Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Qupperneq 17
Alþýðubandalagið
Alþýðubandalagið er kjölfesta félagshyggjunnar á
íslandi. Félagshyggjan leggur áherslu á samhjálp tií
að auðvelda einstaklingnum að hafa áhrifá líf sitt
ogforða honum frá þvíað vera kjarklaus
leiksoppur aðstæðnanna. Félagshyggjan berst
einnig gegn þvíað eignarétturinn veiti eigandanum
drottnunarvald yfir samborgurum sínum. Þetta sameinar
Alþýðubandalagið, í öðrum málaflokkum er nhn fyrir
fjölbreyttar skoðanir.
SfatáAcujrttttáC Ríkisstjórnin á ekki að bíða eftir því að kreppan lagist af sjálfu
sér. Ríkisstjórnin getur stuðlað að hagstæðu efnahagsumhverfi, t.d. með öflugu
menntakerfi og nýsköpun og með milligöngu urn samvinnu útflutningsfyrirtækja.
Viðvarandi atvinnuleysi er vítahringur. Það skaðar fjárhag hinna
atvinnulausu, dregur úr vinnusiðferði, spillir stjórnunarháttum í fyrirtækjum með því
að vera kúgunartæki gegn launafólki, eykur útgjöld ríkisins og fækkar skattborgurum.
Atvinnuleysi verður að útrýma með því að ríkið láti vinnuaflsfrekar framkvæmdir hafa
forgang og með almennum efnahagsbata.
jéct&Cp&W&t Á samdráttartímum reynir bæði á velferðarríkið og velferðarþjóðfélagið.
Ríkið verður að vinna að þeim þjóðfélagsþáttum sem stuðla að velferð, s.s. atvinnu,
menntun, fjölskyldunni og samhjálp.
Títuuní&iúmát íslendingar eiga ekki að framselja vald lengra en þörf er á,
sérstaklega ekki fyrir óljós og óörugg áhrif. í utanríkismálum eiga þeir frekar að treysta
á samningsrétt en kosningarétt. Ríki með jafn einhæfan efnahag og Island verður að vara
sig á að lokast ekki inni í tollabandalögum.
/éú&uœhi&mát Fólk reynir að koma upp fjölskyldu og tryggja sér öruggt húsnæði
á sama æviskeiði. Til að standa vel að fjölskyldumálum verður því að standa vel að
húsnæðismálum. Greiðslubyrði verður að jafna sem mest yfir ævina.
HteMttawtál Að vinna gegn kreppu með því að skera niður í menntamálum er
eins og að lækna blóðleysi með blóðtöku. Strax á næsta kjörtímabili verður að hefja
uppbyggingu á öllum stigum menntakerfisins. Ekki má gleymast að vel menntuð
verkalýðsstétt er ekki síður mikilvæg en vel menntuð þekkingarstétt.
Tdlm&veriffiámát Umhverfisvernd er hvort tveggja; siðferðileg skylda mannkyns
og sérstakt hagsmunamál íslendinga. Ferðamannaþjónusta og matvælaiðnaður verða
að vera umhverfisvæn ef tryggja á hámarksafrakstur. Umhverfisvænar leiðir verði gerðar
hagkvæmar með mengunarsköttum, umhverfisfræðsla verði virk og aðgengileg.
Si/t <í (íauyi Setja þarf nýjar áherslur í efnahags-, félags- og stjórnmálum. í
stao samkeppni komi atvinna, í stað mismununar komi jöfnuður, í stað spillingar komi
siðferði. Hér styður hvað annað; atvinna styður jöfnuð, jöfnuður styður siðferði, siðferði
styður atvinnu.
D
HH
w
w
D
Alþýðubandalagið
var stofnað
árið 1968.
Formaður: Olafur
Ragnar Grímsson.
Varaformaður:
Steingrímur J.
Sigfússon.
Formaður g'
Þingflokks: Ragnar pH
Arnalds. W
Formaður
Framkvæmdastjórnar:
Sigríður Jóhannesdóttir.
Framkvæmdastjóri:
Einar Karl Haraldsson
í síðustu
Alþingiskosningum
fékk Alþýðubandalagið
14,2 % atkvæða og 9
Þingmenn;
Heimilisfang: p/
Laugavegur 3, 101 >
Reykjavík. ÁT
Símanúmer: 55- w
17500 2
Stjórnmálafélög ^
ungs fólks:
Æskulýðsfylking r
Alþýðubandalagsins ^
og Verðandi: Félag
ungs
alþýðubandalagsfólks
og óflokksbundins
félagshyggjufólks.
(ekki aðildarfélag að
alþýðubandalaginu).
w
w
ALMNGISKOSNINGAR 1 9 9 5 ■ U N G T FOLKTAKIÐ AFSTOÐU
KYNNING