Íslensk bókatíðindi - 10.12.1983, Side 7

Íslensk bókatíðindi - 10.12.1983, Side 7
MORGUNBLAPID, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 7 ur ferðalag um Spán nút- ímans og hendir margt skemmtilegt og fyndiö í þeirri för. 225 bls. Útgef- andi er Almenna bókafé- lagið. Verð kr. 648,50. agatha christie MORÐ ER LEIKUR EINN Fyrsta bindið í flokki bóka eftir Agðthu Christie, einn víðlesnasta höfundinn í sinni grein. Flestar bækur Agöthu eru orönar sígildar og svo er með þessa. Óvæntur endir kemur les- andanum í opna skjöldu. Þýðandi Magnús Rafns- son. Bókin er 207 bls. út- gefandi er Hagall. Verö 385,-. NJÓSNAHRINGURINN Ný spennusaga eftir bandaríska rithöfundinn Duncan Kyle. Hrikaleg eft- irför á þyr'u og fallbyssu- báti við Shetlandseyjar. Blaöamaöur með rúss- neska míkrófilmu, eltur af KGB og CIA. Nútíma njósnasaga eftir meistara- höfund spennusagna. Bók- in er 191 bls. Útgefandi er Hörpuútgáfan. Verð kr. 494,-. Howard Fast KYNSLOÐ INNFLYTJENDANNA NÆSTA KYNSLÓD INNFLYT JENDANNA eftir Howard Fast. Þessi bók kemur í framhaldi af bókinni Innflytjendurnir er kom út í fyrra um ítölsku innflytjendurna í Kaliforníu. 476 bls. Verð kr. 796,60. Útgefandi er Ægisútgáfan — Bókhlaðan. OG SAGÐI EKKI EITT EINASTA ORÐ Viðfangsefnið í flestum bókum þýska nóbel- skáldsins Heinrich Bðil er mannlíf í örbirgð og upp- gjöf í Þýskalandi á árunum eftir seinni heimsstyrjöld- ina og svo er einnig hér, en umfjöllunin er kærleiksrík. Fyrsta skáldsagan sem kemur út eftir hann á ís- lensku. Böðvar Guö- mundsson þýddi. 151 bls. Mál og menning gefur út. Verð kr. 583,-. ÓVÆNT ENDALOK eftir Mary Stewart. Jenni- fer er komin í sumarleyfi í Pyreneafjöllum og hyggst njóta lífsins, fjarri skarkala heimsins. Hún býst við að hitta frænku sína en grípur í tómt. Frænkan er horfin og sagt að hún sé látin. En Jennifer skynjar að ekki muni allt með felldu um ör- lög hennar . .. Enn ein rómantísk og spennandi saga þessa snjalla höfund- ar. Útgefandi er Iðunn. 183 bls. Verð kr. 548,35. RAMÓNA eftir Helen Hunt Jackson. Sagan fjallar um viðskipti hvíta mannsins við indíána, en þó fyrst og fremst um hina fögru Ramónu, ástir hennar og örlög. 185 bls. Útgefandi Sögusafn heim- ilanna. Verð kr. 494,-. Rááyiáíllumöndum RÁÐ VID ILLUM ÖNDUM í þessu sjðunda bindi í rit- safni William Heinesens í þýöingu Þorgeirs Þor- geirssonar er fyrst stutt skáldsaga og síðan Ijóð- rænar endurminningar og smásögur, allar frá Færeyj- um nema ein sem gerist í Frakklandi. Zacharias Heinesen myndskreytti. 233 bls. Mál og menning gefur út. Verð kr. 648,-. RÉTTARHÖLDIN eftir Franz Kafka. Ein frægasta skáldsaga heims- bókmenntanna í þýðingu Ástráös Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar, gefin út í tilefni af aldar- afmæli höfundar. Fá skáldrit hafa haft eins mikil áhrif á skáldsagnagerö Franz Kafka Réttarhöldín Vesturlanda og Réttar- höldin. Verk þetta geymir ótæmandi sannleika um líf nútímamannsins og sam- félag okkar daga. Bókin er 293 bls. Útgefandi Menn- ingarsjóður. Verð kr. 649,-. ALEJO CARPENTTER AFÞESSUM HEIMI RIKI AF ÞESSUM HEIMI eftir Alejo Carpentier. Saga eftir mesta rithöfund Kúbu og byggir á sönnum atburðum, þrælauppreisn á Haítí á 18. öld. Hún er þó ekki söguleg skáldsaga í venjulegum skilningi öllu heldur áleitin sannleikur um líf og andlegt ástand þjóða. Guðbergur Bergs- son þýddi bókina og ritar ítarlegan eftirmála um höf- undinn og baksvið verks- ins. Útgefandi er Iðunn. 139 bls. Verð kr. 548,35. (Sartland Scgðu já, Samantha SEGDU JÁ, SAMANTHA eftir Barböru Cartland. Samantha var ung og sak- laus og gædd sérstakri fegurð og yndisþokka. Þaö var eins og græn augu I hennar hefðu aö geyma alla leyndardóma veraldar. Sjálf áttaði Samantha sig ekki á því fyrr en hún hitti David Durham og varð ást- fangin af honum, að hún var aðeins fáfróð og óreynd lítil stúlka, en ekki sú lífsreynda sýningar- stúlka, sem myndir birtust af á síöum tízkublaðanna. 176 bls. Útgefandi Skugg- sjá. Verð kr. 494,-. SKÆRULIÐARNIR eftir Alistair MacLean. Meistari spennusögunnar bregst ekki lesendum sín- um nú frekar en fyrri dag- inn. Skæruliðarnir eru hin- ar frægu liðssveitir Títós í Júgóslavíu á stríðsárunum. Þeir berjast við sameinaða andstæðinga úr öllum átt- um og nasistar eru með áform um hvernig megi gersigra þá ... Útgefandi er Iðunn. 206 bls. Verð kr. 548,35. SMÁFUGLAR eftir Anais Nin Safaríkar gleöisögur eftir höfund Un- aðsreits sem kom út í fyrra. Hér er kynnautn kvenna lýst af mikilli list og hispursleysi. Smáfuglarnir flögra um leyndustu afkima i húsi ástarnautnarinnar og sögurnar eru gæddar til- finningahita sem lyftir þeim hátt yfir aðrar erótískar sögur. Útgefandi er Iðunn. 134 bls. Verð kr. 548,35 ib./428,55 kilja.

x

Íslensk bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.