Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Síða 8
FRA.ÐSLA
Hvað er
eftir Indríða H. Indríðason
Stjórnmálafræði er fræðigrein
innan félagsvísinda og et par
meðal greina eins og félagsfræði,
mannfræði, sálarfræði og
fjölmiðlafræði. Félagsvtsindin fást
við hina margbreytnlegu hegðun
mannsins og nálgast viðfangsefnið
útfrá mismunandi sjónarhornum.
Stjórnmálafræðin er sú grein sem
fjallar um það hvernig fólk fer með
vald í pjóðfélaginu og hvernig pað
skiptist á milli einstaklinga og
hópa. Einnig er fjallað um
samskipti ríkja og skiptingu valds
íalpjóðakerfinu. Greinin er
yfirgripsmikil og ýmsar leiðir eru
færar að námu loknu hérlendis.
Stjórnmálafræðin hefur notið
vaxandi vinsælda síðustu ár og
stunda nú um tvö hundruð manns
nám í stjórnmálafræði við Háskóla
íslands.
Evrópu, t.d. í Frakklandi, er
t.a.m. rík hefð íyrir því að í stjóm-
málafræðinni sé fjallað um ríkis-
valdið og þ.a.l. er mikil áhersla
lögð á umfjöllun um stjómsýslu.
Annars staðar er lögð ríkari
áhersla á umfjöllun mn stjómmál
í víðara samhengi, eins og rakið
hefur verið hér á undan.
Hvaðaera
stjórnmálafræðingar?
Það er útbreiddur misskilningur
að stjómmálafræðingar, og sér í
lagi stjórnmálafræðinemar, séu
væntanlegir vonbiðlar kjósenda.
Þess eru þó vissulega dæmi,
t.a.m. er Olafur Ragnar Grímsson
formaður Alþýðubandalagsins
doktor í stjómmálafræði, Einar
K. Guðfinnsson alþingismaður er
einnig stjórnmálafræðingur og
það sama má segja um Þómnni
Sveinbjarnardóttur sem skipar
þriðja sæti Kvennalistans í
Reykjavík í komandi Alþingis-
kosningum. Fátt bendir hins
vegar til þess að stjórn-
málafræðingar séu algengari í
röðum stjómmálamanna en full-
trúar ýmissa annarra stétta.
Hlutfall stjórnmálafræðinga í
röðum aðstoðarmanna ráðherra
Stjómmálafræði er augljóslega sú
fræðigrein sem fjallar um stjórn-
mál.
En hvað segir það okkur? Eru
stjórnmál eitthvað sem gerist á
Alþingi eða snúast þau um kosn-
ingar með vissu millibili? Eru
stjórnmál eign stjórnmálaflokk-
anna eða snerta þau almenning
eitthvað yfir höfuð? Eru allar
athafnir einstaklinga pólitískar
eða aðeins þær sem eiga sér stað
á tilteknum stöðum á tilteknum
stundum? Stjórnmálafræðin
kann mörg og mismunandi svör
við því hvað telst pólitískt athæfi.
Hvort eitthvert svaranna er rétt-
ara en önnur er hins vegar flókn-
ara mál sem ekki verður farið út í
nánar hér. Með öðmm orðum er
erfitt að skilgreina hvað stjórn-
málafræði snýst um því að ekki
em allir sammála um hvað stjórn-
mál séu.
Um stjórnmálafræðina má þó
segja eitt með nokkurri vissu;
stjómmálafræðin fjallar um vald
og dreifingu þess; þar er á ferðinni
lykilhugtak stjómmálafræðinnar.
Inn í þá umfjöllun dragast ýmis
fyrirbæri, svo sem ríkisvaldið og
stofnanir þess, hagsmunasamtök,
alþjóðastofnanir, stjórnmála-
flokkar, fjölmiðlar, kjósendur og
svo mætti lengi telja. Stjórn-
málafræðin á sér einnig útópíska
hugmynd; lýðræði, en það hugtak
vísar til dreifingar valdsins. Að
sjálfsögðu er engin leið að stjórn-
málafræðingar séu á einu máli um
hvað það orð þýðir eða hvað í því
felst. Þó er óhætt að segja að
lýðræði sé miðsvæðis í allri um-
fjöllun um stjórnmál á einn eða
annan hátt.
Með nokkurri einföldun mætti
því segja að stjórnmálafræðin
leitaðist við að skýra dreifingu
valdsins innan tiltekinna eininga
hvort sem um er að ræða þjóð-
félag, stofnun eða veröldina alla.
Auk þess fjallar stjórnmálafræðin
um hvert er heppilegt skipulag á
dreifingu valdsins og samræmist
best hugmyndinni ágætu um
lýðræði. Þetta kann að virðast
heldur takmarkað sjónarhom en
athuga ber að þetta er einungis
það sem liggur til grundvallar
fræðigreininni.
Innan stjórnmálafræðinnar er að
finna ýmsar áherslur eða greinar.
Ekkert er einhlítt um þessa skipt-
ingu í greinar en sem dæmi mætti
nefna samanburðarstjórnmál,
stefnurannsóknir, alþjóðastjórn-
mál, alþjóðasamskipti, stjórn-
málaheimspeki og stjórnmála-
fræðilega eða pólitíska hagfræði.
Stjórnmálafræðin hefur þannig á
sér ýmsa fleti og eru þeir um
margt ólíkir hvað varðar við-
fangsefni, áherslur og aðferðir.
Áherslur innan stjórnmálafræð-
innar em einnig nokkuð ólíkar á
milli landa. Víðsvegar í V-
er þó sennilega nokkuð hátt.
Aðstoðarmenn sjávarútvegs-
ráðherra, Halldór Árnason, og
umhverfisráðherra, Birgir Her-
mannsson, em stjómmálafræð-
ingar. Þá er Ásdís Halla Braga-
dóttir framkvæmdarstjóri þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins einnig
stjómmálafræðingur. Þetta virð-
ist benda til þess að fleiri stjórn-
málafræðingar kjósi að kúra í
reykmettuðum bakherbergjum
en í kastljósi athygli þeirrar sem
ALÞINGISKOSNINGAR 1 9 9 5 - UNGT FÓLKTAKIÐ AFSTÖÐU