Íslensk bókatíðindi - 01.12.1974, Blaðsíða 3

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1974, Blaðsíða 3
Fylgt úr hlaði Svo sem mönnum er kunnugt, birtist reglulega I Árbók Landsbókasafns skrá um íslenzk rit eins árs í senn. Á þessu hefur þó veriö sá galli, að um langt árabil hefur ekki reynzt unnt að birta skrá um rit undanfarandi árs, heldur árs- ins þar áður, svo að liðið hefur talsvert á ann- að ár frá því er ritin komu út, unz birt var á prenti allsherjarskrá um þau. Bókaskrá Bóksalafélags íslands hefur þarna að nokkru brúað bilið, þar sem í henni er tal- inn allur þorri þeirra bóka fyrra árs, er á mark- að fóru. Landsbókasafn hefur hin síðustu ár lagt Bók- salafélaginu alldrjúgt lið við samningu um- ræddrar skrár, en nú er skrefið stigið til fulls, þannig að skrá sú um íslenzk rit 1974, er hér birtist, er algerlega samin í þjóðdeild Lands- bókasafns í umsjá Ólafs Pálmasonar deildar- stjóra og gefin út á vegum safnsins. Bókabúð Máls og menningar og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar hafa léð eintök til skráningar, jafnóðum og út komu, en síðar er ætlunin, að Bóksalafélag íslands leggi safninu til eitt eintak hverrar bókar, er á markað fer, og þá I þeim búningi, er hún ber. Verða bækurnar síðan varðveittar þannig í Landsbókasafni, en þau rit, er safnið fær samkvæmt prentskilalög- um, eru óbundin, og stuðlar Bóksalafélagið á þennan hátt að því, að búningur ritanna varð- veitist ekki síður en ritin sjálf. Bókaskráin í þessu hefti verður siðan stofn í þeirri allsherjarskrá um íslenzk rit ársins 1974, er væntanlega verður gefin út sérstök á næsta ári. Breytingar eru ýmsar frá því, sem tíðkazt hefur í Árbók Landsbókasafns, og uppsetning hefur verið löguð að alþjóðlegum reglum, en hún auðveldar jafnframt samantekningu einnar skrár um rit ákveðins árafjölda, hvort sem það verður t. a. m. fimm ára skrá eða hún tekur yfir lengra árabil. Það er allra hagur, að sem fullkomnastar skrár um íslenzk rit geti komið út sem greiðast, en til þess að svo megi verða, þurfa allir, sem að þessum málum starfa, að leggjast á eitt. Ég fagna þeirri samvinnu, sem hér hefur tekizt, og þakka þeim, er unnið hafa að gerð þessa fyrsta heftis. Finnbogi Guðmundsson Nokkur þáttaskil eru nú í störfum Bóksalafélags islands. Félagið hefur gefið út Bókaskrá sína allt frá árinu 1937 og ætíð undir ritstjórn Stef- áns Stefánssonar. Hann hefur rækt störf sín af mikilli prýði og umhyggju fyrir framgangi bóka- útgáfunnar í landinu. Heilsa Stefáns leyfir hon- um ekki að annast ritstjórnina lengur, og hafa mál skipast á þann veg, að Landsbókasafn ís- lands gefur í staðinn út og héðan í frá islenska bókaskrá. Við þessi tímamót vil ég flytja Stef- áni Stefánssyni sérstakar þakkir íslenskra bókaútgefenda og árna honum allra heilla. Landsbókasafnið hefur á síðustu árum veitt Bóksalafélaginu talsverða aðstoð við útgáfu Bókaskrárinnar, og það verður að teljast eðli- leg framvinda mála, að safnið taki að sér út- gáfu slíkrar skrár. Enginn annar íslenskur aðili hefur betri aðstöðu til þess. Það er bókaútgef- endum því fagnaðarefni, að Landsbókasafnið sjái um þennan þátt framvegis. Til þess að auðvelda safninu skráninguna og gera hana fljótvirkari er ætlunin, að bókaútgef- endur afhendi safninu eitt innbundið eintak af hverri bók, sem þeir gefa út, og jafnóðum og þær koma út. Með því móti munu bækur einnig varðveitast hjá Landsbókasafni í upprunalegri mynd en áður hefur verið. Landsbókasafn íslands og Bóksalafélag íslands hafa einnig komið sér saman um það, að Is- lensk bókatíðindi, er félagið hyggst gefa út og birtast hér í fyrsta skipti, fylgi jafnan islenskri bókaskrá Landsbókasafnsins, en þau geta einn- ig komið út þess á milli, ef nauðsyn ber til. Ætl- unin er, að þessi tíðindi flytji ýmsar upplýsingar, sem félagið vill koma á framfæri við almenn- ing, auk auglýsinga frá útgefendum og fyrir- tækjum innan bókaiðnaðarins. Islenskir bókaútgefendur vænta góðs af auknu samstarfi við Landsbókasafn islands. Örlygur Hálfdanarson ÍSLENSK BÓKATÍÐINDI ÚTGEFANDI: BÓKSALAFÉLAG ÍSLANDS Vesturgötu 42 — Slmi 25722 Ritstjóri: Gisli Ólafsson

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.