Íslensk bókatíðindi - 10.12.1983, Qupperneq 2
2
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER
Aadardráttur
maimiif'sins
ANDARDRÁTTUR
MANNLÍFSINS
Gamlar sögur og nýjar.
Fimmta bindi ritsafns Ein-
ars Kristjánssonar frá
Hermundarfelli. Nokkrar
teikningar eru í bókinni.
168 bls. Útgefandi Skjald-
borg. Verð kr. 679,-.
BEOIO EFTIR STRÆTÓ
eftir Pál Pálsson. Saga um
ungt nútímafólk — fyrir
ungt nútímafólk. Sögusvið-
iö er Hlemmur þar sem
unglingar ráfa um í svikul-
um sæluheimi vímugjafa. I
fjörlegri frásögn vekur höf-
undur máls á staðreyndum
sem ekki er hægt aö loka
augum og eyrum fyrir. Út-
gefandi er Iðunn. Verð kr.
398,-.
RIT III —
BENEDIKT GRÖNDAL
j þessu lokabindi rita
Gröndals er ævisaga hans,
„Dægradvör og ritgerðin
„Reykjavík um aldamótin
1900“. „Dægradvöl“ er eitt
merkasta bókmenntaverk
sinnar tíðar og fyrir löngu
taliö til sígildra bók-
mennta. „Reykjavík um
aldamótin 1900“ geymir
ýmsan fróöleik um mannlíf
í Reykjavík undir lok 19.
aldarinnar og er eitt hið
skemmtilegasta sem Grön-
dal skrifaöi á efri árum.
463 bls. Útgefandi Skugg-
sjá. Verö kr. 769,60.
DALALÍF II
Skáldsaga eftir Guðrúnu
frá Lundi. AB er aö gefa út
þessa merkilegu og geysi-
vinsælu skáldsögu í 3
bindum. Síðasta bindið
kemur út næsta ár. 583
bls. Útgefandi er Almenna
bókafélagiö. Verð kr.
852,15.
DREKAR OG SMÁFUGLAR
Þriðja bindið í sagnabálki
Ólafs Jóhanns Sigurðs-
sonar, framhald af Gang-
virkinu og Seiði og hólog-
um. Einn örlagaríkasti tími
í þjóðarsögunni er hér
magnaður fram í dagsbirt-
una í andstæöum fortíðar
og nútíöar, þjóöhollustu og
þjóösvika. 599 bls. Mál og
menning gefur út. Verö kr.
883,-.
Ji \ M.; .... Uóm
“f'■ jkáuíma §
“M #
Jíkúlajw , knn_ W." oáíhntja & # 4
EITT RÓTSLITIÐ BLÓM
eftir Valgarð Stefánsson
myndlistsrmann. Þetta er
söguleg skáldsaga um
Skúla Skúlason hinn
oddhaga, fyrsta Islending-
inn sem Alþingi veitti
myndlistarstyrk. 168 bls.
Útgefandi Skjaldborg.
Verð kr. 679,-.
FORLAGAFLÆKJA
Höfundur ísól Karlsdóttir
og er þetta hennar fyrsta
bók. Þetta er ótrúlega
spennandi saga, þar sem
forlögin spinna sinn flókna
vef. 160 bls. Útgefandi
Skjaldborg. Verð kr. 593,-.
INGA
Opinská lífsreynslusaga
ungrar stúlku. Sagan gerist
í sjávarplássi á Suðurlandi
og í Reykjavík. Fyrsta bók
ungs höfundar, Birgittu H.
Halldórsdóttur, sem vafa-
laust á eftir að vekja mikla
athygli. 192 bls. Útgefandi
Skjaldborg. Verð kr. 593,-.
JAKOBSGLÍMAN
Þriðja bindi uppvaxtar-
sögu Sigurðar A. Magnús-
sonar, framhaldiö af Undir
kalstjörnu og Möskvum
morgundagsins. Sagan
nær yfir þrjú átakaár í lífi
söguhetju þegar hann
reynir að komast til
mennta og ná fótfestu í
KFUM. Næm lýsing á við-
kvæmu skeiði. 260 bls. Mál
og menning gefur út. Verð
kr. 648,-.
KALLAÐUR HEIM
Skáldsaga eftir Agnar
Þórðarson. Hún gerist í
Vestmannaeyjagosinu
1973. Sþennandi saga um
náttúruhamfarir, tilfinn-
ingar og ástamál. 217 bls.
Útgefandi er Almenna
bókafélagið. Verð kr.
679,50.
iðum
KYRR KJÖR
eftir Þórarin Eldjárn.
Fyrsta skaldsaga Þórarins
mun ekki valda hinum
stóra lesendahóþi hans
vonbrigðum. Saga farlama
skálds sem hvergi er frjáls
nema í draumum sínum og
skáldskap. En í eymdinni
lifir draumurinn um frelsiö
og tekur á sig margvíslegar
myndir í hugum þess sem
ekki unir kyrrum kjörum.
Bókmenntaviöburður,
vönduð saga og áhrifarík.
151 bls. Útgefandi er Ið-
unn. Verð kr. 648,40.
SAGAN UM ÖNNU
eftir Stefaníu Þorgríms-
dóttur. Glæsileg frumraun
ungs höfundar. Sagan um
Önnu litlu á Selsmýri sem
fór út í heim, fann sér pilt
og rataði aftur heim í sveit-
ina á ný. En haföi þá næst-
um farið sveitavillt því að
hreppurinn hennar hafði
fengið sér andlitslyftingu.
Fjörug og lifandi frásögn
og yfir sögunni vakir
draumur ungrar stúlku um
að finna tilganginn með lífi
sínu. Útgefandi er Iðunn.
Verð kr. 548,35 ib./385,30
kilja.
X
| Sigurður Á- Friðþjófeson
{ Sjö fréttír
*
SJÖ FRÉTTIR
Hér eru á ferðinni sjö
smásögur eftir Sigurð Á.
Friðþjófsson. Þær fjalla
um mannskepnuna viö hin-
ar ólíkustu aöstæöur.
Léttleikandi og hugmynda-
ríkur stíll þessarar fjórðu
bókar hins unga höfundar
vekur sérstaka athygli. 104
bls. Útgefandi er Svart á
hvítu. Verð kr. 444,60.