Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Qupperneq 15
Framsóknarflokkurinn
Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur
félagshyggjuflokkur. Hann er miðjuflokkur sem sækir
fylgi sitt til allra þjóðfélagshópa. Framsóknarflokkurinn
leggur áherslu á að atvinnuleysinu verði útrýmt.
Flokkurinn setur menntamál íöndvegi og lítur á útgjöld
til menntamála sem fjárfestingu sem muni skila sér
margfalt til baka. Framsóknarflokkurinn hafnar þeirri
stefnu aðgerðarleysis sem hefur leitt afsér stöðnun og
atvinnuleysi á Islandi síðustu fjögur árin. Skuldabyrði er
orðið eitt alvarlegasta vandamál heimilanna og á þvíað
vandamáli vill Framsóknarflokkurinn taka.
Hagstjórn Framsóknarflokksins mun miðast að því að halda
verðbólgu í skefjum, jafna sveiflur í þjóðarbúskapnum og halda raungengi krónunnar
stöðugu. Einungis þannig geta nýir útflutningsatvinnuvegir dafnað við hlið þróttmikils
sjávarútvegs.
í kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins er að finna leiðir til að efla atvinnulífið á íslandi
og auka hagvöxt um 2,5 - 3% á ári. Þannig verður halla ríkissjóðs eytt.
Það er forgangsverkefni að bregðast við því atvinnuleysi sem
núverandi ríkisstjórn skilur eftir sig. Aukin atvinnutækifæri felast í því að draga úr
innflutningi með því að auka innanlandsframleiðslu og auka útflutning á vörum, þjónustu
og hugviti. Framsóknarflokkurinn vill efla verðmætasköpun innanlands með fullvinnslu
afurða.
^^&t^^#2#^Framsóknarflokkurinn mun koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot íslenskra
heimila sem nú blasir við, komist flokkurinn í ríkisstjórn eftir komandi kosningar. Ef
ekkert verður að gert munu þúsundir fjölskyldna standa uppi heimilislausar. Leið
Framsóknarflokksins felst í skuldbreytingu heimilanna, eflingu atvinnulífs og
kjarasamningum sem hafi lífskjarajöfnun og framsækna atvinnustefnu að markmiði.
Þannig verður hægt að koma í veg fyrir gjaldþrot heimilanna í landinu.
Framsóknarflokkurinn hafnar aðild að Evrópusambandinu miðað
við núverandi aðstæður. Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB útilokar aðild íslands að
sambandinu. Flokkurinn samþykkir ekki framsal á yfirráðum yfir auðlindum sjávar.
Flokkurinn telur að stórauka eigi þátttöku utanríkisþjónustunnar í viðskiptum og að
sendiráðum verði beitt af fullum krafti í þágu íslenskrar útflutningsframleiðslu.
'ítyú&ficzb i&mát Hlutverk Húsnæðisstofnunar sem ráðgjafastofnunar verði
stóraukið og stofnunin geti komið þeim til hjálpar sem ekki standa í skilum við
húsnæðiskaup. Flokkurinn vil treysta stöðu félagslega íbúðakerfisins með ýmsum úrbótum
til að það geti sinnt hlutverki sínu.
’TfCefuttamát Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á rétt allra til að stunda
framhaldsnám án tillits til efnahags og búsetu. Flokkurinn berst gegn þeirri stefnu
núverandi ríkisstjómar að gera nám að forréttindum þeirra efnameiri. Flokkurinn lýsir
stuðningi við aukið framlag til Háskóla íslands og andstöðu við gildandi lög um LÍN og
leggur m.a. áherslu á að teknar verði að nýju upp mánaðargreiðslur til lánþega.
VWHvU/eKÍtAftt&t Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að verndun umhverfis
og sjálfbær próun er skilyrði fyrir farsælli framtíð þjóðarinnar. Ábyrgð í náttúru-
verndarmálum á að færa heim í héruð því þannig verður best virkjaður hinn mikli áhugi
landsmanna á náttúmvemd. Þá verður að auka fræðslu í umhverfismálum.
'P
Framsóknarflokkurinn
var stofnaður 1916.
Formaður: Halldór
Ásgrímsson. (^
Varaformaður: w
Guðmundur ,J
Bjamason. Q
Ritari: Ingibjörg
Pálmadóttir.
Gjaldkeri: Unnur pH
Stefánsdóttir.
Vararitari: Drífa
Sigfúsdóttir.
Varagjaldkeri: Þuríður
Jónsdóttir.
Formaður þingflokks:
Finnur Ingólfsson.
Formaður LFK: Kristjana
Bergsdóttir
Formaður SUF: Guðjón
Ólafur Jónsson
Flokkurinn fékk 18,9%
atkvæða í síðustu
kosningum og 13
þingmenn kjöma.
Hægt er að nálgast
<
0
2
55
>
hJ
Oh
£
upplýsingar inn
Framsóknarflokkinn
á skrifstofu
flokksins í
Hafnarstræti 20, 3.
hæð. Þar er m.a.
hægt að fá
stefnuskrá flokksins
fyrir komandi
kosningar. Viljir þú
ganga til liðs við
Framsóknarflokkinn
getur þú haft samband
við flokksskrifstofuna,
s.562-4480, eða við
fulltrúa í stjóm
Sambands ungra
framsóknarmanna. Þeir
eru: Guðjón Ólafur
Jónsson formaður (s.
568-4104), Páll
Magnússon
varaformaður
(s.5542725), Þorlákur
Traustason gjaldkeri (s.
581-4432) og Ingibjörg
Davíðsdóttir ritstjóri
(s.562-3561).
f ko
Framsóknarflokksins: Endurreis
komandi alþingiskosningum verða helstu baráttumál
índurreisn heimilinna, útrýming á atvinnuleysi, menntamálin sett
í öndvegi og ríkissjóðshalla eytt.
ALÞINGISKOSNINGAR 1 9 9 5 ■ UNGT FOLKTAKIÐ AFSTÖÐU
15
KYNNING