Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Qupperneq 14
KYNNING
Alþýðuflokkurinn -
ý~\ Jafnaðarmanna-
íj flokkur íslands
" Stofnaður 21. mars
pj 1916 sem
I ~| stjórnmálaarmur
Q Alþýðusambands
íslands.
'jú Formaður: Jón
Ph Baldvin
'"L| Hannibalsson, frá
1983. Varaformaður:
Guðmundur Ámi
Stefánsson. Formaður
Þingflokks
Alþýðuflokksins er
Sigbjöm Gunnarsson
Framkvæmdastjóri:
Sigurður Tómas
Björgvinsson.
Fylgi Alþýðuflokksins í
síðustu
Alþingiskosningum.var
15,5% og fékk hann 10
þingmerm.kjöma.
Alþýðuflokkurinn -
^ Jafnaðarmanna-
Oflokkur Islands er
til húsa í
/L, Alþýðuhúsinu í
r7\ Reykjavík,
Hverfisgötu 8-10,
'j 101 Reykjavík.
p Nánari upplýsingar
p ^ má fá með því að
i—>. hringja í síma 55-
H-' 29244, senda fax í
númer 562-9155 eða
senda tölvupóst á
Intemetinu í netfang:
baldstef@centmm.is
Ungir Jafnaðarmenn
hafa aðstöðu í sama
símanúmeri.
Framkvæmdastjóri
þeirra er Baldur
Stefánsson og harm er í
hópi fjölda imgra
Jafnaðarmanna sem
veita fúslega allar
upplýsingar og svör
við fyrirspumum.
Alþýðuflokkurinn
Alþýðuflokkurinn er lýðræðislegur jafnaðarmannaflokkur, sams
konar og norrænir sósíaldemókrataflokkar. Úr heitinu demókrati
(lýðræði) er gælunafnið „krati" komið. Alþýðuflokkurinn á
aðild að Alþjóðasambandi jafnaðarmannaflokka ásamt
bræðraflokkunum á Norðurlöndum, breska
Verkamannaflokknum ogflokkum sósíaldemókrata í
Frakklandi, Þýskalandi, Spáni og víðar um allan heim. Hver
flokkur hefur þó eigin stefnumótun um viðfangsefni heima
fyrir og er aðeins háður eigin ákvörðunum.
Flokkurinn berst fyrir jafnvægi í ríkisbúskap, fyrir frjálsum
viðskiptum og markaðsbúskap. Hann telur stöðugleika og heilbrigt efnahagslíf vera
forsendu fyrir velferð almennings.
pitcÚUtClitt&é Alþýðuflokkurinn vill stöndugt atvinnulíf, sem stendur á eigin fótum.
Hann er andvígur velferðarkerfi atvinnugreinanna, sem byggir á ríkisaðstoð og
skattlagningu þegnanna til stuðnings atvinnugreinum, sem standast ekki markaðsum-
hverfi. Með nýsköpun og endurnýjun telur hann fært að nýta hina miklu menntun
þjóðarinnar til verðmætra og vel greiðandi starfa. Hann vill m.a. nýta erlenda fjárfestingu
til þess að ná þessu markmiði.
Saga flokksins hefur verið saga baráttunnar fyrir bættum kjömm og
félagslegum réttindum alls almennings í landinu. Uppbygging hins íslenska
velferðarkerfis hefur fyrst og fremst verið verk Alþýðuflokksins. Hann hefur hins vegar
ekki verið verkfæri hagsmunahópa, síst af öllu hinna fjársterku.
Alþýðuflokkurinn hefur alla tíð stutt samband og samstarf við
nágrannaþjóðir. Ávinningur af aðild að EFTA, sem Alþýðuflokkurirm beitti sér fyrir er
einn helsti vaxtarsproti nýs efnahagsbata sem er í augsýn. í eðlilegu framhaldi af þessu
vill Alþýðuflokkurinn láta hefja samningaviðræður um aðild að Evrópusambandinu.
Meginmarkmið í slíkum viðræðum yrði sú krafa að íslendingar héldu fullu forræði yfir
auðlindum hafsins við landið. Flokkurinn telur ísland eiga helst samleið með hinum
evrópsku þjóðum, bæði í menningarlegu og efnahagslegu tilliti.
*^éctCitC&b(A(tt&é Ráðherrar Alþýðuflokksins hafa farið með stjóm húsnæðismála
undangengin tvö kjörtímabil með góðum árangri. Eftir er að leysa vanda þeirra
húsbyggjenda sem átt hafa í greiðsluerfiðleikum sem hlutust af erfiðri tíð, bæði hér heima
og í viðskiptalöndum okkar. Alþýðuflokkurinn hyggst leysa þann vanda en slá honum
ekki á frest með sífelldum skuldbreytingum.
'TtficCUtt&Ctt&t/ Unga kynslóðin er hin best menntaða í sögu þjóðarinnar, en hennar
bíða ekki í sama mæli störf við hæfi. Flokkurinn vill meiri fjölbreytileika í skólakerfið
þannig að ekki verði allir steyptir í sama mót. Flokkurinn telur rétt að auka og efla
starfstengt nám. Þrátt fyrir að Alþýðuflokkurinn telji aðhaldsaðgerðir í opinberum
útgjöldum forgangsverkefni til að leysa næstu kynslóð úr fjötmm fortíðarskulda, þá telur
hann rétt að gera útgjöld til menntamála að forgangsverkefni.
Timétvenfatotuít Mengunin spyr ekki um landamæri. Baráttan fyrir hreinsun og
varðveislu umhverfis okkar er ekki einkamál þjóðanna heldur samstarfsverkefni þeirra.
Hin mörgu, brýnu og stóm viðfangsefni á því sviði sanna þá skoðun Alþýðuflokksins, að
í nánu samstarfi Evrópuþjóða munum við ná mestum árangri í að bæta og varðveita
ásýnd íslands sem hins hreina og ómengaða.
^dt & Stuðla að útflutningi á raforku, endurheimta forræði yfir
fiskistofnunum úr höndum sægreifanna og þannig stuðla að ávöxtun auðlindarinnar og
að efla fullveldið með því að auka áhrif okkar í samstarfi Evrópuþjóðanna.
ALMNGISKOSNINGAR 1 9 9 5 ■ U N G T FÓLKTAKIÐ AFSTÖÐU