað gleymt þeim. Hávaði í herbergi Regan, und- arleg lykt, húsgögn á röngum stað, ískuldi. Sjúkdómseinkenni stúlkunnar urðu sífellt hræðilegri. Það var eins og nýr persónuleiki hefði tekið sér bólfestu i henni. Andrúmsloftið á heimilihu var þrungið illsku. í örvæntingu sinni sneri móðir Regan sér til jesúítaprests, sem jafnframt var geðlæknir og fróður um djöfladýrkun. Mátti lækna sjúk- dóminn með særingum? Jesúítapresturinn streittist gegn hugmyndinni. En loks var um lif og dauða Regan að tefla. Og þá féllst kirkjan á að beita særingum. Djörfustu reyfarahöfundar ættu erfitt með að láta söguhetjur sinar lenda í slíkum ævintýrum og Jörundur hundadagakon- ungur lýsir í sjálfsævisögu sinni. Samt vitum við úr öðr- um heimildum, að frásögn hans er rétt í höfuðatriðum. Stjórnarbylting Jörundar á ís- landi var aðeins hápunktur furðulegrar lífsreynslu hans. Hann hafði áður verið sjómað- ur og skipstjóri og flækst um heimsins höf. Hingað til hafa menn lítið vitað um feril hans eftir að hann var fluttur fang- inn frá íslandi og hafa fyrir satt, að hann hafi fljótlega lát- ist sem fangi í Ástraliu. En það er ekki einu sinni hálfur sann- leikurinn. 5éra Róbert Sennilega eru þeir fáir íslend- ingarnir, sem ekki hafa heyrt séra Róberts Jack getið, svo mjög hefur hann orðið nafn- togaður. Sögu hans þekkja þó færri, sögu unga stórborgarbú- ans sem „strandaði" á íslandi, þegar þjóðum heims laust saman í heimsstyrjöld. Ungi pilturinn var á heimleið frá knattspyrnuþjálfun í Vest- mannaeyjum, og notaði sér timann hér og gekk í guð- fræðideild Háskóla islands. i bókinni kynnist lesandinn merkilegu ævintýri merkilegri ævi, manni sem hafnar að taka við blómlegu fyrirtæki föður síns, en þjónar heldur guði sínum hjá fámennum söfnuð- um uppi á íslandi. Hilmirht Hvers vegna - Vegna þess að hjá okkur færðu prentun alls konar, frá nafnspjaldi til bóka og tímarita Offsetprentun — Litmyndaprentun Prentum einnig samfelld eyðublöð fyrir allar gerðir skýrsluvéla og bókhaldsvéla Bókband — Pappírssala PRENTSMIÐJAN EDDA HF. Lindargötu 9A — Reykjavik — Sími 26020 (4 línur)

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.